Stjarnan - 01.07.1956, Blaðsíða 2
50
STJARNAN
Margir, sem hafa nafn sitt í kirkjubók-
inni, fara í kirkju aðeins stöku sinnum á
ári. Aðrir, þó þeir fari það oftar, gjöra
það aðeins af vana sem skylduverk, en
hjörtu þeirra eru alls ekki snortin. Þeir
álíta að trúarbrögðin hafi lítið að gjöra
með hversdagslífið. Þeir opna sjaldan
Biblíu sína heima hjá sér. Bænir þeirra
eru sjaldgæfar og fylgir þeim lítil alvara.
Þeir athuga það ekki samkvæmt Guðs
orði, að „Gata réttlátra er sem skínandi
ljós sálarinnar, þess birta eykst alt til há-
degis.“ Orðskv. 4:18.
Jesús sagði við lærisveina sína: „Þér
eruð ljós heimsins. Sú borg, sem á fjalli
er byggð fær ekki dulist. Menn kveikja
ekki ljós til að setja það undir mæliker,
heldur setja menn það í ljósastiku svo að
það lýsi þeim sem inni eru. Svo lýsi og
yðvart ljós öðrum mönnum, að þeir sjái
yðar góðverk og vegsami yðar himneska
föður.“ Matt. 5:14.-16.
Jesús sagði oss hverju vér eigum að
keppa eftir, er hann sagði: „Verið þar fyrir
fullkomnir, eins og faðir yðar á himnum
er fullkominn.“ Vers 48. Þessu takmarki
getur maður ekki náð á einum degi. Það
verður að vera stöðug, áframhaldandi
framför, eins og sólin rís hærra og hærra
alt til hádegis.
Enginn ætti að vera ánægður með þann
þroska, sem hann hefir náð í kristilegu
líferni, heldur sífelt keppa hærra og hærra
horfandi til trúarinnar uppbyrjara og
fullkomnara Jesú.
Enginn kristinn maður ætti nokkurn
tíma að hugsa eða segja: „Það sem var nógu
gott fyrir foreldra mína er nógu gott fyrir
mig.“ Vér megum ekki taka nokkurn
jarðneskan mann til fyrirmyndar hversu
góður sem hann er. Jesús einn á að vera
vor fyrirmynd. Spurningin, sem ávalt ætti
að vera í huga vorum er: „Hvað vill Jesús
ég gjöri?“
Einhver kynni að segja að takmarkið
sem Kristur setti sé of hátt. Hver getur
náð því? En ef vér viljum taka Guð á
orðinu, þá er það hann sem framkvæmir.
Þegar Jesús sagði ríka unga manninum
að selja alt sem hann átti og koma svo og
fylgja sér, ef hann óskaði að öðlast eilíft
líf, þá varð ungi maðurinn hryggur og
gekk í burt, því hann átti miklar eignir.
Þá litaðist Jesús um og mælti: „Hversu
torvelt er hinum ríku að komast inn í Guðs
ríki.“ Lærisveinum hans brá mjög er þeir
heyrðu þetta svo þeir spurðu: „Hver getur
þá orðið hólpinn?11 Jesús leit til þeirra og
mælti: „Fyrir manna sjónum er það ó-
mögulegt, en ekki fyrir Guði, því Guði er
ekkert um megn.“
Enginn getur frelsað sjálfan sig, en
fyrir Krist geta allir, sem á hann trúa og
honum fylgja, náð aldurshæð Krists
fyllingar. (Efes. 4:13).
Guð hefir veitt oss alt sem þarf til að
ná þessu takmarki. Hið helzta er bæn og
lestur heilagrar Ritningar. Jesús hefir án
efa lesið Ritningarnar til leiðbeiningar sínu
daglega starfi. í bæn sinni til föðursins
fyrir lærisveinum sínum bað hann: „Helg-
aðu þá í þínum sannleika, þitt orð er sann-
leikur.“ Jóh. 17:17.
Jesús sagði við Sadúsea: „Þér villist
með því þér skiljið ekki Ritningarnar né
mátt Guðs.“ Matt. 22:29.
Jesús var oft einn sér á bæn. Hann
hvatti lærisveina sína til að biðja í ein-
rúmi: „Nær þú vilt biðjast fyrir, þá far
þú í svefnhús þitt og loka dyrunum, bið
svo föður þinn í einrúmi, og hann, sem
sér hvað í einrúmi skeður, mun veita þér
það opinberlega.“ Matt. 6:6.
„Biðjið, þá mun yður gefast, leitið þá
munuð þér finna, knýið á þá mun fyrir
yður upp lokið verða . . . . Ef nú þér sem
vondir eruð, tímið ekki að gefa börnum
yðar góðar gjafir, hversu miklu fremur
mun þá ekki yðar himneskur faðir gefa
þeim góða hluti, sem hann biðja.“ Matt.
7:7.—11.
Jesús sagði lærisveinum sínum að
stundum væri hægt að öðlast sigur ein-
ungis með bæn og föstu. Þegar lærisvein-
arnir sáu að þeir gátu ekki læknað dreng,
sem haldinn var af illum anda, þá spurðu
þeir Jesúm: „Hvers vegna gátum vér ekki
rekið hann út?“ Jesús sagði við þá: „Sakir
trúarleysis yðar, því sannlega segi ég yður,
ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn,
þá munduð þér geta sagt við fjall þetta:
flyttu þig héðan og þangað, og það mundi
flytja sig, og ekkert mundi yður þá um
megn vera. En þetta djöflakyn verður
ekki út rekið nema með bæn og föstu.“
Matt. 17:20.-21,