Stjarnan - 01.05.1955, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.05.1955, Blaðsíða 1
STJARNAN MAÍ, 1955 LUNDAR, MANITOBA Kraftaverka bókin Það var breyskjandi heitur dagur í Mið- Afríku. Ég sat á þúfu í Sierra Leonian þorpi einu. Ég var heldur áhyggjufullur, því enginn trúboði hafði fyr fengið leyfi til að tala til fólksins í þessu þorpi. En mér var leyft að tala þennan dag. Fólkið, sem safnaðist saman voru heið- ingjar. Hvað get ég sagt, sem veki athygli þeirra? Hvað get ég gefið þeim, sem verði þeim til varanlegrar blessunar? Þessi setning kom aftur og aftur í huga minn: „Prédika orðið“. Ég hélt upp Biblíunni frammi fyrir fólkinu og sagði: „Þetta er Biblían. í henni er boðskapur frá hinum mikla Guði, sem skapaði heiminn og alt, sem í honum 'er; hann sendir öllum mönnum alstaðar þennan boðskap.“ Svo sagði ég frá sköpun mannsins og áformi Guðs að hann skyldi lifa heilögu, hamingjusömu lífi. Hvernig maðurinn hefði fallið í synd, og hvernig Guð af kærleika sínum hefði opnað hon- um veg til frelsunar. Fólkið hlustaði ró- lega þar til ég sagði frá lífi og starfi Krists og dauða hans, en þá fór fólkið að tala saman upphátt og með talsverðum ákafa. Ég vissi ekki ástæðuna, svo ég end- aði ræðu mína, og hvatti fólkið til að byggja samkomuhús, svo hægt væri að senda þeim kennara til að segja þeim meira um kærleika Guðs til mannanna og áform hans þeim til blessunar. Þegar samkomunni var lokið og vér vorum í þann veginn að fara af stað, þá stóð höfðinginn upp og skipaði fólkinu að vera hljótt, því hávært sa-mtal stóð yfir. Þegar þögn fékst sagði höfðinginn rólega: „Vér þökkum þér fyrir heimsóknina. Vér höfum aldrei heyrt neitt þessu líkt áður, og ég trúi því, sem þú hefir sagt. Vér viljum fá að heyra meira um Jesúm, sem dó fyrir okkur. Vér skulum byggja hús. Þú verður að koma aftur og kenna okkur meira. Aðrir trúboðar hafa komið hér, en ég hef ekki leyft þeim að tala. Þú talar vel, kom þú aftur.“ Þegar vér fórum burt úr þorpinu það kvöld, þá sannfærðumst vér að nýju um það að: „Guðs orð er lifandi og kröftugt.“ Það þrengir sér inn í myrkur heiðninnar og tendrar þar lífsins ljós. Daginn eftir heimsóttum við kristið þorp, þar var alt svo hreinlegt og vel út- lítandi. Fólkið var frjálslegt og hafði sjá- anlega ánægju af lífinu. Hversu ólíkt fólk- inu í hinu þorpinu. Það var eins og mis- munur á myrkri og birtu. „Hvernig stendur á, að þið eruð svo ólíkir nágrönnum ykkar?“ spurði ég. „Það er fyrir bókina“, svöruðu þeir. „Hún hefir fært okkur boðskapinn um frelsarann.“ Fyrir nokkrum árum var herforingi nokkur staddur á mannætueyjum í Suður- hafinu. Einn dag sá hann gamlan höfð- ingja sitja fyrir utan kofann sinn og lesa Biblíuna á móðurmáli sínu. Herforinginn spurði hvað hann væri að lesa. Höfðing- inn hélt Biblíunni á loft og sagði: „Ég les Guðs bók.“ „Hún er orðin úrelt nú,“ sagði herfor- inginn. í mínu landi trúum við henni ekki lengur. Hún er bara skáldsögur.“ Höfðinginn þagði augnablik en sagði síðan: „Þú trúir ekki bókinni. Hún gjörði mig að góðum manni. Áður en bókin kom drápum við og átum þá, sem lentu hér við eyjuna. Bókin hefir breytt mér, ég er ekki mannæta lengur. Bókin gjörði mig að góðum kristnum manni. Segðu mér, hvíti maður, viltu ég kasti bókinni og éti þig?“ Herforinginn fölnaði upp við þessa ræðu, veifaði hendinni að höfðingjanum

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.