Stjarnan - 01.09.1954, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.09.1954, Qupperneq 7
STJARNAN 71 Hvernig munu hinir endurleystu meta hvíldardaginn? Þeir munu halda hann heilagan á hinni nýju jörð. „Því að eins og hinn nýi himin og hin nýja jörð sem ég skapa, munu standa stöðug fyrir mínu augliti, segir Drottinn, eins mun afsprengi yðar og nafn standa stöðugt.Og á mánuði hverjum tunglkomu- daginn og á viku hverri hvíldardaginn skal'alt hold koma til að tilbiðja frammi fyrir mér, segir Drottinn“. Jes. 66:22.—23. -----------A----------- Ástand mannsins milli dauðans og upprisunnar Hvernig talar ritningin um hina dánu? „Ekki viljum vér bræður láta yður vera ókunnugt um hina burtsofnuðu“. 1. Þess. 4:13. „Þetta talaði hann og eftir það segir hann við þá, Lazarus vinur vor er sofn- aður, en ég fer nú til þess að vekja hann. Lærisveinarnir sögðu þá við hann: Herra, ef hann er sofnaður þá mun honum batna. En Jesús hafði talað um dauða hans, en þeir héldu hann ætti við hvíld svefnsins“. Jóh. 11:11.-13. Geta hinir dauðu vegsamað Guð? „Eigi lofa andaðir menn Drottinn, né heldur neinn sá, sem hniginn er í dauða- þögn“. Sálm. 115:17. Hafa þeir dauðu meðvitund? „Frelsa sálu mína, hjálpa mér sakir elsku þinnar. Því að enginn minnist þín í dánarheimum, hver skyldi lofa þig hjá helju?“ Sálm. 6:5.—6. Hvað verður um hugsanir hinna dánu? ' „Treystið eigi tignarmennum, manni, sem enga hjálp getur veitt, andi hans líður burt, hann verður aftur að jörðu, á þeim degi verða áform hans að engu“. Sálm. 146:3.-4. Geta þeir dánu tekið þátt í nokkrum framkvæmdum? „Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt, elska þeirra og hatur og öfund er fyrir löngu farið, þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólunni". Préd. 9:4.—6. „í dánarheimum þangað sem þú fer er hvorki starfsemi, hyggindi, þekking né vizka“. 10. vers. Er nokkur mismunur milli manna og dýra í dauðanum? „Því að örlög manna og örlög skepn- unnar — örlög þeirra eru hin sömu; eins og skepnan deyr, svo deyr og maðuripn, og alt hefir sama andann“. Préd. 3:19. ------------------------ Skilyrði fyrir eilífu lífi „Ef þú vilt innganga til lífsins þá hald boðorðin“. Matt. 19:17. Hvað mörg af boðorðunum eigum vér að halda? „Þá mun ég ekki til skammar verða, er ég gef gaum að öllum þínum boðorðum“. Sálm. 119:6. Hversu lengi verður lögmálið í gildi? „Þangað til himin og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða staf- krókur lögmálsins undir lok iíða, unz alt er komið fram“. Matt. 5:18. Hvað sekur er sá, sem brýtur aðeins eitt boðorð? „Þótt einhver héldi alt lögmálið en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess“. Jak 2:10. Hverjir, segir Guðs orð, að séu sælir? „Sælir eru þeir, sem breyta eftir hans boðorðum“. Op. 22:14. „ Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra .... heldur hefir yndi af lögmáli Drottins, og hugleiðir lögmál hans dag og nótt“. Sálm. 1:12. -----------☆------------ Dæmi upp á hvíldardagshald Hvaða dag hélt Jesús? Jesús „gekk á hvíldardeginum eins og hann var vanur inn í samkunduhúsið og stóð upp til að lesa“. Lúk. 4:14. Hvaða dag hélt Páll postuli? Og eftir venju sinni gekk Páll inn til þeirra og þrjá hvíldardaga átti hann tal við þá út af Ritningunum“. Post. 17:2. Hvaða dag héldu aðrir eftirfylgjendur Krists? Konurnar „bjuggu út ilmjurtir og smyrsl og hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu“. Lúk. 23:56. og 24:1. Hvenær á sólarhringnum byrjar hvíld- ardagurinn?

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.