Stjarnan - 01.09.1954, Side 6

Stjarnan - 01.09.1954, Side 6
70 STJARNAN elska“. Það er mikil fegurð að sjá víða í þessum heimi. Vér verðum hrifnir af fögru útsýni, fegurð skóga, fossa, fjalla og' dala, fegurð hafsins, himinhvolfsins, blóma og blaktandi akra. Vér höfum heyrt söng- hljóð sem virtust yfirnáttúrleg að fegurð og styrkleika, alt þetta leiðir huga vorn til hins himneska, svo hinn komandi heimur sýnist færast nær. En svo dásamlegt og yndislegt sem alt þetta getur verið, þá kemst það ekkert í samjöfnuð við það sem Guð hefir sínum elskuðu fyrirbúið. Nýja jörðin verður eilífðarheimili Guðs barna. „Þeir munu byggja hús og búa í þeim, planta víngarða og eta ávöxtu þeirra“. Jes. 65:21. Það er indælt að eiga von á þessu. Alt verður svo verulegt og áþreifanlegt. Öll þessi dýrð og fegurð er náðargjöf Guðs fyrir Jesúm Krist. Þegar vér skiljum alt þetta, hvernig getum vér þá annað en kepst eftir að þekkja Jesúm og þjóna honum með öllum kröftum sálar og líkama. Hjörtu vor verða hrifin af gæzku Guðs og kærleika, er hann opnaði oss veginn til eilífs lífs fyrir Jesúm Krist vorn Drottinn. „Andinn og brúðurin segja: „Kom þú. Og sá sem heyrir segi: Kom þú. Og sá sem þyrstur er hann komi. Hver sem vill taki ókeypis lífsvatnið“. Op. 22:17. Þetta boð er til þín persónulega. Synd er eina hindrunin frá því að eignast eilíft líf. Jesús vill afmá synd þína og veita þér réttlæti sitt, ef þú aðeins vilt játa synd þína fyrir honum og snúa frá henni. Kom til Jesú nú strax. Þú mátt engan tíma missa. Maðtak fagnandi hið eilífa lífið sem hann býður þér og svaraðu honum: „Kom Drottinn Jesús“. —C. B. HAYNES ------------☆------------ — ALICE — Hér er lítil stúlka, sem hefir engan að leika sér við, en hún er fullkomlega ham- ingjusöm. Hún dansar, syngur og hlær að bergmálinu frá sínum eigin málrómi. Hún leikur sér við lömbin og týnir blóm. Alice er svo hamingjusöm að hún gæti ekki verið hamingjusamari þó heimili föður hennar væri höll og hann ætti alt landið. —X. X. X. Hvaða dagur er hvíldardagur? „Sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins guðs þíns“. 2 Mós. 20:10. Hvers vegna var sjöundi dagurinn á- kveðinn fyrir hvíldardag? „Og Guð blessaði hinn sjöunda dag og helgaði hann, því að á honum hvíldist Guð af verki sínu, sem hann hafði skapað og gjört“. 1. Mós. 2:3. Hver hvíldist einnig sjöunda daginn? Jesús, því hann skapaði alla hluti. Guð hefir „í lok þessara daga til vor talað fyrir Soninn, sem hann setti erfingja allra hluta, og hann líka hefir gjört heimana. fyrir“. „í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð .... allir hlutir eru gjörðir fyrir það og án þess varð ekkert til, sem til er orðið .... Og orðið varð hold og hann bjó með oss fullur náðar og sannleika og vér sáum hans dýrð, dýrð sem eingetins sonar frá föður“. Jóh. 1:1,—3. 14. Hvað sagðist Jesús þess vegna vera? „Og hann sagði við þá, hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins, svo mannsins sonur er jafnvel herra hvíldardagsins“. Mark. 2:27.-28. Upp á hvað er hvíldardagurinn tákn eða merlji? „Ég gaf þeim og hvíldardaga mína að þeir væru sambandstákn milli mín og þeirra, til þess að menn skyldu viður- kennar að ég Drottinn er sá, sem helgar þá“. , „Haldið helga hvíldardaga mína, og séu þeir sambandstákn milli mín og yðar, til þess að menn viðurkenni að ég er Drott- inn Guð yðar“. Ez. 20:12.—20. Hvað á hvíldardagurinn altaf að vera? „Sex daga skal verk vinna. en sjöundi dagurinn er algjör hvíldardagur helgaður Drotni .... fyrir því skulu ísraelsmenn gæta hvíldardagsins, svo þeir haldi hvíld- ardaginn heilagan frá kyni til kyns, sem æfinlegan sáttmála“. Hverjir eru sannir ísraelsmenn eða Abrahams niðjar? „Ef þér tilheyrið Kristi, þá eruð þér niðjar Abrahams, erfingjar eftir fyrir- heiti“. Gal. 3:29.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.