Stjarnan - 01.08.1955, Blaðsíða 6
62
STJARNAN
heldur hefir hann stigið yfir frá dauðan-
um til lífsins.“ Jóh. 5:24.
„Alt sem faðirinn gefur mér mun koma
til mín, og þann sem til mín kemur mun
ég als ekki burt reka.“ Jóh. 6:37.
-------------------------
Rykugar Bibííur
Hvað er langt síðan þú hefir lesið í
Biblíunni? Hvað er langt síðan þú hefir
lesið hana fyrir börnum þínum? Það var
eftirtektarverð grein í “Christian Advo-
cate” í janúar með fyrirsögninni: „Þurkið
rykið af Biblíunni.“
Höfundur greinarinnar, J. M. Hopkins,
Biblíukennari við Westminster College í
Maryland, skýrir frá inngönguprófi í
Biblíu fyrir 281 nemanda. Prófið hafði 25
spurningar þessu líkar: Hvað hét fyrsti
maðurinn, sem nefndur er í Biblíunni?
Fyrsta konan? Gef nafn þess, sem bygði
örkina. Hver var nafnkunnur kraftamaður
nefndur í Gamla Testamentinu? Gef eina
af dæmisögum Krists. Hver sveik Jesúm
í hendur óvinanna? Hver er fyrsta bók
Nýja Testamentisins?
Útkoma prófsins var þessi: 64 nem-
endur vissu ekki hver sveik Jesúm, 87
vissu ekki nafnið á fyrstu bók Nýja Testa-
mentisins, 167 gátu ekki nefnt neina af
dæmisögum Krists, 197 vissu ekki hvar 10
boðorðin voru í Biblíunni, 208 vissu ekki
að Jakob var faðir Jósefs, 222 vissu ekki
nafnið á tollheitumanninum, sem gjörðist
lærisveinn Krists.
Að líkindum hefir þessi hópur unglinga
gjört betur en ungt fólk yfirleitt, því
Westminster er kristilegur skóli og nem-
endur hans koma frá kristnum heimilum.
Af þessum unglingum höfðu 175 stöðugt
gengið á sunnudagaskóla. Ef þeir stóðu
ekki hærra en þetta í prófinu, hverju
getum við þá vonast eftir af unglingum
frá heimilum, sem ekki kannast við
Biblíuna. Hvernig mundu foreldrarnir
standa sig í Biblíuprófi.
Nemendur í Biblíubekk Westminster
hafa tækifæri til að bæta úr því, sem
skorti á Biblíukenslu á æskuárum þeirra.
En hvað verður um þær þúsundir nem-
enda, sem ganga á veraldlega skóla, þar
sem Biblían er aldrei lesin? Þar verða þeir
fyrir áhrifum, sem fjarlægja þá frá Biblí-
unni, frá kirkju og kristindómi, og þeir
hafa ekkert sem geti mótstöðu veitt slíkum
áhrifum.
Ef nemendur vita ekki einföldustu kenn-
ingar Biblíunnar, eins og prófið sýndi,
hvernig geta menn þá búist við að þeir
þekki frásögnina um sköpunarverkið, upp-
haf syndarinnar, frelsunar áformið, hinn
komandi dóm, endurgjald réttlætisins og
hegning syndarinnar að lokum?
Áminning sú, er Móses gaf ísraelsmönn-
um, er nauðsynleg fyrir öll kristin heimili
enn í dag: „Þessi orð, sem ég legg fyrir
þig í dag skulu vera þér hugföst, þú skalt
brýna þau fyrir börnum þínum og tala um
þau þegar þú ert heima og þegar þú ert á
ferðalagi, þegar þú legst til hvíldar og
þegar þú fer á fætur.“ 5. Mós. 6:6.—7.
Því yngri sem börnin eru þegar þeim
er kent, því meiri von er um að lærdóm-
urinn festist þeim í minni og hafi áhrif á
líf þeirra. Páll postuli skrifaði 'Tímóteusi:
„Þar eð þú frá blautu barnsbeini þekkir
heilagar Ritningar, sem geta veitt þér
speki til sáluhjálpar, fyrir trúna á Kristi
Jesú.“ 2. Tím. 3:15.
Innihald Biblíunnar og próf í henni
getur mörgum sýnst ónauðsynlegt. En ef
börn og unglingar skilja stríðið milli hins
góða og illa 1 heiminum eins og bent er á
það í lífi forfeðra, konunga, spámanna og
postula, þá munu þau geta ' skilið það í
sínu eigin lífi. í Biblíunni læra þau áform
Guðs með heiminn, og hvernig hann fram-
kvæmir áform sitt, og líka hvað þau þurfa
að gjöra til að vera í samræmi við áform
hans.
1 lok greinar sinnar bendir Mr. Hopkins
á hvað nauðsyn krefur nú í dag: „Það sem
bezt og fljótast getur ráðið bót á van-
þekking manna á Guðs orði í Ameríku er
að endurnýja lotningarfulla einlæga rann-
sókn á Guðs orði í Biblíunni á kristnum
heimilum. Það er tími til kominn að taka
Biblíuna ofan af hyllunni og vakna upp til
að sjá hve lífsnauðsynlegur boðskapurinn
er, sem skaparinn sendir sínum jarðnesku
börnum. Þurkum rykið af Biblíunni.“
Ef nokkur af lesendum vorum hefir van-
rækt að lesa Biblíuna, þá vonum vér, að