Stjarnan - 01.09.1954, Side 1

Stjarnan - 01.09.1954, Side 1
STJARNAN SEPTEMBER, 1954 LUNDAR, MANITOBA Áframhald íífs, og hiýðni Þeir einir munu öðlast áframhaldandi og eilíft líf, sem fyrir trú á Jesúm og í krafti hans lifa í samræmi við Guðs heil- aga vilja, eins og hann er framsettur í lögmáli Guðs og lífi og kenningum Krists, Guðs sonar. „Sá sem gjörir Guðs vilja varir að eilífu“. 1. Jóh. 2.T7. Þetta leiðir oss til að athuga lögmál Guðs og afstöðu þess gagnvart fagnaðar- erindi Krists. Það sem Biblían segir um þetta er alvarlega umhugsunarvert og áríðandi. Lögmál Guðs er sá hluti opinberunar hans, sem hann sjálfur talaði til fólksins frá Sínaí-fjalli, og skrifaði með sinni eigin hendi á tvær steintöflur. Þetta lögmál var sanngjarnt, réttlátt og gott. (Nehem. 9:13.). Það er fullkomið. Jesús kom ekki til að afnema lögmálið. (Matt. 5:17.). Það er frelsisins lögmál. (Jak. 2:12.). Vér stað- festum það með trúnni. (Róm. 3:31.). Lög- málið er andlegt, heilagt, réttlátt og gott. (Róm. 7:12.—14.). Það nær til allra manna og felur í sér allar skyldur þeirra. (Préd. 12:13.). Það er hið konunglega lögmál. (Jak. 2:8.). Hlýðni við það er skilyrði fyrir eilífu lífi. (Op. 22:14.). Það lögmál verður lagt til grundvallar í dóminum. (Jak. 2:12.). Getur lömálið frelsað manninn? Svarið er ákveðið nei. Getur syndarinn áunnið sér sáluhjálp með hlýðni við lögmálið? Nei og aftur nei. Sáluhjálp fæst aðeins gegn um fagnaðarerindið fyrir trú á Krist. Sannkristinn maður heldur ekki Guðs boðorð til þess að öðlast sáluhjálp. Hann heldur þau og hlýðir þeim af því að hann hefir öðlast sáluhjálp fyrir trúna á Krist. Hlýðni er ekki meðal til sáluhjálpar held- ur ávöxtur frelsandi trúar. Líf og andi Krists sem veitist hinum trúaða leiðir hann til að lifa í samræmi við Guðs vilja og í hlýðni við hans heilaga lögmál. Vér þurfum að rannsaka hvað gleði- boðskapurinn er og hvað honum er ætlað að framkvæma í heiminum. „Fagnaðarboðskapurinn er kraftur Guðs til sáluhjálpar". Róm. 1:16. Kraftur, guðdómlegur kraftur kom inn í heiminn. Hann nefnist fagnaðarboðskapur. Tilgang- ur hans er sáluhjálp manna. Og hann er vel fær um að framkvæma hlutverk sitt. Þessi sáluhjálp er frelsun frá synd. (Matt. 1:21.). Fagnaðarerindið er gefið til að frelsa mann frá synd og „Synd er yfir- troðsla lögmálsins“. 1. Jóh. 3:4. Eftir þessu er fagnaðarerindið kraftur Guðs til að frelsa menn frá hegningu og vernda þá frá að syndga framvegis, leiða þá til að lifa í hlýðni við Guðs boðorð. Þeir sem kenna að lögmálið sé úr gildi numið, rangsnúa fagnaðarerindinu og afneita því. Róm. 4:15. Svo ef ekkert lögmál er, þá er engin synd, þá er engin þörf fyrir fagnaðar- boðskapinn. „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“. Róm. 3:23. Fagnaðarerindið er nauðsynlegt af því að allir hafa syndgað. Þess vegna þurfa allir fagnaðarerindið. Þeir þurfa Jesúm til að fyrirgefa drýgðar syndir og kraft hans til að sigra synd og freistingar framvegis. Athugið þetta vel. Kraftur Guðs til að halda boðorð hans fæst ekki frá lögmál- inu. í lögmálinu er engin frelsunarvon fyrir syndarann. Það getur ekki íyrirgefið heldur fyrirdæmt. Það veitir ekki líf held- ur dæmir til dauða. Það er Jesús sem er lífgjafinn og frelsarinn. Aðeins í gleði- boðskap hans er fyrirgefning, frelsi og lausn, ekki frá því að hlýða, heldur frá fordæmingunni, ekki frá því að halda boð- orðin, heldur frá því að brjóta þau. Svo þegar vér komum til Krists og

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.