Stjarnan - 01.08.1955, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.08.1955, Blaðsíða 2
58 STJARNAN honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir.“ Kol. 2:3. Vér skulum ennfremur athuga lýsing- una á eðli Guðs, að hann er trúfastur og efnir loforð sín. „Fyrir því skalt þú vita, að Drottinn Guð þinn er hinn sanni Guð, hinn trúfasti Guð er heldur sáttmálann og miskunnsemina í þúsund ættliðu við þá, sem elska hann og varðveita boðorð hans.“ 5. Mós. 7:9. Guð_ er líka líknsamur og þolinmóður: „En þú Drottinn ert miskunnsamur og líknsamur Guð, þolinmóður, gæzkuríkur og harla trúfastur.“ Sálm. 86:15. f einu orði, hvað er eðli Guðs? „Sá, sem ekki elskar, þekkir ekki Guð, því Guð er kærleikur." Kærleikur er líka eðli og eiginleiki Krists. Vér lesum í Efes. 3:19. um „Kær- leika Krists, sem yfirgnæfir þekkinguna.“ 'f Efes. 5:25. er okkur sagt, að hann elskaði okkur og það sem meira er, hann gaf sjálfan sig út fyrir okkur, svo vér sjáum að eðli og eiginleikar Krists eru þeir sömu og föðursins. Minstu þess líka, vinur minn, að Guð fer ekki í manngreinarálit. Réttlæti hans, heilagleiki og kærleikur hans nær til alls hins skapaða. Vér lesum í 5. Mós. 10:17. „Því Drottinn Guð yðar er Guð guðanna og Drottinn drotnanna, hinn mikli, voldugi og óttalegi Guð, sem eigi gjörir sér manna- mun og eigi þiggur mútur.“ Það er hvorki hægt að múta honum né villa honum sjónir. Hans náð og kærleikur nær jafnt til hinna lítilmótlegustu og hinna, sem hærra eru settir, eins til hinna fátæku og hinna ríku. Pétur postuli heldur þessu fram í Post. 10:34.—35. „En Pétur lauk upp munni sínum og mælti: Sann- lega skil ég nú að Guð fer ekki í mann- greinarálit. Heldur er honum þóknanlegur í hverri þjóð, sá er hann óttast og stundar réttlæti.“ Sömu eiginleikar koma í ljós hjá Jesú Kristi. Hann talaði til allra stétta, læknaði alla sem leituðu hans. Hann var með í félagsskap hinna fátæku og lágt settu, og koma líka á heimili hinna ríku og stóru. Hann var ekki einungis Guðs sonur, hann var líka mannsins sonur, hann bar okkar mannlega eðli. Hann var Guð í mannlegu holdi, þess vegna er hann fær um að frelsa alla, „sem koma til Guðs fyrir hann.“ Hebr. 7:25. Vér lesum í Sálm. 145:9. „Drottinn er öllum góður og miskunn hans nær til allra hans verka.“ Guðs náð er öllum framboðin, hvar sem þeir eru í heiminum. Guðs kærleiki, náð hans og réttlátu dómar ná til þín, og einnig til fólksins í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu og á eyjum hafsins. Hver sem er þjóðflokkur þeirra, tungumál eða hörundslitur, hvernig sem hið liðna líf hefir verið, Guð er þeirra Guð. Hann er þinn Guð hvort sem þú kannast við hann eða ekki. Hann er skapari og endurlausn- ari mannkynsins. „Konungdómur hans drotnai' yfir alheimi.“ Sálm. 103:19. Jesús hefur sama eðli og sama vald. Lesum nú Matt. 5:44.—45. Hvað Jesús segir sjálfur: „En ég segi yður, elskið óvini yðar, biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður, til þess að þér séuð synir föður yðar, sem er á himnum, því hann lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða, og rigna yfir réttláta og rangláta.“ Þetta er einhver sá dýrmætasti sann- leikur, sem vér getum hugsað um. Guðs náð og kærleikur hans nær til allra alls staðar. Síðan Guð skapaði hinn fyrsta mann í Eden aldingarði, hefir kærleikur hans látið sér umhugað um mannkynið. Vera má sumum finnist þetta ótrúlegt, þegar hann athugar stríð, sársauka, sorg og erfiðleika, sem hafa brotið hjörtu manna. Stríðin, sem hafa bundið enda á siðmenningar tímabili og svift fjölda manna lífinu, hafa orsakast af synd manns- ins þrátt fyrir náð og kærleika Guðs. Af því Guð fer ekki að mannvirðingum, og maðurinn hefir frjálsan vilja, þá er eðlilegt að hans börn líði með hinum seku, vegna þeirra og fyrir þá. Á krossinum þjáðist Jesú með hinum seku, vegna hinna seku og fyrir þá seku. Hann opinberaði Guð fyrir heiminum. Vinur minn, ef þú óskar að þekkja Guð, þá virtu fyrir þér líf Jesú Krists, því hann var Guðs sonur og kom í heiminn til að opinbera föður- inn fyrir mönnum, fyrir þér og mér. Hann var Guðs síðasti boðskapur um náð og frelsun, Guðs síðasta orð til glataðs heims. •

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.