Stjarnan - 01.09.1954, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.09.1954, Qupperneq 3
STJARNAN 67 Til að minna oss á þetta og láta oss stöðugt finna til hins lífgefandi, skapandi kraftar sem frelsar frá synd og gjörir oss að nýjum mönnum svo vér göngum á hans vegi, gjörum hans vilja, höldum hans boð- orð, þá hefir hann gefið oss eilíft, óum- breytanlegt minnismerki til blessunar og hughreystingar fyrir sína útvöldu, Hvíld- ardag Drottins. Sumum finst það einkennilegt og ó- skiljanlegt að Sjöunda dags Aðventistar, sem trúa á Jesúm og friðþægingu hans sem aðalatriði fagnaðarerindisins, skuli halda heilagan sjöunda dag vikunnar frá sólarlagi á föstudögum til sólarlags á laugardögum. Þeir álíta þennan tíma heilagan fyrir blessun Guðs og - nálægð hans, svo að þessi tími á að vera notaður til Guðsþjón- ustu, líknarverka og Biblíulesturs og þeirrar hvíldar og endurnæringar, sem fæst einungis í samfélagi við Guð. Ástæðan fyrir þessu er, að Guð ákvað að þessi tími sérstaklega tilheyrði honum og tilbeiðslu hans. Hann blessaði og helg- aði þennan dag svo hann yrði eilíft minn- ingarmerki fyrir allar þjóðir um hans skapandi og frelsandi kraft. Guð skapaði heiminn á sex dögum, svo lauk hann því starfi og hvíldist sjöunda daginn, og blessaði og helgaði þann dag fyrir allar komandi kynslóðir. Þetta var meðan maðurinn var hreinn og ósaurg- aður af synd. En maðurinn féll í synd og varð þræll satans og syndarinnar. Táknmynd upp á þetta var þrældómur ísraelsbarna á Egyptalandi. Guð notaði aftur sinn skapandi kraft tii að leiða sitt fólk út af Egyptalandi. Hann gjörði hvert kraftaverkið eftir ann- að bæði á Rauðahafinu, í eyðimörkinni og við inngöngu þeirra inn í fyrirheitna landið. Hann leiddi athygli þeirra aftur að hvíldardeginum, sem þeir áttu að halda heilagan bæði til minningar um sköpunar- verkið og kraft Guðs til að frelsa þá undan valdi óvinanna, er hann leiddi þá út úr. þrælahúsinu. Guð framkvæmir hinn sama skapandi kraft gegn um fagnaðarerindið, er hann ummyndar spilta synduga menn, leiðir þá frá dauðanum til lífsins, veitir þeim frið og frelsun frá yfirvofandi dauðadómi. Til endurminningar um þennan dýrðlega skapandi kraft, sem endurreisir glatað mannkyn, hefir hann aftur leitt athygli manna að helgihaldi hans heilaga hvíldar- dags, svo þeir geti minst almættis hans og kærleika, er hann ummyndar og frels- ar þá, sem vilja þiggja frelsi, svo þeir geti hvílst frá verkum sínum og notið hans fullkomna frelsis. Á þennan hátt verður hvíldardagurinn innsigii lifandi Guðs, tákn hans og minn- ingarmerki um sköpun, frelsun og helgun mannsins. Hann hefir verið og verður það alt í gegn um aldirnar. Þetta minnismerki um skapandi kraft Guðs, hvort sem hann kemur fram í sköp- unarverkinu eða í endurlausn mannsins, er hvíldardagur fjórða boðorðsins. Helgihald sjöunda dagsins, sem skipað er fyrir í fjórða boðorðinu var fyrir alla menn á öllum öldum í sögu mannkynsins, og jafnvel í komandi heimi verður hann haldinn. (Jes. 66:22.—23.). Hann er eilift minnismerki um hinn skapandi og frels- andi kraft Guðs, sem sýnir sig í alheimin- um og í lífi barna hans, þau hafa með- tekið þennan kraft og fyrir hann öðlast eilíft líf. Hvíldardagurinn var gefinn, ekki fyrir stutt tímabil, heldur sem eilíft minnis- merki. Sjöundi dagurinn verður eilíílega hinn blessaði, heigaði hvíldardagur Drott- ins. Verk hans handa eru sannleiki og rétt- indi, réttsýn eru öll hans boðorð, þau eru óbifanleg um aldur og eilífð, gjörð með sannleika og einlægni. Jafnvel á hinni nýju jörð munu hinir endurleystu frá öllum tímum og kyn- slóðum halda Guðs blessaða heilaga hvíidardag. „Því eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem ég skapa, munu standa stöðug fyrir mínu augliti,“ segir Drottinn, „eins mun afsprengi yðar og nafn standa stöðugt, og á mánuði hverjum, tungl- komudaginn, og á viku hverri, hvíldar- daginn, skal alt hold koma til þess að falla fram fyrir mér, segir Drottinn“. Jes. 66:22.-23. Það er Jesús sem frelsar og helgar þá,

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.