Stjarnan - 01.05.1954, Side 1

Stjarnan - 01.05.1954, Side 1
STJARNAN MAÍ, 1954 LUNDAR, MANITOBA Alheims starf Sjöunda dags Aðventista Sjöunda dags Aðventistar hafa mikinn áhuga fyrir trúboðsstarfi. „Farið út um allan heim og prédikið gleðiboðskapinn allri skepnu“, bauð Jesús lærisveinum sín- um, og þeir hlýða þeirri skipun. Þeir eru sannfærðir um, að endurkoma Krists er í nánd, en áður en hann kemur verður að flytja öllum þjóðum fagnaðar erindið. Félagsskapur Sjöunda dags Aðventista var stofnaður árið 1863 með 3,500 með- limum. í lok ársins 1951 var meðlimatalan 803,720. Guð hefir haldið hendi sinni yfir starfi sínu, sem nú er útbreitt um allan heim. Þeir sendu út fyrsta trúboða sinn árið 1874. En í síðastliðin 5 ár hafa þeir sent út 1,263 trúboða. Áform þeirra er að flytja gleðiboðskapinn til allra þjóða, tungumála og fólks. í lok ársins 1951 höfðu þeir bækur og blöð prentuð á 197 tungu- málum, auk þess prédika þeir munnlega á 519 tungumálum, svo þeir hafa starf á 716 tungumálum. Fagnaðar erindi Krists er það, sem heimurinn þarfnast framar öllu öðru, því „það er kraftur Guðs til sáluhjálpar hverj- um þeim sem trúir“. Reynsla liðinna ára hefir sannfært söfnuðina um að trúboðs- starf borgar sig. Þeir sem áður sátu í myrkrinu fagna nú í því lífsins ljósi, sem fagnaðar erindið hefir fært þeim. Þeir sem áður voru þrælar vondrar venju, hjá- trúar og hleypidóma, hafa nú öðlast frelsi Guðs barna. Þar sem áður bjuggu mann- ætur, þar eru nú kirkjur kristinna safnaða, sem hafa meðtekið Jesúm fyrir frelsara sinn. Einungis almættiskraftur Guðs í fagnaðarerindinu getur ummyndað mann- ætur og djöfladýrkendur svo þeir verði sannkristnir menn og konur. Fyrir framan mig liggur bréf frá Nýju Guineu, sem segir: „Fagnaðar erindið ryð- ur sér til rúms í mannætulandinu Ramu á miðbiki Nýju Guineu. Hundruð manna taka skírn. Leikmenn prédika til að mæta þörfum þessa spilta en skynsama þjóð- flokks“. Það kostar um 20 dollara fyrir hverja mínútu að halda uppi starfinu út um heiminn. Vér metum mikils rausnarleg til- lög og gjafir frá nágrönnum og vinum, sem leggja fram fé í viðbót við tíund og fórnir, sem söfnuðir vorir leggja fram. Það er dásamlegt, hve vel gengur með starfið fyrir hina holdsveiku í Afríku, og eins með líknarstarfið í Brazilíu, þar sem trúboðsskipin ferðast fram og aftur um fljótin og flytja fólkinu bæði líkamlega og andlega lækningu. Söfnuðirnir horfa með gleði og eftirvæntingu fram til þess tíma, þegar starfinu er lokið og Jesús kemur til að taka heim í sitt eilífa dýrðar ríki alla þá, sem hér hafa kannast við hann og þjónað honum. —W. B. OCHS •----------☆------------ Varanlegur friður Er friður í heiminum mögulegur? Get- um vér notið hans á vorum dögum? Milj- ónir manna leggja fram slíkar spurningar. Leiðtogar þjóðanna gjöra alvarlegar til- raunir til að stofna frið og halda honum við, en það er erfitt viðfangsefni. Áður en Jesús lauk starfi sínu á jörð- inni, kallaði hann saman lærisveina sína og útskýrði enn einu sinni fyrir þeim grundvallar atriði ríkis síns. Hans var ríki friðarins og sá friður yrði ekki stofnsettur með stríðsvopnum. Hann lofaði að senda lærisveinum sínum heilagan anda og end- aði með þessum orðum: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður, ekki gef ég eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.