Stjarnan - 01.05.1954, Blaðsíða 2
34
STJARNAN
skelfist ekki né hræðist“. Jóh. 14:27. Friður
hans er gjöf. Vér þurfum ekki að berjast
til að öðlast hann. Jesús veitir sinn frið
hverjum þeim, sem gefur Guðs heilaga
anda full umráð yfir lífi sínu.
Þegar syndin kom inn í heiminn, þá
hvarf friðurinn, maðurinn varð hræddur
við skapara sinn. Eftir því, sem mann-
kyninu fjölgaði jókst syndin, þangað til
„Jörðin er full af glæpaverkum þeirra“,
sagði Guð við Nóa, er hann bauð honum
að smíða örkina. Manndráp og þjáningar
fóru í vöxt, jafnvel skepnurnar breyttust
að eðli og urðu grimmar. Þar sem alt hafði
áður verið friður voru nú blóðsúthellingar
og eyðilegging. Vonin um frið hefir dofnað
með tímanum.
En það verður breyting á þessu. Varan-
legur friður mun komast á aftur. Sonur
Guðs yfirgaf hásæti föðursins til þess að
fórna sjálfum sér fyrir synd mannsins,
til þess friður gæti aftúr orðið hlutskifti
manna. Höfundur og viðhaldari alheims-
ins íklæddist mannlegu holdi til þess hann
með dauða sínum gæti afplánað synd
mannsins og endurreist í heiminum frið
og fögnuð Eden aldingarðs. Já, hann lét
líf sitt, en hann reis upp aftur, og er nú á
himnum til að tala máli voru. Innan
skamms kemur hann aftur og tekur til
sín þá, sem hér hafa trúað á hann og fylgt
honum.
Spámenn Gamla Testamentisins litu í
anda fram til þess tíma, er Jesús mundi
stofna sitt eilífa friðar ríki. Þeir undruðust
yfir hvernig hinn almáttugi gæti liðið slík
glæpaverk, sem áttu sér stað. Guð sá alt,
sem fram fór og hann gaf mönnunum full-
vissu um, að sá dagur kæmi að synd og
syndarar yrði alt eyðilagt, og að „jörðin
mun verða full af þekking á dýrð Drottins
eins og djúp sjávarins er vötnum hulið“.
Þá mun þjáning, sorg og dauði ekki verða
framar til. Upphafsmaður syndarinnar,
satan, verður algjörlega afmáður. Vand-
ræðin milli þjóðanna munu hverfa fyrir
dýrð og fegurð frelsara vors, sem mun
koma í veldi og dýrð mikilli.
Napóleon fór vilt, er hann sagði, að
Guð væri þeim megin, sem mestur her-
búnaður væri. Það reyndist ósatt þá, og
það er ranghermt enn í dag. Guð er með
þeim, sem kjósa að láta leiðast af hans
heilaga anda. Guð kallaði Daníel spámann
til að opinbera framtíðar áform sitt fyrir
'Nebúkanesar, konungi Babýlonar. Eftir að
hann hafði í fáum orðum gefið aðaldrætt-
ina af áformi Guðs með ríki heimsins í
framtíðinni, þá bætti hann við: „Þeir
(stjórnendur ríkjanna) munu með kvon-
föngum saman blandast, og þó ekki sam-
þýðast hvorir öðrum, eins og járnið sem
lagar sig ekki við leirinn". Dan. 2:43. Ein-
kennileg orð, en hve sönn þau eru. Eins
vissulega og það er ómögulegt að sjóða
saman járn og leir, eins ómögulegt er að
sameina þær þjóðir, sem nú eru uppi undir
nokkra mannlega stjórn.
Hversu göfugar sem tilraunir manna
eru, þá er von heimsins ekki í því inni-
falin hvað stjórnfræðingar, hershöfðingjar
eða löggjafar geta framkvæmt, heldur
þetta: „Á dögum þessara konunga mun
Guð himnanna hefja ríki, sem aldrei skal
á grunn ganga, og það ríki skal engri ann-
ari þjóð í hendur fengið verða“. Dan. 2:44.
Þetta verður ekki sambland ríkja, sem
uppi eru í dag. Það verður ekki stofnað
með stríði og herferðum jarðneskra manna,
ekki gegn um uppeldisfræði. Sameining
mismunandi trúflokka mun ekki grund-
valla það ríki.
Það ríki verður stofnað þegar Jesús
kemur, og allar hersveitir englanna með
honum, þá ferst sá heimur sem nú er. Sjá
Opinb. 21. kap. og Jes. 65. kapítula. Allir
borgarar þess ríkis verða þar af því þeir
hafa kosið að meðtaka Jesús sem frelsara
sinn og herra. Friður Guðs fyllir hjörtu
þeirra hér og nú, náð og kraftur Guðs hefir
gefið þeim sigur yfir synd. Þar verða hinir
frelsuðu frá öllum tímum og kynslóðum,
þeir hafa þvegið skikkjur sínar og hvít-
fágað þær í blóði lambsins. Þeir verða með
Guði feilíflega í hans dýrðar ríki, þar sem
harmur kvein eða mæða verður aldrei
framar til. Þetta er Guðs ríki. íbúar þess
eru ódauðlegir og eilífur friður ríkir þar.
Lifandi trú á Jesú frelsandi kraft hjá
þeim, sem hafa gefið honum hjarta sitt,
veitir þeim hér og nú ævarandi frið þrátt
fyrir alskonar óróleika hjá þjóðum og ein-
staklingum. Þetta er loforðið, sem Jesús
gaf: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið
gef ég yður“. Vonin um Guðs komandi
dýrðar ríki stjórnar áformum og fram-