Stjarnan - 01.07.1956, Qupperneq 3
STJARNAN
51
Það er fæða fyrir sálina að lesa Biblí-
una. Guðs orð er lífsins brauð. Eins og
líkaminn getur ekki haldist við án dag-
legrar fæðu, eins verður hið andlega líf
að hafa daglega næringu. Andleg fæða er
miklu nauðsnylegri heldur en hin líkam-
lega.
Jesús var hungraður eftir að hann hafði
fastað 40 daga. Satan freistaði hans, er
hann bað hann gjöra steina að brauðum,
en Jesús svaraði: „Maðurinn lifir ekki af
einu saman brauði, heldur af sérhverju
orði, sem fram gengur af Guðs munni.“
Matt. 4:4.
Jesús fylgdi Guðs orði og hann hafði
daglegt samband við föðurinn í bæn til
þess að hafa hinn sigrandi kraft í lífi sínu
á hverjum degi: Það er ekki nóg aðeins
að þekkja Guðs vilja, vér verðum einnig
að hafa kraft til að framkvæma hann.
Þennan kraft öðlumst vér fyrir bæn.
Um Jesúm lesum vér að „Hann fór einn
saman upp á fjall nokkurt til að biðjast
fyrir, og er kvöld var komið var hann þar
einn.“ Matt. 14:23.
Að morgni fyrir dögun fór hann á fætur
og gekk út úr borginni einn og gjörði þar
bæn sína.“ Mark. 1:35.
„En svo bar við, að hann um þessar
mundir fór upp á eitt fjall til að biðjast
fyrir, og var þar ■ alla nóttina á bæn til
Guðs.“ Lúk. 6:12.
Rétt áður en Jesús mætti þyngstu
reynslunni, sem kostaði líf hans, gekk hann
út í grasgarðinn Getsemane til að biðja
um kraft til að standast. Þar öðlaðist hann
kraft að ganga götuna til krossins.
Ef Jesús varð að lifa stöðugu bænalífi,
til þess að komast sigrandi gegn um lífið,
hve miklu fremur þurfum vér þess, vér,
sem nú erum uppi. Hann þekti vel þörf
lærisveina sinna svo hann bauð þeim:
„Vakið og biðjið svo þér fallið ekki í
freistni, andinn er að sönnu reiðubúinn en
holdið er veikt.“ Matt. 26:41.
Já vissulega. „Andinn er reiðubúinn en
holdið er veikt,“ en engum þarf að fallast
hugur fyrir þetta. Vér hrösum að vísu oft
á leið vorri að keppast eftir fullkomnun,
en vér iðrumst yfirsjóna vorra og lærum
a.ð forðast þær, svo tökum vér meiri og
meiri framförum. Ef vér lesum Guðs orð
með fúsu hjarta til að hlýða því, og biðjum
stöðugt um kraft til að þóknast Guði, þá
munum vér dagalega öðlast meiri kraft til
að feta í fótspor Krists og að lokum mun
hann segja til vor: „Vel gjört góði og trú-
lyndi þjónn .... Gakk inn í fögnuð herra
þíns.“
—FREDERICK LEE
-----------☆------------
Kærleiki Guðs
„Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf
sinn eingetinn son, til þess að hver sem
á hann trúir ekki glatist, heldur hafi eilíft
líf.“
Guð elskar okkur jarðnesku börnin sín
eins og hann elskar sinn eingetinn son.
„Þá dýrð sem þú gafst mér hef ég gefið
þeim, svo þeir séu eitt eins og við erum
eitt. Ég í þeim og þú í mér svo þeir séu
fullkomlega sameinaðir og heimurinn viti
að þú sendir mig og elskar þá, eins og þú
elskar mig.“ Jóh. 17:23.
Hve vonlaust var ástand vort þegar
Jesús dó fyrir oss?
„En Guð sýnir elsku sína til vor í því,
að þegar vér ennþá vorum syndarar, er
Kristur fyrir oss dáinn.“
Note: Það er náttúrlegt að elska þá sem
elska oss. En það er guðdómlegt að elska
þá, sem fyrirlíta oss. Jesús elskaði okkur
þegar vér vorum í uppreisn gegn honum.
Hvað leiddi kærleikur Guðs hann til að
gjöra fyrir oss?
„Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf
sinn eingetinn son.“ Af því Guð elskaði
mannkynið fann hann veg til að frelsa
það.
Hvernig útmálar Jesajas kærleika
Krists, og hvað hann þess vegna leið fyrir
okkur?
„Hann var fyrirlitinn af mönnum, yfir-
gefinn, undirorpinn harmkvælum, auð-
kendur af sárum, líkur manni þeim er
menn byrgja fyrir andlit sín . . . þó bar
hann vor sár, lagði á sig vor harmkvæli,
en vér álitum hann refsaðan, sleginn og
lítillækkaðan af Guði. Og þó var hann
vegna vorra misgjörða særður, og fyrir
vorra synda sakir lemstraður, hegningin
lá á honum svo vér hefðum frið, og fyrir
hans benjar urðum vér heilbrigðir . . . .