Stjarnan - 01.07.1956, Qupperneq 8
56
STJARNAN
CT IA R N A M Authorized aa second class
O JrtKIMrtlM maU post offlce Depart.
ment, Ottawa. Published monthly. Price
|1.00 a year. Publishers: The Can. Union
Conference of S. D. A., Oshawa Ontario.
Ritstjðrn og afgreiCslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Can.
á Guð frelsar þá. Hér er loforð Guðs til
þeirra, sem treysta honum: Þitt „hæli er
hinn eilífi Guð og hið neðra eru eilífir
armar“. Þeir sem treysta og hlýða Guði fá
syndir sínar fyrirgefnar og frelsast frá
eilífum dauða.
Guð hefir sagt: „Hver sá maður, sem
syndgar hann skal deyja“, svo afdrif hins
óguðlega er eilífur dauði. En ef hinn óguð-
legi snýr sér til Guðs og hafnar syndinni
þá öðlast hann fyrirgefning og frelsun,
því „Guð vill ekki dauða syndarans heldur
að hann snúi sér og lifi.“ Guð gefur honum
þá eilíft líf.“ Því Jesús sagði: „Sá, sem
trúir á soninn hefir eilíft líf.“ En hann
segir líka í sama versi, að „Sá, sem ekki
hlýðnast syninum skal ekki sjá lífið.“
Jóh. 3:36.
Margur maðurinn, sem er hryggur yfir
sinni umliðnu breytni, gefur gaum að til-
boði Guðs og kemur til hans og notaar þá
krafta, sem eftir eru til að snúa heimleiðis
eins og tapaði sonurinn, faðmur hins kær-
leiksríka föður tekur á móti honum.
Hlýddu Guði, treystu náð hans, þetta
tvent verður að fylgjast að, þá ert þú
öruggur og óhultur: „Varpa áhyggjum
þínum upp á Drottinn, hann mun veita þér
atvinnu.“ Sálm. 55:22. Þetta er hvíld fyrir
sálu mannsins, allri byrði er af henni létt.
Hvílíkt dásamlegt frelsi að vera laus við
allan ótta og áhyggjur. Hvílíkan frið og
gleði það veitir. Guð annast börnin sín alt
í gegn um lífið. „Ég er yður einn og hinn
sami alt til elliára. Ég vil bera yður . ... ég
hef búið mér byrðina, ég skal bera hana,
bera hana skal ég og frelsa hana.“
Jes. 46:4.
—J. W. H.
-----------☆--------:----
Nálægt 200 þúsund Ameríkumenn
meiðast til skaða á ári hverju, bæði af
umferðaslysum og öðrum óhöppum.
Þér eruð ekki undir lögmáli
„Því þér eruð ekki undir lögmáli heldur
undir náð“. Róm. 6:14. Þetta er dýrmæt
fullvissa. Vér höfum allir syndgað og
skortir Guðs dýrð. Vér vitum að „þeim
sem vér hlýðum, þess þjónar erum vér.
Allir höfum vér eitt eða annað skifti
fallið fyrir freistingu og leiðst til syndar
og þess vegna komist í bága við lögmálið.
„Laun syndarinnar er dauði.“ Lögmálið
heimtar dauða syndarans.
En Jesús tók að sér vora skuld. Hann
dó fyrir vorar syndir, mínar og þínar
syndir. Lögmálinu var fullnægt. Svo nú
erum vér ekki lengur undir lögmáli
heldur undir náð.
Sumir þýða þetta þannig að vér þurfum
ekki lengur að hlýða lögmálinu. Hvílíkur
misskilningur. Yfirtroðsla lögmálsins er
synd, og ef vér brjótum lögmálið, þá erum
vér þjónar syndarinnar, og erum þá aftur
komnir undir lögmálið.
Páll postuli gjöi-ir þetta skýrt fyrir oss:
„Hvað þá. Eigum vér að syndga, fyrst vér
erum ekki undir lögmáli heldur undir náð?
Fjarri sé það“. Guð varðveiti oss frá að
komast aftur undir lögmálið, sem náð
Jesú Krists hefir frelsað oss frá.
Enginn getur neytt oss til að syndga.
Vér mætum margs konar freistingum, en
oss er ávalt undankomu auðið. Guð gefur
oss það mótstöðuafl sem vér þurfum, ef vér
aðeins leitum hjálpar hjá honum. Vér
höfum frjálsræði til að velja og hafna.
Syndin er afleiðing þess að vér kjósum
að fylgja uppástungu óvinarins 1 stað þess
að fylgja Kristi. Guð varðveiti oss frá að
syndga vísvitandi eða af ásettu ráði og
sýna með því fyrirlitning fyrir fórn Krists
oss til friðþægingar.
Vér vitum að lögmálið er heilagt, rétt-
látt og gott, það var gefið oss til leiðbein-
ingar, en það fordæmir synd. Ef vér höfum
verið endurfæddir, þá erum vér andlegir
menn, hjarta vort og hugarfar er þá i
samræmi við lögmálið. Jesús lifir þá sínu
heilaga lífi í oss. Hans réttlæti er tileinkað
oss, sem elskum hann og fylgjum honum.
Biðjum Guð án afláts að varðveita oss í
samfélaginu við sig, svo vér megum finnast
að lokum meðal þeirra „Sem varðveita
boðorð Guðs og Jesú trú.“ —J. H. WRIGHT