Stjarnan - 01.09.1954, Blaðsíða 2
66
STJARNAN
öðlumst fyrirgefning fyrir trú á hann og
gleðiboðskap hans, þá erum vér frelsaðir.
Syndir vorar eru fyrirgefnar og dauða-
dóminum, sem yfir oss hvíldi. er af oss
létt. Þá reynist það satt að vera að syndin
(yfirtroðsla Guðs boðorða) hefir ekki
lengur vald yfir oss, því vér erum ekki
undir lögmáli (dauðadómi lögmálsins)
heldur undir náð.“ Róm. 6:14.
Þegar vér höfum meðtekið Krist og
fagnaðarerindi hans, þá höfum vér stigið
yfir frá dauðanum til lífsins, frá þrældómi
til frelsis. Þetta frelsi er ekki leyfi til að
brjóta Guðs boðorð, heldur frelsun frá
bölvun lögmálsins. Það er frelsi í Kristi,
sem veitir náð hans og kraft til að halda
öll Guðs boðorð.
Sá, sem brýtur lögmálið er undir lög-
máli en ekki undir náð. Hann er undir
fordæmingu lömálsins. Sá maður er undir
náð, sem heldur lögmálið. Þegar hann
brýtur lögmálið er hann afur kominn
undir lögmálið. Guðs orð setur þetta skýrt
fram: „Gjörum vér þá lögmálið að engu
með trúnni? Fjarri fer því heldur stað-
festum vér lögmálið“. Róm. 3:31.
í Biblíunni eru spádómar, löggjöf, ljóð
og saga þjóðanna, sérstaklega Gyðinga-
þjóðarinnar. En í henni eru líka margar
dæmisögur og líkingar, sem skýra fyrir
mönnum sambandið milli lögmálsins og
fagnaðarerindisins. Hér er ein þeirra:
„En verið gjörendur orðsins en eigi að-
eins heyrendur, svíkjandi sjálfa yður. Því
að ef einhver er heyrandi orðsins en ekki
gjörandi, þá er hann líkur manni sem
skoðar andlitsskapnað sinn í spegli, því að
hann skoðar sjálfan sig, fer burt og gleym-
ir jafnskjótt hvernig hann var. En sá, sem
skygnist inn í hið fullkomna lögmál frels-
isins og heldur sér við það, og er ekki ofð-
inn gleyminn heyrandi heldur gjörandi
verksins, hann mun sæll verða af fram-
kvæmdum sínum“. Jak. 1:22:—25.
Hér er lögmálinu líkt við spegil. Vér
notum hann til að vita hvernig vér lítum
út. Ef andlit vort er óhreint þá sjáum vér
það í speglinum. Hann segir sannleikann
og sýnir að vér þurfum vatn og sápu, til
að verða hreinir.
Biblían líkir speglinum við lögmál
Guðs, það bendir á synd í fari voru, en
til að verða hreinir verðum vér að leita
Krists. Vér getum ekki notað spegilinn til
að þvo oss með, hann er ekki til þess
ætlaður, heldur aðeins til að sýna oss að
vér þurfum hreinsunar við.
Það væri gagnslaust og heimskulegt að
brjóta spegilinn, það mundi ekki gjöra
andlitið hreint. Spegillinn getur alls ekki
breytt útliti voru, heldur aðeins bent á
hvernig vér lítum út, svo vér vitum að
vér þurfum vatn og sápu til að þvo okkur.
Þannig er því varið með lögmálið og
fagnaðarerindið. Lögmálið bendir á hvað
er synd, en fagnaðarerindið býður oss
frelsun frá henni. Lögmálið bendir á þörf
vora, en fagnaðarerindið bætir úr henni.
Það er fullkomin samvinna. Vér þurfum
hvorttveggja. Guð gaf bæði lögmálið og
fagnaðarerindið til þess að syndugur
maður gæti öðlast frelsun frá synd.
„Sá, sem segir, ég þekki hann en heldur
ekki boðorð hans, er lygari og sannleikur-
inn er ekki í honum“. 1. Jóh. 2:4.
„Af því þekkjum vér að vér elsk'um
Guðs börn, þegar vér elskum Guð og
breytum eftir hans boðorðum, því að í
þessu birtist elskan til Guðs að vér höld-
um hans boðorð og Hans boðorð eru ekki
þung“. 1. Jóh. 5:2.—3.
Langlífi og rósemi
Vér höfum þegar bent á hvernig Guð
hefir trygt oss áframhaldandi tilveru og
eilíft líf fyrir Jesúm Krist og fagnaðar-
erindi hans, ef vér aðeins viljum meðtaka
Guðs framboðnu náð og laga líf vort eftir
hans heilaga lögmáli.
Vér ættum einnig að leggja áherzlu á
hver áhrifin verða fyrir vort daglega líf,
þegar vér meðtökum Jesúm og 1 honum
og fyrir hann óendanlegt eilíft líf. Rósemi,
hvíld og öryggi öðlumst vér þegar vér
gefum oss Guði á vald, til að gjöra hans
vilja ætíð og í öllu.
Það er ekki nóg að viia að Guð hefir
gefið manninum kost á eilífu lífi, menn
verða að meðtaka gjöf hans og lifa í fúsri,
fullkominni hlýðni við vilja hans. Þegar
vér gjörum þetta þá öðlumst vér slíkan
sálarfrið og öryggi sem aðeins getur orðið
hlutskipti þeirra, sem trúa á Guð og lifa 1
fullkomnu samræmi við vilja hans.