Stjarnan - 01.08.1955, Side 1
STJARNAN
ÁGÚST, 1955 LUNDAR, MANITOBA
Eiginleikar Guðs
Fyrir mörgum árum var haldin virðuleg
veizla í Lundúnaborg. Helztu vísinda-
menn Englands voru þar og Dean Stanley
stóð fyrir hátíðahaldinu. Menn stungu
upp á að ræða þessa spurningu: Hver mun
hafa yfirráðin í framtíðinni?
Prófessor Huxley, hinn mikli vantrúar-
maður, var sá fyrsti til að láta í ljósi
skoðun sína, hann sagði: „Yfirráðin í fram-
tíðinni verða í höndum þeirrar þjóðar,
sem nákvæmast fylgir veruleikanum.“
Áheyrendurnir virtust hrifnir. Hann hélt
því fram, að vísindi og verklegar fram-
farir yrðu stefna framtíðarinnar.
Svo varð augnabliks þögn. Næst kallaði
Dean Stanley, Edward Miall þingmann og
umsjónarmann mentamálanna til að láta
í ljósi skoðun sína. Miall kvaðst hafa
hlustað á síðasta ræðumann með miklum
áhuga. Hann kvaðst vera honum sammála
í því að yfirráðin í framtíðinni yrðu í hönd-
um þeirrar þjóðar, sem nákvæmast fylgdi
veruleikanum. „En ég vil bæta við einu
orði, öllum veruleika, og hinn æðsti veru-
leiki sögunnar er Guð", sagði hann.
Þetta er sagtt. Guð er hinn mesti og
æðsti veruleiki. SVo spyrjum vér í dag:
Hverjir eru eiginleikar Guðs eins og þeir
koma í ljós í orði hans og verkum hans?
Nú skulum vér lesa nokkur vers, sem
benda á eðli hans og eiginleika. Það eru
tvö grundvallaratriði í eðli háns, sem vér
lesum í Sálm. 145:17. „Drottinn er réttlátur
í öllum sínum vegum og miskunnsamur í
öllum verkum sínum.“
Hvort sem vér skiljum Guðs verk og
aðferð hans eða ekki, þá segir orðið að
hann sé ætíð réttlátur og heilagur. Finn-
um vér sama eðli og eiginleika hjá Jesú
Kristi? Sem svar skulum vér lesa Jes 53:11.
Þetta er án efa spádómur um Krist. „Hann,
hinn réttláti þjónn minn mun gjöra marga
réttláta.11
Samkvæmt þessum spádómi er Kristur
sonur Guðs réttlátur. Nú skulum vér lesa
Post. 2:27. „Eigi heldur munt þú láta þinn
heilaga sjá rotnun.“ Hér er Jesús kallaður
heilagur, svo eins og Guð faðir er hann
heilagur og réttlátur.
Nú skulum vér lesa 5. Mós. 32:4. Þar
er sagt um Guð: „Bjarg'ið, fullkomin eru
verk hans, því að allir hans vegir eru rétt-
læti, trúfastur Guð og tállaus, réttlátur
og réttvís er hann.“ Vér lesum einnig í
heilagri Ritningu að hann er voldugur,
vitur og trúfastur.
„Job segir: „Sjá, Guð er voldugur þó
fyrirlítur hann engan, voldugur að andans
krafti.“ Job. 36:5.
Kristinn prestur einn hlustaði á stjörnu-
fræðing og sagði vini sínum frá ræðunni.
Hann hafði eftir ræðumanni að sólir væru
til, sem væru svo langt í burtu að það
tæki yfir miljón ár fyrir geisla þeirra að
ná til jarðarinnar, með 186,000 mílna hraða
á sekúndu. Fleiri staðhæfingar þessu líkar
höfðu komið fram, alveg eins undraverðar.
„Mikið finst mér ég vera lítilfjörlegur,
þegar ég' heyri þetta,“ sagði vinur hans.
„Það hefir ekki þau áhrif á mig,“ sagði
prestur. „Ég finn miklu meira til mín en
áður.“
„Hvernig stendur á því?“
„Vegna þess að hversu mikilfenglegur,
sem alheimurinn er, þá er Guð, faðir minn
meiri.“ „í upphafi skapaði Guð himin og
jörð.“ 1. Mós. 1:1.
Ég les í Nýja Testamentinu að Jesús
hefir líka speki og þekkingu Guðs: „1