Stjarnan - 01.05.1954, Page 8

Stjarnan - 01.05.1954, Page 8
40 STJARNAN STJARNAN Authorized as, seoond class mail, Post OÁice Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa Ontario. Ritstjðrn og afgreiSslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can. bókina, sem hann fékk hjá mér eins og lítilsháttar viðurkenningu, en hann vildi endilega borga mér fyrir hana. Hann sagði ég mundi þurfa hvert einasta cent, sem ég hefði áður en skólinn væri úti. Ég þakkaði Guði fyrir bænheyrsluna, og þetta veitti mér hugrekki til að treysta honum undir öllum kringurnstæðum. Ef nokkur ímyndar sér að Guð vilji ekki svara bænum þeirra af því þeir séu svo syndugir, þá minnist þess að þetta er freisting, sem satan heldur fram. Ég var stundum freistaður til að hugsa þannig, en ég vissi að syndir mínar voru fyrir- gefnar, og ég hafði sigur fyrir Krist. Treystu Guði og gakk á hans vegi. Ef þú gjörir það þá mun hann hjálpa þér hvað sem að höndum ber. Hann mun ryðja öllum hindrunum úr vegi og veita þér frið og rósemi. Hann mun vera með þér og varðveita þig alt til enda. —J. M. HNATYSHYN --------*--------- Wezil biður um kennara Sjúkrahúsið fyrir holdsveika sjúklinga nálægt fjallinu Hagen er tveggja daga ferð fyrir gangandi mann frá Banz. Einn dag sáum vér nokkra innfædda menn hin- um megin við gjána skamt frá sjúkrahús- inu. Þeir komu raulandi fyrir munni sér, á undan þeim gekk höfðinginn skreyttur marglitum fuglafjöðrum. Eftir fáeinar mínútur stóð höfðinginn Wezil frá Banz framrni fyrir mér. Hann var svo glaður að sjá mig, að hann faðmaði mig; ég gjörði honum sömu skil, þrátt fyrir sót og svínafeiti sem borið hafði verið á hálf- nakinn líkama hans. Við höfðum mæst áður. Ég var um tíma í hans fylki að líta eftir starfi hermanna og hann var mér mjög hjálpsamur. Hann kom þrisvar eftir það að heim- sækja mig. Hann bað mig að koma með sér og byggja trúboðsstöð fyrir fólk hans. Ég vildi svo gjarnan geta hjálpað honum, en ég gat ekki yfirgefið starf mitt þar sem ég var. Það særði mig að segja honum, að ég gæti ekki komið. Einu sinni sagði hann með tárin í augunum, að hann skyldi taka með sér konuna mína og tvær dætur okkar, svo gæti ég komið á eftir. í síðasta sinni kom hann nú fyrir nokkr- um dögum. Hann sagðist ekki vera fær um að koma aftur. Ég hafði skó á fótum, en hann var berfættur. Vegurinn var lang- ur og hann var gamall og þreyttur. Alt sem hann bað um, var að ég kæmi með honum til að lifa og deyja á landi hans og verða jarðaður þar hjá honum. Hann hafði mælt út stóra landspildu, sem hann sagði öllum að sjö daga trúboðið ætti. Hann bað: „Getur þú ekki komið, margt af fólkinu mínu er veikt, það þarfnast hjálpar“. Hann reyndi að sannfæra okkur um að honurn væri þetta áhuga mál, svo hann bauðst til að gjöra hvað sem hann yrði beðinn. Hann gaf mér það sem dýrmætast var af eigum hans, það var spjót, sem hann hélt í hendi sinni. Þetta var reglu- leg sjálfsfórn frá hans hendi. Án þess var sem hann væri varnarlaus. Fólk hans mundi spyrja hvort óvinur hefði stolið því. Hann hirti ekki um það, framtíð kyn- kvíslar hans lá honum svo þungt á hjarta. Sjálfur var hann gamall og þreyttur. Hann gæti aldrei klifrast yfir fjöllin aftur. Bráð- um mundi hann deyja, en fyrst vildi hann fá að sjá trúboðsstöðina, sem mundi vera svo þýðingarmikil fyrir fólk hans, svo það gæti lært um höfðingjann á himnum. —L. BARNARD ------------☆------------ Hjartans þakklæti fyrir gjafir yðar til alheimstrúboðs og líknarstarfs vors. Ef fleiri lesendur blaðsins óska eftir að gefa til þessa göfuga starfs, geta þeir sent gjafir sínar til undirritaðrar, sem sendir þær áfram og kvitterar fyrir gjöfina. —(MISS) S. JOHNSON Lundar, Man. -4.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.