Stjarnan - 01.05.1954, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.05.1954, Blaðsíða 4
36 STJARNAN bæði hafa hlustað á og haldið guðsþjón- ustur, og bætti því við, að hann væri Sjö- unda dags Aðventisti eins og Powell. Nýlega var tjaldbúðarsamkoma haldin í Meridian, Alabama, safnaðarsystkyni Lees höfðu þar þá ánægju að bjóða þennan trúbróður sinn velkominn. Þegar Mr. og Mrs. Lee fóru upp á ræðupallinn í stóra tjaldinu, þá var ekkert lófaklapp né annar hávaði, sem heilsaði hinum afturkomna hermanni. Söfnuðurinn stóð með hneigðu höfðu meðan R. R. Figuhr flutti þakklætis- bæn til Guðs. Svo var sungið „Vegsamið Guð, sem veitir allar góðar gjafir“. Svo gekk „presturinn“ fram á ræðupallinn og sagði: „Ég meðtók fagnaðar erindið og var skírður aðeins þrem mánuðum áður en ég fór héðan til Kóreu. Þér sjáið, bræður mínir, að ég er ekki prédikari. Ég hef verið hermaður í meir en 10 ár. Ég er eins og barn í trúnni. Ég þakka Guði fyrir hvernig hann hefir blessað mig; það sem ég hef getað gjört er aðeins það, sem hann hefir gjört fyrir mig. Ég þakka yður fyrir bænir yðar. Ég veit, að Guð getur frelsað til hins ýtrasta alla, sem koma til hans í trú“. —W. H. BERGHERM * -----------*----------- Eilíft líf stendur þér til boða „Þekking á Guði, sem sýnir sig í hlýðni við boðorð hans, er eilíft líf.“ Jóh. 17:3. og 1 Jóh. 2:3,—4. Nú skulum vér rifja upp fjórða boð- orðið: „Minstu þess að halda hvíldardag- inn heilagan. Sex daga skaltu erfiða og vinna alt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drotni Guði þínum, þá skalt þú ekkert verk vinna, og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín, eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur sem hjá þér er innan borgar- hliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin, jörð, hafið og hafið og alt sem í þeim er og hvíldist sjöunda dag- inn, fyrir því blessaði Drottinn hvíldar- daginn og helgaði hann“. Hér er ákveðin skipun um að halda hvíldardaginn heilagan, og því er eins skýrt tekið fram, að sjöundi dagurinn er sá hvíldardagur, sem oss ber að halda. Það er alveg eins ákveðin skipun til vor að vinna hina sex daga vikunnar. Jesús reis upp snemma fyrsta dag vik- unnar, og það er alment viðurkent að hann reis upp á sunnudag, svo út frá því er ekki hægt að villast á hver sé sjöundi dagurinn, það er sá dagur, sem vér nefnum laugar- dag. Sá dagur ætti að vera haldinn heil- agur hjá öllum, sem játa kristna trú. Jesús sagði við ríka unglinginn: „Ef þú vilt innganga til lífsins, þá hald boð- orðin“. Mat. 18:19. í Matt. 5:18., segir hann: „Þangað til himin og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða einn stafkrókur lögmálsins undir lok líða, unz alt er komið fram“. Jesús sagði fyrir • eyðileggingu Jerú- salemsborgar og ráðlagði lærisveinum sín- um hvað þeir ættu að gjöra til að forða lífi sínu. Hann sagði við þá: „Biðjið að flótti yðar verði ekki um vetur né á hvíld- ardegi“. Páll postuli sagði: „Umskurnin er ekkert og yfirhúðin ekkert, heldur það að varðveita boðorð Guðs“. 1 Kor. 7:19. Þegar menn eru kallaðir til að mæta fyrir rétti, þá eru þeir dæmdir samkvæmt lögum landsins. „Allir hljótum vér að birtast fyrir Krists dómstóli“, þá verður Guðs lögmál mælikvarðinn, sem dæmt verður eftir. Allir hafa syndgað og brotið Guðs boðorð, en Jesús kom til að frelsa sitt fólk frá þess syndum, frelsa sitt fólk frá yfirtroðslu Guðs boðorða. Þeir, sem hafa meðtekið frelsun hans frá synd fyrir trú ■ og hlýðni við Guðs orð, sá sem það hefir gjört „kemur ekki til dóms, heldur hefir hann stigið yfir frá dauðanum til lífsins“. Sá, þar á móti, sem ekki vill þiggja frelsun frá synd heldur kýs, eða ræður það af, að halda áfram að lifa í yfirtroðslu Guðs boðorða, hann verður að taka af- leiðingunum. „Laun syndarinnar er dauði“. „Guð vill ekki dauða syndarans heldur að hann snúi sér og lifi“. Vinir mínir, gefið Guði hjörtu yðar, látið í öllu leiðast af hans heilaga orði og anda, svo þér getið með fögnuði litið fram til þess tíma, þegar Jesús kemur til að „gefa sérhverjum eftir því sem hans verk verða“. —S. J.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.