Stjarnan - 01.06.1953, Síða 3
STJARNAN
43
Hann skorti eitthvað. Honum var áhuga-
mál að 'finna veginn til eilífs lífs. Jesús-
leit á hann og elskaði hann. Hann langaði
til að hjálpa honum.
„Eins er þér enn vant,“ sagði Jesús vin-
gjarnlega við hann, „far þú og sel allar
eigur þínar og gef fátækum, og munt þú
fjársjóð eiga á himni, kom síðan og fylg'
mér.“ En hann varð dapur í bragði við
þau orð og fór burt hryggur, því hann átti,
miklar eignir.
Jesús horfði á eftir honum, ég held með
tár í augunum. Hvílíkur starfsmaður þessi
maður hefði getað orðið fyrir Guðs ríki,.
og öðlast heiðursstöðu meðal hinna út-
völdu. Hann hefði getað orðið hluttakandi
úthellingar heilags anda á hvítasunnu-
daginn. Hann hefði getað orðið höfundur
einhverra bóka Nýja Testamentisins. En,
það fór öðruvísi, vér heyrum ekkert meira
um hann.
Hið æðsta markmið að keppa eftir fyrir
alla, sem óska eftir að vera með Jesú í
hans dýrðarríki, er að fylgja dæmi hans í
öllum hlutum. Vér ættum að rannsaka og
íhuga nákvæmlega kærleiks og náðar-
verk hans. Erum vér að stofna oss í þá
hættu að missa vora himnesku arfleifð
með eigingirni og sjálfselsku vorri? Vera
má vér gefum örlátlega af fé voru, en gef-
um vér þeim sem niðurbeygðir eru kær-
leika vorn og samhygð? Höldum vér oss í
fjarlægð við þá sem eru aumingjar eða,
fallnir? Jesús elskar og ber umhyggju
fyrir þeim fátæku og aumu. Hann dó líka
fyrir þá. Þar er tækifæri fyrir þá sem
betur eru settir að sýna Jesú hugarfar.
Davíð segir: „Sæll er sá, sem gefur gaum.
að bágstöddum, á mæðudeginum bjargar
Drottinn honum. Drottinn varðveitir hann
og lætur hann halda lífi. Hann mun gæfu
njóta í landinu.“ Sálm. 41:1.—2.
—KATHLEEN BARRON
--:-----☆--------
Guð gefur oss sinn heilaga anda bæði
oss til verndar og hughreystingar. Hugsið
yður Davíð Livingstone, sem hjálpaði
negrafólkinu í Afríku svo það fengi skiln-
ing á, að lífið hafði betra að bjóða heldur
en þá fávisku, spilling og eymd sem þeir
lifðu í. Hann var svo fyltur af Guðs heil-
aga anda að hann óskaði eftir að fara
þangað, sem neyðin og þörfin var mest,
fara án konu sinnar og dóttur, án þess að
hafa nokkurn félaga af sinni eigin þjóð,
og mæta alskonar hættum og erfiðleikum.
Hann var 45 sinnum veikur af hitasótt.
Hvers vegna var hann fús til að leggja alt
þetta á sig? Það var af því hjarta hans
var fylt af kærleika Krists, og hann vildi
að sem flestir aðrir fengju að njóta þeirrar
blessunar, sem fæst í samfélaginu við Guð
og frelsara vorn Jesúm Krist. Guðs andi
uppörfaði og hughreysti hann, annars hefði
hann að líkindum gefist upp og látið
negrafólkið deyja án þekkingar á frelsar-
anum. Livingstone var hamingjusamur,
Guðs heilagi andi var hans vinur og
huggari.
Þó vér værum fjarlægir öllum vinum
og vandamönnum, ef vér höfum samfélagl
við Jesúm og erum leiddir af hans heilaga
anda þá þurfum vér aldrei að finna oss:
einmana, því Jesús segir sjálfur: „Sjá, ég'
er með yður alla daga , alt til veraldar-
innar enda.“
—M. V. KIT, 1953
-------☆-------
Varðveisla Guðs
í þeim hluta Suður-Ameríku þar sem
satan reyndi sitt ýtrasta til að hindra pré-
dikun fagnaðar erindisins, þar var trú-
boðinn Westphal að ferðast úr einum stað
í annan til að flytja fólkinu gleðiboðskap-
inn. Eitt kvöld eftir samkomu bað fólkið
hann að vera þar um nóttina og fara ekki
til næsta þorps fyr en daginn eftir. Það
vissi, að vondir menn ætluðu sér að sitja
fyrir honum um nóttina á stígnum yfir
fjallið. En Westphal sagðist vera óhrædd-
ur, því hann vissi að Guð mundi verndai
sig. Svo fór hann af stað. Hann fánn sig
als ekki einmana, er hann gekk þessa
sjaldförnu götu yfir fjallið. Hann vissi að
hann var ekki einn á ferð. Hann heyrði
bergmálið af fótataki sínu' er hann gekk
yfir þennan steinótta götuslóða. Þegar
hann kom yfir á fjallshlíðina hinum megin
heyrði hann hávaða eins og fældir hestar
væru að flýja. En hann var óhræddur og
vissi að þar voru engir hestar, en aðeins:
Lamas, en þeir gátu ekki verið nógu marg-
ir til að gjöra slíkan hávaða. Hann vissi,
að Guð var með honum svo það var ekkert
að óttast. Seint um nóttina kom hann í
næsta þorp og fór á heimilið þar sem hon-