Stjarnan - 01.11.1956, Blaðsíða 6
86
STJARNAN
en hann gat sagt björgunarmönnum sínum
hver hann var.
Ég held þessi tvö atvik svari spurning-
unni: „Hver er mismunurinn?“ Salomon
segir: „Réttlátur maður fellur sjö sinnum
og stendur upp aftur, en hinn óguðlegi
skaðar sig.“
—G. L. CAVINESS
i -----*■----☆------------
Þar vil ég eiga heima
Fyrir nokkrum árum var auðug kona,
sem ásetti sér að flytja langt út á land,
þar sem hún yrði laus við hættur og há-
vaða stórborgarinnar, þar sem væri engin
hætta af árekstri eða sprengingum, svo
hún keypti nokkrar ekrur á hæðunum í
grend við Oak Ridge Tennessee og byggði
þar hús. Skömmu seinna ásetti stjórnin
sér að byggja þar tilraunastöð fyrir raf-
orku. Konan losaði sig við húsið og flutti
burt. Nú fann hún ennþá betra pláss við
Savannah fljótið í Suður-Karolina, en
litlu síðar byggði stjórnin Hydrosprengju-
verksmiðju hinum megin við fljótið.
Það finnast ekki lengur óhult róleg pláss
í þessum heimi síðan vísindin hafa fundið
upp alskona eyðileggingar áhöld.
Ég stóð einu sinni upp á símskeytahæð-
inni í San Francisco og horfði yfir á
Alcatraz eyjuna, fangahús sambands-
stjórnarinnar. Það minti mig á jörðina.
Menn hafa getað flúið út úr fangelsi. Eng-
inn getur án Guðs hjálpar flúið frá hnetti
þessum. Hann hefir verið fangahús mann-
kynsins síðan þann skelfingardag þegar
satan tældi vora fyrstu foreldra til að
ganga í lið með sér í Eden aldingarði og
gjöra uppreisn móti Guði. Adam misti
yfirráðin yfir jörðinni í hendur satans og
vér höfum verið fangar hans ávalt síðan.
Svipað og menn í fangelsi, sem gjöra
uppreisn, hafa þjóðirnar eyðilagt jörðina,
sem Guð skapaði til þess að hún væri
heimili þeirra. Hvar sem maður ferðast um
heiminn sjást afleiðingar syndarinnar. Ég
hef staðið á barmi stóru gjárinnar, Grand
Canyon og gengið yfir hið frosna eyði
norðurheimskautsins og ferðast yfir gróð-
urlausu rykskálina. Það er erfitt að átta
sig á því, að þetta er sama jörðin sem Guð
skapaði til forna og sagt er um að „Guð
leit yfir alt sem hann hafði gjört og sjá,
það var harla gott.“ 1. Mós. 1:31.
Eftir að maðurinn syndgaði bölvaði Guð
jörðinni hans vegna og lét hana framleiða
þyrna og þistla. Af því iðjuleysi leiðir til
syndar þá þurftu menn að hafa vinnu sér
til blessunar. Jörðin umhverfðist í synda-
flóðinu. Mikið af hinum frjósama jarðvegi
skolaðist út í vatnið. Jörðin nú, með fá-
einum undantekningum, er í eyði og
ófrjósöm.
En þrátt fyrir þetta er ekki alt tapað.
Mannkynið hefir öðlast dýrmæta von. Hin
hrífandi frásögn um komu Guðs sonar í
heiminn og að hann gjörðist maður til
þess að frelsa mannkynið og heimili hans,
jarðríkið. þetta gefur oss örugga glaða
von. Jesús kendi oss að vera Guði trú í
hugsunum, orðum og verkum. Hann gaf
oss fyrirmynd hvernig vér gætum sigrað
hið illa og verið staðfastir og trúir Guði
alt til dauðans. Hann sýndi oss að jafnvel
dauðinn gat ekki eyðilagt sannleika og
réttlæti. Hann lofaði að reisa upp til eilífs
lífs alla, sem reynast honum trúir alt til
dauðans. Hann sýndi kraft sinn til að
framkvæma þetta, þegar hann reisti
Lazarus upp úr gröfinni.
Þegar ég les 1 Biblíunni um áform Guðs
viðvíkjandi framtíð heimsins, þá er ég ör-
uggur og kvíðalaus. Sá sami Guð sem í
öndverðu skapaði jörðina hann' lifir og
ríkir að eilífu. Hann hefir gefið þetta
loforð:
„Því svo segir Drottinn, sá sem himininn
hefir skapað, sá Guð sem jörðina hefir
gjört og myndað, hann sem skóp hana
ekki til að verða óbygð auðn, heldur til-
bjó hana til þess hún væri byggileg: „Ég
er Drottinn og enginn annar.“
Biblían heldur því skýrt fram, að ákaf-
leg breyting verður á heiminum frá því
sem vér þekkjum hann. Fagnaðarerindi
Krists er það sem Guð notar til að um-
mynda eðli mannsins: „Hver sem er í
Kristi, hann er orðinn ný skepna, hið
gamla er afmáð, sjá, alt er orðið nýtt.“
2. Kor. 5:17.
Þegar Guð hefir nógu margt endurleyst
fólk til að byggja jörðina, þá mun hann
skapa nýja jörð: „því sjá, ég skapa nýjan
himin og nýja jörð. Hins fyrveranda skal