Stjarnan - 01.08.1955, Síða 7
STJARNAN
63
hann í dag byrji að kynna sér þessa Guðs
heilögu bók.
—C. D. U.
------------■☆■----------
Snögg eyðilegging
Mánudaginn 11. maí 1953 kom snöggur
fellibylur yfir miðbik Texasríkisins, sem
á örfáum mínútum orsakaði eyðilegging
og dauða í friðsælu borginni Vaco. Sex-
lyft húsgagnabúð vár eyðilögð. Lukku-
spilahús og matsöluhús féllu um koll og
leikhús var brotið niður. Fleiri byggingar
og hundruð íbúðarhúsa voru skemd eða
eyðilögð. 112 manns mistu líf sitt og fjöldi
meiddist.
Tíu þúsund manns unnu 1 40 klukkutíma
við að hreinsa rústirnar og bjarga þeim,
sem lifandi voru 1 rústunum. Þeir, sem
innilokaðir voru eða undir rústunum,
ýmist kölluðu eða börðu, svo að þeir sem
ofan jarðar væru gætu heyrt til þeirra
og bjargað þeim. Björgunarmennirnir
héldu áfram þangað til öll von var úti,
svo plægðu þeir upp til að ná líkum
þeirra, sem farist höfðu.
Aldrei fyr í mannaminnum hafði felli-
bylur hitt Vaco. Elztu innbyggjendur
borgarinnar sögðu að jafnvel Indíánar,
sem áður höfðu búið þar hefðu álitið að
Vaco væri óhult fyrir.fellibyljum. Menn,
sem ég talaði við, er bjuggu í borginni,
sögðu að það hefði verið alment álitið að
Vaco þyrfti aldrei að óttast fellibylji. Þeir
álitu það væri landslagið, sem héldi vind-
unum í burtu.
Þetta minnir mig á fólkið, sem lifði
fyrir flóðið. Vísindamennirnir þar hafa ef-
laust haldið því fram, að heimurinn gæti
ekki farist af vatni. Regn hafði aldrei
fallið. 1. Mós. 2:6.
Það er vers í Biblíunni, sem menn ættu
að athuga, það er viðvíkjandi endurkomu
Krists og eyðilegging þeirri, sem kemur
á eftir, en aðvörunin getur átt við á öllum
tímum: „Þegar menn segja: Friður og
engin hætta, þá kemur snögglega tortím-
ing yfir þá . . . . og þeir munu als ekki
undan komast.“ 1. Þess. 5:3.
Óvinur mannkynsins reynir að fá menn
til að treysta fölskum tryggingarvonum og
leiða svo snögga eyðilegging yfir þá.
í Jóh. 14:30. og 16: 11. kallar Jesús satan
höfðingja þessa heims. Páll postuli kallar
hann „valdhafann í loftinu.“ Efes. 2:2. Ef
vér lesum Jobsbók þá finnum vér dæmi
upp á eyðileggingarafl satans, ef Guð
leyfir honum að nota það. Fyrsti kaflinn
í Jobsbók segir söguna, og 19. versið talar
um mikinn vind, sem hitti húsið, svo að
það féll niður yfir börn Jobs og drap þau.
Annað skifti, meðan Jesús var uppi,
kom mikill vindur, satan reyndi að eyði-
leggja bát á^Galíleu vatninu. En innbyrðis
voru menn, sem elskuðu Guð ,og beiddu
um hjálp. Jesús kyrði vindinn og sjóinn
með orði sínu.
Án varðveizlu skaparans er hvergi
óhultur staður. Mér datt 1 hug. Hvort
margir í Vaco hefðu kropið á kné um
morguninn og beðið um varðveizlu Guðs.
Hinn vitri gefur oss bending um áreiðan-
lega tryggingu: „Nafn Drottins er sterkur
turn, þangað hleypur hinn réttláti og er
þar óhultur.“ Orðskv. 18:10.
—L. C. LEE
----------■☆•---------
Fróðleiksmolar
Hitabeltisskógurinn í Venezuela og
Brazil hefir það sem kallað er kúatré. Saf-
inn úr tré þessu er hvítur og næringar-
mikill og líkist svo mikið reglulegri kúa-
mjólk, að hann tæplega þekkist frá henni.
Sagt er það megi drekka hann eins og hann
kemur úr trénu, elda úr honum og jafnvel
búa til rjóma úr honum.
☆ ☆ ☆
Australíu-búar, sem hafa kosningarétt,
eru sektaðir svo sem svarar $4.50, ef þeir
koma ekki til kosninga, nema þeir hafi
einhverja gilda afsökun til að vera fjar-
verandi.
☆ ☆ ☆
Um 8 miljón menn í Bandaríkjunum eru
litblindir.
☆ ☆ ☆
Mjólkandi kýr tekur meira af tíma
bóndans heldur en nokkur önnur skepna
á búgarðinum, eða um 150 klukkutíma á
ári.
☆ ☆ ☆
Nyrztu kolanámur, sem menn vita af í
heiminum eru á eyjunni Spitsbergen, sem
tilheyrir Noregi, það er aðeins 800 mílur
frá norðurpólnum.