Stjarnan - 01.09.1954, Page 5
STJARNAN
69
verða að lokum. Tilgangurinn með komu
Krists í heiminn var að eyðileggja hann
sem hafði vald yfir dauðanum, það er
djöfullinn. Heb. 2:14. „Til þess birtist Guðs
sonur, að hann niður bryti djöfulsins verk“.
1. Jóh. 3:8. Yerk djöfulsins er synd, sorg
og dauði. Þetta ásamt höfundi þess verður
eilíflega eyðilagt.
Hvergi í Biblíunni er vikið að því, að
stríðið milli Krists og satans endi öðru-
vísi heldur en með algjörðri eyðileggingu
þessa óvinar Guðs og manna.
En lærisveinum Krists verður öllum
saman safnað undir merki hans. „Þetta
var ásetningur hans, sem hann hafði með
sjálfum sér ákveðið að framkvæma, er
fylling tímans kæmi, að hann ætlaði að
safna öllu því, sem er á himnum og því
sem er á jörðu undir eitt höfuð í Kristi“.
Efes. 1:9,—10.
Páll postuli lýsir því þegar hið ófull-
komna tekur enda, en það fullkomna
birtist. Þegar hinir réttlátu verða reistir
upp og ummyndaðir eftir Jesú dýrðar-
mynd. „Síðan kemur endirinn“, segir
hann, „er hann selur ríkið Guði Föðurnum
í hendur, er hann hefir að engu gjört, sér-
hverja tign, sérhvert veldi og kraft. Því
honum ber að ríkja, unz hann leggur alla
féndurnar undir fætur hans. Dauðinn er
síðasti óvinurinn, sem verður að engu
gjörður“. 1. Kor. 15:24.—26.
Pétur postuli lýsir líka komu Drottins
og eyðilegging óguðlegra í eldhafinu,
þegar „himnarnir sundurleysast í eldi og
frumefnin bráðna í brennandi hita“. En
svo bætir hann við: „En vér væntum eftir
fyrirheiti hans nýs himins og nýrrar
jarðar þar sem réttlæti býr“. 2. Pét.
3:12.-13.
í síðustu bók Biblíunnar er lýst enda-
lokum óguðlegra þar sem alt hið illa er
barist hefir móti Kristi og Guði verður
algjörlega eyðilagt, en réttlæti, friður og
hamingja mun fylla alla tilveruna, allan
alheiminn.
Þar er oss sýndur dómarinn á hinu
mikla hvíta hásæti, fyrir augliti hans
hverfur himin og jörð. Hinir dauðu, smáir
og stórir standa frammi fyrir hásætinu,
bókunum er lokið upp, og hver og einn
er dæmdur eftir verkum sínum. Önnur
bók er opnuð. Það er lífsins bók. Hver
sem ekki hefir nafn sitt ritað í lífsins bók,
honum er kastað í eldhafið sem fyrirbúið
er djöflinum og englum hans. Þetia er hinn
annar dauði. Frá honum er engin aftur-
koma engin upprisa.
Dauðanum og helju er líka kastað í
eldhafið. Þannig endar saga syndarinnar.
Eftir það byrjar og viðhelzt eilífur friður.
Jóhannesi postula var leyft að líta inn í
eilífðina, og hann hefir lyft fortjaldinu,
svo vér getum séð það með 'honum. Þar
sjáum vér dýrð hins eilífa ríkis. Vér sjáum
nýjan himin og nýja jörð. „Því hinn fyrri
himin og hin fyrri jörð var horfin“. Vér
sjáum hina nýju Jerúsalem koma niður af
himni frá Guði, með veggina úr jaspis
steini, hliðin úr skínandi perlum, göturn-
ar úr gulli og fljót lífsvatnsins renna frá
hásæti Guðs og lambsins. Beggja vegna
fljótsins er lífsins tré, sem einu sinni var
í Eden aldingarði, það ber ávöxt sinn á
hverjum mánuði. Þar er enginn engill
með brugðnu sverði til að verja mönnum
aðgang að lífsins tré, því allir sem þangað
koma hafa rétt til að neyta ávaxtanna.
Hliðum borgarinnar verður aldrei lok-
að. Þar er aldrei nótt. Vér sjáum þar hina
útvöldu endurleystu íklædda hvítum
skrúða, með kórónur á höfði og hörpur í
höndum sér, til að syngja og spila og veg-
sama Guð og frelsara sinn.
Bölvun verður ekki framar til. Þar
verður hvorki dauði, sorg né kvein. „Því
hið fyrra er farið“.
Lambið, sem er fyrir miðju hásætinu,
mun fæða þá og leiða þá til lifandi vatns-
strauma, Guð mun þerra hvert tár af aug-
um þeirra. Þeir munu sjá auglit hans og
nafn hans mun vera á ennum þeirra. Hann
verður hjá þeim eilíflega.
Þar verður aldrei nótt, engin þörf á
ljósi tungls né sólar, því dýrð Guðs upp-
ljómar borgina og lambið er hennar Ijós.
Þeir útvöldu munu ríkja eilíflega.
Þetta hefir Guð opinberað oss til upp-
örfunar og trúarstyrkingar, það hríiur
huga vorn og fyllir oss fögnuði vonarinn-
ar. En hvað verður það þá þegar vér kom-
um þangað, sjáum alla dýrðina og njótum
hennar, og alls þess sem Guð hefir oss
fyrirhugað fyrir Jesúm Krist.
„Auga hefir ekki séð né eyra heyrt
hvað Guð hefir þeim fyrirbúið, sem hann