Stjarnan - 01.07.1956, Page 4

Stjarnan - 01.07.1956, Page 4
52 STJARNAN Drottinn lagði á hann syndir vor allra.“ Jes. 53:3.—6. Var hægt að auðsýna meiri kærleika? „Meiri elsku hefir enginn en þá, að hann láti líf sitt fyrir vini sína.“ Jóh. 15:13. Hve stöðugur er kærleiki Guðs til mannanna? „Með eilífri elsku elska ég þig.“ Jer. 31:3. Hve víðtækur er kærleikur vors him- neska föður? Ekki seinkar Drottinn sínu fyrirheiti . . . heldur hefir hann biðlund við oss, þar eð hann ekki vill að nokkur fyrirfarist, heldur að allir komist til sinnisbetrunar.“ 2. Pét. 3:9. ' Þegar Jóhannes postuli fann engin orð til að lýsa kærleika Guðs, hvað sagði hann þá? „Sjáið hvílíkan kærleika Faðirinn hefir oss auðsýnt, að Vér skulum Guðs börn kallast.“ 1. Jóh. 3:1. Hve persónulega sýndi Jesús kærleika sinn til glataðra syndara? „Hann elskaði mig og gaf sig sjálfan út fyrir mig.“ Gal. 2:20. Tunga getur ekki lýst því, penni getur ekki útskýrt það. Þú getur hugsað um það daglega svo lengi sem þú lifir, og rann- sakað ritningarnar til að skilja það. Þú getur notað alla lífs og sálar krafta, sem Guð hefir gefið þér, til að komast í skilning um kærleika Guðs til vor. En hann er dýpri og innilegri en svo að vér getum gripið hann. (E. G. W.). Hefir kærleiki Guðs og frelsarans gagn- tekið hjarta mitt? Get ég sagt með postul- anum Páli: „Því ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, hvorki englar, né höfðingjadæmi né völd, hvorki hið yfir- standandi né hið ókomna. Hvorki hæð né dýpt, né nokkur önnur skepna muni geta skilið oss við kærleika Guðs, sem er í Jesú Kristi Drotni vorum.“ Róm. 8:38.—39. —S. T. -----------A------------ Yfirmaður fiskiveiðanna á Nýja Sjálandi hefir sagt fiskimönnum á Suðurhafseyjum að nýr fiskur soðinn með coco-hnetum gæti geymst óskemmdur í 6 mánuðþ ☆ ☆ ☆ Bandaríkjaherinn býst við að þurfa 85 miljónir dollara fyrir fatnað handa her- mönnum sínum árið Í956. Það vakti forvitni þeirra Vér vorum rétt að byrja starf í Kokoda héraðinu á Nýju Guineu. Ég tók með mér nokkra af innlendum starfsmönnum vor- um t'il að kynnast fólkinu og veita því lítilsháttar þekkingu á Guðs orði. Annað trúboðsfélag hafði starfað þarna í mörg ár, án þess að mæta nokkurri mót- spyrnu. En þó fólkið væri vingjarnlegt við oss, mátti sjá að vér vöktum forvitni þess fremur en traust. Einn af hinum inn- lendu starfsmönnum vorum komst að því að fólkið í einu þorpinu hafði verið varað við okkur og því sagt, að ef þeir skiftu sér nokkuð af Aðventistunum, þá mundi biskupinn reiðast, koma þangað og snerta fjallið svo það færi að gjósa eldi og brenni- steini. í öðru þorpi var fólkinu sagt að eiga engin mök við Aðventista, þeir væru svo einkennilegir, því þeir ætu heldur ekki sykurreyr eða sætar kartöflur, hvorki tygðu betelhnetu, reyktu né ætu svína- kjöt. Það eina, sem þú getur etið, ef þú verður Aðventisti, er þroskaðir bananas. í enn öðru þorpi hafði leiðtogi fólksins stungið staur niður í moldina og sagt fólkinu, að ef það leyfði Aðventistum að prédika þar, þá mundi fljót koma upp úr holunni eftir staurinn, eyðileggja garðana og húsin, og flóð mundi koma og sópa öllu fólkinu í burtu. Enginn mentaður maður gæti trúað öðru eins og þessu. En þetta fólk hefir ekkert lært ,og engum þar kemur til hugar að efast um orð biskupsins eða manna hans. En allar þessar aðvaranir vöktu for- vitni fólksins, svo menn sögðu hver við annan: „Hvað eigum vér að gjöra?“ Þegar vér svo byrjuðum að sýna myndir í þorp- unum, þá hafði fólkið mikinn áhuga fyrir því að vita, hverju þessir Aðventistar trýðu og hvað þeir kendu. Formaður stjórnarinnar í Kokoda hér- aðinu lét í ljósi ánægju sína yfir að vér komum þangað. Hann kvaðst hafa séð ár- angurinn af starfi voru á öðrum stöðum og var hrifinn af því. Hann sagði mér að annað trúboðsfélag væri að koma þangað úr vesturátt, og af því hann áleit að vér gjörðum miklu meira til að lyfta fólkinu

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.