Stjarnan - 01.08.1955, Page 8

Stjarnan - 01.08.1955, Page 8
64 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa Ontario. Ritstjórn og afgrqióslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can. „Sá tími er tapaður, sem menn hefðu getað varið betur en þeir gjörðu.“ • „Að hverju gagni kæmi það manninum þó hann eignaðist allan heiminn“, þó hann hefði álit manna og hylli peirra, þó hann hefði tignarstöðu og beztu heilsu, að hverju gagni kæmi alt þetta ef hann „liði tjón á sálu sinni?“ Sækist eftir því sem er eilíft og ævar- andi, sem Guð einn getur veitt fyrir fagn- aðar erindi Jesú Krists, fyrir hlýðni og undirgefni undir hans heilaga vilja. „Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ ☆ ☆ ☆ „Þegar maður hefir rangt fyrir sér, en vill ekki kannast við það, verður hann reiður.“ ☆ ☆ ☆ „Þörf fyrir góða atvinnu handa hverj- um manni er ekki meiri heldur en þörfin fyrir góðan mann fyrir sérhvert verk.“ ☆ ☆ ☆ „Jesús kom til að frelsa sitt fólk frá syndum þess.“ Hefir hann náð tiigangi sínum með þig? „Synd er lagabrot.“ Hefir þú meðtekið kraft Krists til að hlýða öll- um hans boðorðum, þar með hvíldardags boðorðinu sem segir: „Minstu að halda heilagan hvíldardaginn Drottins Guðs þíns?“ Er elska þín til frelsarans svo einlæg og alvarleg, að hún leiði þig til að feta í fót- spor hans, sem var hlýðinn alt fram í dauðann, já, fram í dauðann á krossinum? Hefir þú hugrekki til að slíta þig lausan frá siðum og venjum heimsins til að fylgja Jesú hér? Ef þú gjörir það þá munt þú ríkja með honum á hans hásæti innan skamms. Sjá Opinberunarbókina 3. Kap. 21. vers. —S. J. ísland borgar meir en nokkur önnur þjóð, í samanburði við fólksfjölda, af kostnaði Sameinuðu þjóðanna, eða 11 cent á mann. Nýja-Sjáland kemur næst með 9,7 cent; Svíþjóð með 9,5; Canada með 9,2 og Bandaríkin með 8,6 cent. ☆ ☆ ☆ Hverjar 10 mínútur að meðaltali er einka leyfi veitt fyrir einhverja nýja uppfynd- ingu, eða endurbót á þeim fyrri. ☆ ☆ ☆ Á hverjum 26 secundum verður einhver fyrir slysi í Ameríku. ☆ ☆ ☆ Grænland er 736 fermílur. Rúmlega helmingi stærri en Texas, 85 hundruðustu af yfirborðinu er stöðugt þakið ísjöklum. ☆ ☆ ☆ „Hafið hugann á því himneska en ekki á því jarðneska, því þér eruð dánir en líf yðar er falið með Kristi í Guði. En þegar Kristur, vort líf, opinberast munuð þér einnig með honum í dýrð opinberast“. Kol. 3:2,—3. ☆ ☆ ☆ „Treystu Drotni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta. Þú skalt ekki þykjast vitur, óttast Drottinn og forðast ilt, það mun verða heilnæmt fyrir líkama þinn og hressandi fyrir bein þín. Tigna Drottinn með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar, þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberja- lögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum.“ Orðskv. 3:5.—10. ☆ ☆ ☆ Heilbrigðisfélag heimsins (World Health Organization) segir að menn geti tekið 80 sjúkdóma frá bæði tömdum og viltum dýrum. 27 sjúkdómar geta komið frá svín- um, kindum, hestum og kúm, 26 frá hund- um , 14 frá köttum og 13 frá ýmsum nag- dýrum eða villidýrum. Til dæmis er því haldið fram að í sumum löndum sé yfir 10 af hundraði tæringarveikra sjúklinga, sem hafi fengið veikina frá mjólkurkúm. ☆ ☆ ☆ Það er sagt að hægt sé að geyma ný- mjólk í frystiskáp í fullar 6 vikur án þess að hún breyti bragði.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.