Stjarnan - 01.09.1953, Side 1

Stjarnan - 01.09.1953, Side 1
STJARNAN SEPTEMBER, 1953 LUNDAR, MANITOBA Hvað kostaði Biblían? Erfiði, blóð og iár „Ég kalla Guð til vitnis um að ég aldrei móti samvizku minni breyti orði eða at- kvæði í Biblíuiini, ég vildi heldur ekki gjörá það nú, þó öll heimsins gæði, auður og heiður stæðu mér til boða fyrir það.“ (Bréf Tyndals til vinar hans 1532). William Tyndal hefir verið kallaður faðir ensku Biblíunnar. Allir enskumæl- andi menn eru í þakklætisskuld við hann. Tyndal lifði ekki nógu lengi til að ljúka við þýðinguna á allri Biblíunni. En hann gaf heiminum alt Nýja Testamentið og Gamla Testamentið til enda annarar Kronikubókarinnar; einnig bók Jónasar spámanns, og margar greinar úr spádóms- bókum Biblíunnar. Vér getum séð hve mikilsvert starf hans var af því, að 80 hundruðustu af Gamla Testamentinu, og 90 hundruðustu af því Nýja í þýðingu Tyndals er notað í ensku Biblíuþýðing- unni, sem nú er alment lesin. í tólf löng ár var Tyndal í útlegð meðan hann vann að Biblíuþýðingunni, og hann bjóst við að óvinir hans mundu að lokum leiða hann til píslarvættisdauða, Á þessu tímabili voru menn alstaðar í Evrópu að biðja Guð um ljós. Hlekkir mið- aldanna lágu þungt á höndum þeirra og hjörtum. Siðareglur, yfirbótarverk og ferðir til helgra staða hafði lengi verið tekið fram yfir lifandi trú á Guðs ævar- andi orði. Nú voru menn að vakna og slíta af sér fjötrana. Það voru tímamót I kirkj- unni, menn þráðu frelsi. Til þess að geta skilið tímabilið, sem Tyndal var uppi, lifði og starfaði, þurfum vér að minnast þess, að á sama tímabili var Lúther uppi og Erasmus. Wolsley komst til valda og féll. Karl V. réðst á Róm. England sagði skilið við páfavaldið. Thomas Cromwell kom fram á sjónar- . sviðið. Siðabótin festi rætur í Geneva. Vér skulum einnig minnast þess, að Era-smus ruddi veginn fyrir Biblíuþýð- ingu Tyndals. Þó Erasmus fordæmdi marg't, sem var rangt í katólsku kirkjunni, þá áleit hann sjálfan sig tilheyra þeirri kirkju. Hann vildi endurbæta rómversku kirkjuna. Hann var ekki ánægður með latnesku þýðinguna á Biblíunni. Hann var álitinn lærðasti maðurinn upp á sínum tíma. Tyndal hélt mikið upp á Erasmus og Lúther, hugrakka prestinn, sem vakti skelfing, undrun og aðdáun í heiminum, þegar hann negldi mótmæli sín á kirkju- hurðina í Wittenberg. Reiði Rómaborgar, sem beint var að Lúther, hlaut líka að hitta Englendinginn, sem vogaði að halda fram kenningum Biblíunnar. Tyndal vitnaði í Biblíuna til sönnunar sínu máli. Sem aðstoðarprestur í Glou- cestershire hafði Tyndal oft samræður yið leiðtoga kirkjunnar. „Þegar þessum mönn- um bar ekki saman við Tyndal, þá tók hann Biblíuna og sýndi þeim hvar það stóð skrifað, sem hann bar fyrir sig.“ Þá eins og enn í dag mislíkar fólki, að haft sé á móti skoðunum og ímyndunum þeirra, jafnvel þó þeim sé sýnt í hinni heilögu bók hvað rétt er. William Tyndal elskaði Guðs orð. Hann skildi ekkert í því hvernig kirkjan og Biblían kendu svo gagn ólíkt hver annari. Hann ásetti sér að sjá svo um, að Biblían gæti talað til fólksins. Einu sinni þegar hann ræddi við

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.