Stjarnan - 01.08.1955, Page 4

Stjarnan - 01.08.1955, Page 4
/ 60 STJARNAN Þegar vér lítum á alheiminn, þá sjáum vér handaverk Guðs. Vér sjáum handrit hans á himinhvolfinu, frumorkunni, 1 hjarta mannsins. En það er margt leyndar- dómsfult umhverfis oss. En vér höfum ör- uggan grundvöll undir trú vora, svo vér getum trúað, þó vér ekki sjáum. —VOICE OF PHROPHECY NEWS -------------☆------------ Loforð um gjöf heilags anda Jesús hafði svo undirbúið að söfnuður hans yrði fyrirmyndar féíagsskapur, upp- lýstur með ljósi Guðs ríkis og endurspegl- aði hugarfar skaparans. Tilgangur hans er að sérhver kristinn maður lifi í and- rúmslofti gleði, ljóss og friðar. Það eru engin takmörk fyrir nytsemi þess manns, sem laus við alla eigingirni leyfir heilög- um anda að hafa áhrif á hjarta sitt, og fullkomlega helgar Guði líf sitt. Hver var árangurinn af úthellingu hei- lags anda á hvítasunnudaginn? Fagnaðar- boðskapurinn um upprisinn frelsara var fluttur um allan hinn bygða heim. Hjörtu lærisveinanna voru fylt af kærleika og áhuga fyrir sáluhjálp manna, það leiddi þá til að ferðast til endimarka jarðar og vitna um Krist. „Það sé fjarri mér að hrósa mér nema af krossi Drottins vors Jesú Krists“. Gal. 6:14. Og er þeir prédik- uðu boðskapinn í krafti heilags anda opn- uðust hjörtu manna til að veita honum viðtöku. Starf manna verður svo áhrifa- mikið, þegar þeir láta fullkomlega leiðast af Guðs heilaga anda. Fyrirheitið um gjöf heilags anda er til vor engu síður en til fyrstu lærisveina Krists. Guð er reiðubúinn að íklæða krafti frá hæðum menn og konur sem nú lifa, alveg eins og þá, sem á hvítasunnudaginn heyrðu boðskap sáluhjálparinnar. Enn í dag stendur Guðs náð og gjöf heilags anda þeim til boða sem æskja hans og taka Guð á orðinu. Nálægð heilags anda gefur mönnum kraft til að vitna um frelsarann með miklu meiri árangri heldur en heiður og álit heimsins gæti veitt. Guðs andi veitir sigur í sérhverri baráttu, þegar menn verða Guðs orðs vegna að mæta andúð vina sinna, eða hatri heimsins, þó þeir finni sárt til vanmáttar og veikleika síns. Elska til Guðs og frelsarans leiddi læri- sveinana til að flytja boðskapinn með lífi og krafti. Ættum vér ekki að vera knúðir af sama afli til að segja söguna um Jesúm Krist og hann krossfestan til endurlausnar syndugum mönnum. Loforð Guðs um gjöf heilags anda, sem svar upp á einlæga al- varlega bæn, er fyrir menn í dag til að gjöra þá öflugri starfsmenn Guðs ríkis. Hvers vegna er kristnin þá svo veik og kraftlítil? Það eru einkaréttindi sérhvers kristins manns bæði að vænta, og líka flýta fyrir endurkomu Drottins vors Jesú Krists. Ef allir, sem játa nafn hans, bæru ávöxt Guði til dýrðar hversu fljótt gæti þá ekki gengið að flytja boðskapinn út um allan heim. Uppskeran yrði brátt full- þroska og Jesús kæmi til að safna hveitinu í sína kornhlöðu. Bræður mínir, systur og vinir, biðjið án afláts um gjöf heilags anda. Guð stendur við loforð sín. Mnð Biblíuna í höndum yðar segið: „Ég hef gjört það, sem þú bauðst mér, minstu orða þinna: „Biðjið og þá mun yður gefast, leitið og þá munuð þér finna, knýið á og þá mun fyrir yður upplokið verða“. Jesús segir ennfremur: „Hvers sem þér biðjið og beiðist, þá trúið þér hafði öðlast það, og þér munuð fá það“. Mark. 11:24. „Og hvað sem þér biðjið um í mínu nafni, það mun ég gjöra til þess að faðirinn verði vegsamlegur í syninum“. Jóh. 14:13. Friðarboginn umhverfis hásætið er trygging þess að Guð er trúfastur. „Hjá honum er hvorki umbreyting né umbreyt- ingarskuggi“. Vér höfum syndgað á móti honum og verðskuldum ekki náð hans, samt hefir hann lagt oss orð í munn til þess að biðja: „Fyrirlít eigi vegna nafns þíns, óvirð eigi hásæti dýrðar þinnar, minstu sáttmála þíns við oss og rjúf hann eigi“. Jer. 14:21. Hann hefir lofað að gefa gaum þegar vér áköllum hann og játum syndir vorar og óverðugleika. Heiður há- sætis hans stendur fyrir uppfylling hans loforða. —E. G. WHITE

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.