Stjarnan - 01.09.1953, Blaðsíða 8
72
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjórn og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can.
Ert þú viðbúinn?
Endir allra hluta er nálægur, hvort
sem menn trúa því eða ekki. Hið eina
nauðsynlega er að vera viðbúinn, vaka og
biðja svo vér föllum ekki í freistni. Hvað
gjörum vér til að vera undirbúnir að mæta
fyrir Krists dómstóli? Hvað gjörum vér
fyrir börnin til að hjálpa þeim að vera
viðbúin?
Fyrir nokkru síðan gekk ég fram hjá
leikhúsinu og mætti þá konu með tvö
börn, á að gizka 3—5 ára að aldri. ,,Þú ert
þó ekki að fara í leikhúsið?“ spurði ég.
„Jú, börnin langaði til að fara.“ Kona þessi
er elskuleg manneskja, álitin vel kristin.
Börnin eru send á sunnudagaskóla, en
þegar þau fara í leikhús þá fer móðirin
með þeim. Hvaða áhrif hlýtur þetta að
hafa á æskulýðinn, sem elzt upp við slíkt?
Þau skilja orðalaust, að foreldrarnir meta
meir leikhúsið heldur en kirkjuna.
Foreldrar, Guð hefir gefið ykkur börnin
til að ala upp fyrir sig til að verða þegnar
og hluttakendur í hans dýrðarríki. Ef þér
hafið leitt þau afvega og alið þau upp til
að elska heiminn og glys hans, þá hafið
þér fulla ástæðu til að óttast og kvíða fyrir
degi dómsins.
„Heimurinn ferst og hans lystingar, en
sá sem gjörir Guðs vilja varir að eilífu."
Vinir mínir, snúið yður alvarlega til
Guðs, biðjið hann fyrir Jesú forþénustu
um fyrirgefningu allra yðar synda og á-
setjið yður framvegis, með hans hjálp, að
leita fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis og
þannig gefa hinum yngri rétt eftirdæmi.
—S. JOHNSON
-------☆--------
„Elskan sé flærðarlaus, hatið hið
vonda, en haldið fast við hið góða.
Verið í bróðurlegum kærleika ástúð-
legir innbyrðis, og verið hver öðrum fyrri
til að veita hinum virðingu. í iðninni ólat-
ir, í andanum brennandi, Drotni þjónandi.
í voninni glaðir, í þjáningunni þolinmóðir,
í bæninni staðfastir.
Takið þátt í nauðsynjum heilagra,
stundið gestrisnina. Blessið þá, er ofsækja
yður, blessið en bölvið ekki.
Fagnið með fagnendum og grátið með
grátendum. Verið samlyndir innbyrðis,
hugsið eigi hátt, heldur haldið yður við
hið lága; verið eigi sérvitrir. Gjaldið eng-
um ilt fyrir ilt; stundið það sem fyrir allra
manna sjónum er sómasamlegt.
Ef mögulegt er, þá hafið frið við alla
menn að því leyti sem í yðar valdi stendur.
Lát ekki hið vonda yfirbuga þig heldur
sigra þú hið vonda með hinu góða.“
Rom. 12:9.—21.
----------------
HvaS er framundan hjá Indverjum?
í Indlandi eru rúmar 370 milljónir
rnanna, meðalaldur þeirra er 27 ár, en á
Norðurlöndum um 70 ár. í Indlandi verður
hungurvofan árlega milljónum manna að
bráð, en þó falla enn fleiri fyrir drepsótt-
um eins og kóleru og malaríu, og tæringin
tekur hundruð þúsunda. Ein hjúkrunar-
kona er fyrir hverjar 43 þúsundir íbúa í
landinu. Það svarar til þess, að á íslandi
væru 3—4 hjúkrunarkonur. Um 80% af
þjóðinni kann hvorki að lesa né skrifa. En
Indland er vaknað. Stærsta fimm ára
áætlun heimsins hefir nýlega verið gerð
þar. Framleiðsluna á að auka stórkostlega
og vinna allavega að umbótum og fram-
förum. Þegar hefir verið komið á áfengis-
banni í ýmsum hlutum landsins til mikillar
blessunar fyrir milljónir manna, og ríkis-
stjórnin stefnir að algeru áfengisbanni. —
Það er þó enn ráðgáta, hvað fram undan
er hjá Indverjum, en eitthvað stórfenglegt
verður það og mun snerta allan heiminn.
—EINING
-------☆--------
„Það sem ég hef orðið áskynja um
trúarlífið er þetta: Það gefur manninum
kjark á stundu hættunnar til að afráða
það sem ekki verður umflúið og treysta
svo æðri mætti fyrir úrslitunum. Aðeins
í trausti til Guðs getur sá maður, er mikil
ábyrgð hvílir á, verið geðrór og öruggur.“
—EISENHQWER