Stjarnan - 01.06.1953, Blaðsíða 4
44
STJARNAN
um hafði verið boðið að gista. Fólkið
gladdist mjög, er það sá hann. „Við vorum
svo hrædd um líf þitt í nótt,“ sagði það
honum. „Við beiddum mikið til Guðs fyrir
þér.“
Daginn eftir fór Westphal niður á mark-
aðinn. Fólk þar leit undrandi á hann og
hvíslaðist á sín á milli. Loks komu fleiri
menn til hans og spurðu: „Ert þú Aðvent-
isti?“ Westphal játti því.
„Hvar er maðurinn, sem var með þér
yfir fjallið í nótt?“
„Ég var einsamall. Það var enginn með
mér,“ svaraði Westphal.
„Nei, herra minn, nei. Það var maður
með þér. Skínandi birta var alt í kring um
hann, sem nærri blindaði okkur, þegar
þið komuð yfir fjallið. Hver var það?“
Nú skildi Mr. Westphal, að Guð hafði
opnað augu þeirra svo þeir sáu verndar-
engil hans.
„Herra minn, við ætluðum að grýta þig,
þegar þú kæmir fyrir hornið á götunni,
við höfðum steinana í höndunum. En þegar
við sáum hann flýðum við.“
Guð varðveitti þjón sinn og sumir
þessara manna, sem ætluðu að grýta hann,
komu nú á samkomur hans, meðtóku
frelsarann og urðu sjálfir Aðventistar.
—M. V.
--------☆-----1—
Dýrmæt trúarreynsla
„Þó Drottinn deyði mig skal ég samt
vona á hann.“ Þessi setning lýsir hinni
sterkustu trú, sem menn þekkja. Job varð
fyrir stórskaða og þjáðist ákaflega, eins
og lesa má í Biblíunni. En fáir geta gripið
hve mikið hann misti og hversu líkams-
þjáningar hans voru þungar.
Athugum stuttlega sögu hans. Fyrst
misti hann svo að segja alt í einu, uxa
sína, asna, sauðfé og úlfalda og einnig
þjóna sína. Þar á ofan misti hann alla syni,
sína og dætur. Job. 1:14.—.19. Nokkru
seinna misti hann heilsuna. Veikindum
hans er þannig lýst:
Hold og bein hans þjáðist. Bein hans
brunnu af hita, hörundið varð svart og
flagnaði. Job 30:30. Líkami hans var þak-
inn ormum. Job 7:5. Hann hafði illkynjuð
kaun frá hvirfli til ilja. Job 2:7.
Hann hafði enga von um lækningu.
Job 7:6.—8.
Vinir hans þektu hann ekki. Job 2:12.
Hvílíkt vonleysis ástand. Hann var eins
og lifandi dauður. En hvílík staðfesta trú-
arinnar. Hann reiddi sig á visku og náð
vors himneska föður. Hvílíkur sigur trúar-
innar hjá honum.
Hvílík sjón hann hefir verið í augum
engla og manna. Hvílík skelfing og reiði
hlýtur að hafa gagntekið satan er hann sá
staðfestu, hlýðni og óbifanlegt trúartraust
það er Job bar til Guðs.
Slík undirgefni og trú er einkenni allra
sannra Guðs barna. Biblían hefir mörg
dæmi upp á slíka staðfasta trúmensku og
undirgefni undir Guðs vilja: Jósef í húsi
Pótífars. Hinir þrír hebresku frammi fyrir
konungi Babýlonar. Daníel daglega í bæn
fyrir opnum gluggum, og Jesús 1 gras-
garðinum Getsemane. Allir þessir atburðir
bera vott um líf, sem er fullkomlega gefið
Guði á vald, og trú á hann, sem ekkert
getur bugað.
Guð hefir átt trúa þjóna á öllum öldum
og meðal allra kynslóða heimisns. Daníel
hafði lifað bænalífi alt sem af var æfinnar
áður en honum var kastað í ljónagröfina.
Hinir þrír hebresku höfðu ávalt sýnt hlýðni
og trúmensku í öllu smáu og stóru. Páll
hafði mætt Jesú á leiðinni til Damaskus
og þá gefið honum líf sitt skilyrðislaust,
. þess vegna gat hann sagt: „Fyrir hans sakir
hef ég mist alt og met það sem sorp til
þess ég geti áunnið Krist og reynst vera
í honum.“
Reynsla Jobs er íhugunarverð fyrir oss
sem nú lifum. Vér höfum framundan oss
hinn mesta hörmungatíma, sem yfir heim-
inn hefir komið, og reynslu sem vel má
líkja við reynslu Jobs. Trú vor verður
reynd er vér líðum hungur og þorsta, svik,
falskar ásakanir, líkamlegar þjáningar og
sálarneyð.
Nú er enginn tími fyrir alvörulausar
trúarjátningar. Yfirborðs kristindómur er
einkis nýtur. Á sérstakan hátt verða hinir
trúuðu nú á síðustu dögum að vera að-
skildir frá heiminum, útvalinn heilagur
lýður.
Vinur minn og samferðamaður, Guð
kallar þig til sömu trúar og undirgefni
undir vilja hans eins og Job hafði. Ert þú
fús til að gefa sjálfan þig skilyrðislaust í
hönd hans. Ert þú undirbúinn að mæta
þyngstu trúarreynslu í líkingu við trúar-