Stjarnan - 01.05.1954, Page 3
STJARNAN
35
kvæmdum þeirra, sem nú hafa gefið Guði
hjarta sitt.
Þetta er fagnaðar boðskapur friðarins,
sem Jesús lætur flytja öllum þjóðum
heimsins áður en endirinn kemur. Þetta
litla blað segir frá í stuttu máli hvað fá-
einir menn og konur gjöra til að útbreiða
boðskap friðarins.
Þeir, sem gefa til þessa starfs, eru hlut-
hafar í hinu víðtækasta og veglegasta starfi
heimsins, því fyrirtæki sem borgar sig
bezt, það er að undirbúa menn og konur,
drengi og stúlkur til að verða borgarar
þessa dýrðlega friðar ríkis, þar sem synd
og sorg verður aldrei til, þar sem Guð
sjálfur er konungurinn. Ef þú vilt getur
þú tekið þátt í starfinu, og einnig átt heima
í hinu dýrðlega friðar ríki.
—R. A. ANDERSON
■----------------------
Hermaður í fangelsi hughreystir
félaga sína með Guðs orði
Ég hef nýlega talað við hermann, sem
látinn var laus úr fangabúðum og nú var
kominn heim.
Félagar hans kölluðu hann ,„prestinn“,
hann hafði fleiri áheyrendur heldur en
nokkur annar í fangabúðum Norður-
Kóreu. Eftirlitsmennirnir stóðu forviða og
horfðu á. Þeir, sem útlögðu fyrir þá, sem
ekki skildu málið, undruðust yfir hvernig
þessu var varið. .Hvaða kraftur var í þessari
bók, sem dró svo marga að sér?
En þetta átti sér stað. Robert A. Lee,
rauðhærður drengur frá Alabama, sem
kveðst vera frændi Roberts Lee hershöfð-
ingja, er kominn heim og sagði sögu sína.
Lee hafði verið fangi nær því 29 mán-
uði. Herdeild hans hafði verið aðskihn
frá aðalhernum í fjóra daga og var um-
kringd óvinunum. Þeir voru að reyna að
ryðja sér braut og komast til félaga sinna.
Lee var mikið særður á handlegg og tærn-
ar voru frosnar, svo 8 af þeim voru sagaðar
af með ryðgaðri sög.
Til þess að geta prédikað þurfa menn
að hafa Biblíu. En Lee hafði enga þegar
hann kom í dauðadalinn. í tvo daga og
tvær nætur voru fangarnir neyddir til að
vaða í gegn um djúpan snjó. Meðan hann
beið í húsi einu í Kóreu, ásamt fjölda
annara, sá hann mennina deyja alt í kring
um sig og hann langaði svo mikið að tala
huggunarorð til þeirra. Hann mintist á 19
ára gamlan dreng frá Indiana, sem lagði
höfuð sitt á kné hans og talaði um grænu
slétturnar heima og foreldra sína og litlu
systir. Svo leit hann upp á Lee og hvíslaði:
„Getur þú ekki lesið eitthvað fyrir mig?“
En Lee hafði enga bók. Hann las upp 23.
Davíðs sálm utanbókar fyrir þennan dreng.
Þegar því var lokið brosti drengurinn, lok-
aði augunum og sofnaði hinum síðasta
svefni.
Nokkru seinna bauðst ungur hermaður
til að láta Lee hafa Biblíuna sína fyrir dá-
lítið af brauðskamti hans. Kaupin voru
gjörð.
Til að byrja með notaði Lee tækifærið,
þegar fangaverðirnir sofnuðu, að safna
saman þremur eða fjórum á daglegan
Biblíulestur. Opinberar samkomur voru
bannaðar.
Mr. Lee kvaðst viss um, að það var
uppörfunin frá þessum daglegu Biblíu-
lestrum, sem veitti mönnum í dauðadaln-
um vilja og hugrekki til að lifa. Þeir vöktu
nýtt líf og nýja trú. Hugleiðing Guðs orðs
veitti mönnum hugrekki til að taka því
sem að höndum bar. ^eir trúðu því, að
Guð mundi leiða þá út. Það var þessi trú,
sem styrkti þá, sagði hann mér, svo þeir
létu ekki hugfallast, oft þegar það hefði
verið miklu léttara að gefast upp. En kær-
leikur Guðs knúði þá.
Á páskunum og þakklætis hátíðinni, þá
voru margir sem óskuðu eftir að guðs-
þjónusta væri haldin. Leyfi var fengið til
þess, en með því skilyrði, að ekkert væri
talað um himnaríki eða helvíti, eða um
endurkomu Krists. En kraftur Guðs yfir
ræðumanninum var svo áhrifamikill, að
hann varð að prédika eins og Guðs andi
blés honum í brjóst. Ekkert var sett út á
það og smám saman var prédikað með
fullu frjálsræði á hverri viku. Prédikar-
inn flutti orðið.
Þetta fréttist þannig, að presturinn
Evans frá áttundu herdeildinni sagði
Powell, prestinum í læknadeildinni, að
stríðsfangi sem væri prestur hefði fengið
frelsi. Hann sagðist hafa spurt, hvort hann
hefði hlustað á nokkrar guðsþjónustur í
fangabúðunum. Ungi maðurinn kvaðst