Stjarnan - 01.09.1954, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.09.1954, Blaðsíða 8
72 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference ,of S. D. A., Oshawa Ontario. Ritstjórn og afgreiSslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can. „Frá aftni til aftans skuluð þér halda hvíldardag yðar“. 3. Mós. 23: 32. „En er kvöld var komið, þegar sól var sezt færðu þeir til hans alla sem sjúkir voru og þjáðir af illum öndum og allur bærinn var samankominn við dyrnar“. Hver er vor fyrirmynd? „Sá, sem segist vera stöðugur í honum (Kristi) honum ber sjálfum að breyta eins og hann breytti“. 1. Jóh. 2:6. -----------☆------------- Verið ávalt viðbúnir Fyrir nokkru síðan heimsótti ég söfn- uði vora í Alberta. Þegar ég keyrði gegn um litla þorpið Frank, þá sá ég voðalega eyðileggingu, sem þar hafði komið fyrir. Eftirfarandi segir frá hvað átti sér stað: Snemma um morguninn, 29. apríl 1903, féllu klettar 1300 feta háir og 4000 fet á breidd niður frá Turtle-fjallinu og eyði- lögðu þorpið Frank. Milljónir skippunda af grjóti þöktu tvær mílur af dalnum, sviftu 66 manns lífinu og eyðilögðu mörg heimili ásamt járnbrautinni og námunum, 3200 ekrur af frjósömu akurlendi var þakið 100 feta þykku lagi á aðeins fáeinum mín- útum. Þegar ég leit á þessa voðalegu eyðilegg- ing, sem orsakaðist af því að klettarnir féllu niður úr fjallinu, þá datt mér í hug dagurinn sem kemur, þegar Biblían segir að viss flokkur manna muni óska eftir að fjöllin og klettarnir falli yfir þá til að fela þá fyrir ásjónu þess sem í hásætinu situr. Þá mintist ég þess líka að annar flokk- ur manna mun fagnandi líta upp og segja: „Sjá, þessi er vor Guð, vér vonuðum á hann að hann mundi frelsa oss. Þessi er Drottinn, vér vonuðum á hann. Fögnum og gleðjumst yfir hjálpræði hans“. Jes. 25:9. Ég gat ekki látið vera að hugsa um það, sem ég hafði séð. Alt er tiltölulega rólegt nú sem stendur, en látið ekki villa yður. Voðaleg eyðilegging mun innan skamms falla yfir hina óguðlegu. Þá munu eyjar hverfa niður í hafið og fjöllin færast úr stað. Hvert geta menn þá flúið sér til varnar? Vinir mínir, tíminn sem vér lifum á er svo áríðandi og alvarlegur, að vér þurf- um hvern dag og hverja stund að vera í lifandi samfélagi við Guð, svo vér getum verið öruggir og fullvissir um varðveizlu hans fyrir oss og ástvini vora hvað sem fyrir kemur í þessum heimi. —R. J. CHRISTIAN ------------☆------------ Skylda vor gagnvart Guði Æðsta boðorðið: „Þú skalt elska Drott- inn Guð þinn af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni og af öllum huga þínum“. Þetta er hið mikla og fyrsta boðorð. En hið annað er líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“. Matt. 22:36.-40. Hvernig sýnir maðurinn kærleika sinn til Guðs? „Ef þér elskið mig, þá haldið þér mín boðorð“. Jóh. 14:15. 1. „Þú skalt ekki hafa aðra Guði en mig“. 2. „Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér, þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær“. 3. „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma“. 4. „Minstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skaltu erfiða og vinna alt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíld- ardagur helgaður Drotni Guði þínum“. 2. Mós. 20:3.-11. Hvernig sýnir maðurinn kærleika sinn til náungans? 5. „Heiðra föður þinn og móður“. 6. „Þú skalt ekki morð fremja“. 7. „Þú skalt ekki hórdóm drýja“. 8. „Þú skalt ekki stela“. 9. „Þú skalt e'kki bera ljúgvitni gegn náunga þínum“. 10. „Þú skalt ekki girnast .... nokkuð það sem náungi þinn á“. 2. Mós. 20:12.—17. „Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því það á hver maður að gjöra“. Préd. 12:13.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.