Stjarnan - 01.08.1955, Síða 5

Stjarnan - 01.08.1955, Síða 5
STJARNAN 61 Guð elskar þig „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir ekki glatist, heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3:16. „En Guð sýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum.“ Róm. 5:8. „í þessu er kærleikurinn: ekki að vér elskum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir vorar syndir.“ 1. Jóh. 4:10. „En hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegn- ingin, sem vér höfðum tilunnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.“ Jes. 53:5. Þú hefir syndgað „Ekki er neinn réttlátur, ekki einn. Ekki er neinn vitur, ekki neinn, sem leitar Guðs.“ Róm. 3:10. „Því alir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ Róm. 3:23. „Ef vér segjum: vér höfum ekki syndg- að, þá gjörum vér hann að lygara, og hans orð er ekki í oss.“ 1. Jóh. 1:10. „Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottin lét misgjörð vor allra koma niður á honum.“ Jes. 53:6. Þú gelur öðlasí frelsun „Það orð er satt og í alla staði þess vert, að við því sé tekið að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur.“ 1. Tím. 1:15. „Því að ekki sendi Guð son sinn í heim- inn til þess að hann skyldi dæma heiminn, heldur til þess að heimurinn skyldi frels- ast fyrir hann.“ Jóh. 3:17. „Trú þú á Drottinn Jesúm, og þú munt verða hólpinn.11 Post. 16:31. „Ekki er hjálpræði í neinum öðrum, því að eigi heldur er annað nafn undir himn- inum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnun að verða.“ Post. 4:12. „Manns sonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það.“ Lúk. 19:10. „Komið nú og eigumst lög við, segir Drottinn, þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll, þó að þær séu sem purpuri skulu þær verða sem ull.“ Jes. 1:18. „Ef vér framgöngum í ljósinu eins og hann er sjálfur í ljósinu þá höfum vér samfélag hver við annan, og blóð Jesú sonar hans hreinsar oss af allri synd.“ 1. Jóh. 1:7. „Leitið Drottins meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur.“ Jes. 55:6. Guð segir: „Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á hjálpræðisdegi hjálpaði ég þér. Sjá, nú er mjög hagkvæm tíð, nú er hjálpræðisdagur.“ 2. Kor. 6:2. „Ég kveð í dag himin og jörð til vitnis móti yður, að ég hefi lagt fyrir yður lífið og dauðann, blessunina og bölvunina, veldu þá lífið til þess að þú og niðjar þínir megi lifa, með því að elska Drottinn Guð þinn, hlýða raust hans og halda þér fast við hann, því að undir því er líf þitt komið og langgæður aldur þinn.“ 5. Mós. 30: 19,—20. Vanræksla og glöiun „Hafi orðið af englum talað reynst stöð- ugt, og hver yfirtroðsla og óhlýðni hlotið réttlátt endurgjald, hvernig fáum vér þá undan komist, ef vér vanrækjum slíkt hjálpræði, sem flutt var í upphafi af Drotni, og var staðfest fyrir oss af þeim sem heyrðu.“ Hebr. 2:2.—3. „Laun syndarinnar er dauði, en náðar- gjöf Guðs er eilíft líf fyrir samfélagið við Krist Jesúm Drottinn vorn.“ Róm. 6:23. „Því að hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður.“ Róm. 8:6. „En ef þér ekki gjörið iðrun, munuð þér allir fyrirfarast á líkan hátt.“ Lúk. 13:3. „Sá, sem trúir á soninn hefir eilíft líf, en sá, sem óhlýðnast syninum skal ekki sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yfir honum.“ Jóh. 3:36. Trú þú og lifðu „Sannlega segi ég yður, sá sem heyrir mitt orð og trúir þeim, sem sendi mig, hefir eilíft líf og kemur ekki til dóms,

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.