Fréttablaðið - 05.02.2019, Side 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
En allir ættu
að fá tækifæri
til að fræðast
um og upplifa
þá einstöku
auðmýkt sem
lotukerfið
framkallar
þegar það er
skoðað í heild
sinni.
Þetta er dæmi
um gríðarlega
mögulega
hækkun á
innan við
helmings hlut
í einu fyrir-
tæki. Þegar
það er yfir-
fært á mark-
aðinn í heild
margfaldast
milljarðarnir.
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Lyklalaust aðgengi á hurðir.
Bluetooth tenging við snjallsíma, kort og lyklabólu.
Hægt að hafa marga notendur.
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Lyklalaust aðgengi á hurðir.
Bluetooth tenging við snjallsíma, kort og lyklabólu.
Hægt að hafa marga notendur.
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Lyklalaust aðgengi á hurðir.
Bluetooth tenging við snjallsíma, kort og lyklabólu.
Hægt að hafa marga notendur.
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Lyklalaust aðgengi á hurðir.
Bluetooth tenging við snjallsíma, kort og lyklabólu.
Hægt að hafa marga notendur.
Í umræðum um laxeldi í sjókvíum við Ísland er stundum látið eins og þetta sé ný atvinnugrein hér við land. Í fyrra sagði til dæmis sjávarútvegsráð-
herra „það er kannski eðlilegt á meðan það er verið
að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun
komi úr ríkissjóði“ þegar hann var spurður út í
Umhverfissjóð sjókvíaeldis.
Staðreyndin er hins vegar sú að núverandi laxeldi
í sjókvíum er hluti af þriðju bylgju sjókvíaeldis við
landið. Fyrri bylgjurnar tvær enduðu með milljarða
króna tjóni fyrir sjóði í almannaeigu og lánastofnanir.
Sjókvíaeldisfyrirtækin við Ísland eru engin nýsköp-
unarfyrirtæki. Stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins
var stofnað 2009. Búnaðurinn sem fyrirtækin nota
hefur varla breyst í áratugi. Sjókví er enn bara neta-
poki í sjó.
Þessi félög eru að stærstum hluta dótturfélög vell-
auðugra norskra fiskeldisrisa. Þeir eiga ekki að þurfa
sérstaka aðstoð ríkisins, afslátt af lögum um meng-
unarvarnir né nánast ókeypis afnot af sameiginlegum
auðlindum íslensku þjóðarinnar. Þó er öll þessi atriði
að finna í þeim frumvarpsdrögum sem sjávarútvegs-
ráðherra hefur lagt fram um breytingar á lögum um
fiskeldi.
Ekki hefur farið fram hjá neinum að eigendur
sjókvíaeldisfyrirtækjanna berjast hart fyrir sínum
málstað. Það er skiljanlegt þegar skoðaðir eru þeir
gríðarlega miklu persónulegu hagsmunir sem eru í
húfi fyrir þá og þau fyrirtæki sem þeir tengjast.
Eitt dæmi sem sýnir þessa stöðu í hnotskurn er Fisk-
eldi Austfjarða. Síðla árs 2017 var 45,2% hlutur í félag-
inu seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamn-
ingnum er klásúla um að kaupverðið muni fjórfaldast
ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer
þá í 3,9 milljarða króna.
Þetta er dæmi um gríðarlega mögulega hækkun á
innan við helmings hlut í einu fyrirtæki. Þegar það
er yfirfært á markaðinn í heild margfaldast milljarð-
arnir. Söluvaran er aðgangur að íslenskri náttúru,
sameign þjóðarinnar. Seljendurnir eru fáeinir ein-
staklingar.
Eltið peningana
Jón Kaldal
félagi í náttúru-
verndarsjóðnum
The Icelandic
Wildlife Fund
Í lotukerfinu er að finna mikilfenglega frásögn,“ sagði Audrey Azoulay, aðalfram-kvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í París í síðustu viku þegar hátíðarhöldum í tilefni af 150 ára afmæli lotukerfisins var ýtt úr
vör. Hún bætti við: „Markmið þessarar sögu er að
hjálpa okkur að skilja innsta eðli allra hluta.“
Árið 2019 er alþjóðlegt ár lotukerfisins. Flest
þekkjum við lotukerfið – þessa undarlegu kassa-
röð sem hékk á vegg í skólastofunni sem stolt yfir-
lýsing um að hér væru sannarlega vísindi stunduð
– en fæst höfum við freistað þess að raunverulega
skilja skammstafanirnar, loturnar og gildisraf-
eindirnar sem mynda grundvöll þessa sögulega
afreks mannsandans sem lotukerfi Rússans Dmítrí
Mendelejev er.
Það er engin skömm að því. En allir, þá sér-
staklega þau ungmenni sem nú sitja á skólabekk
og virða fyrir sér lotukerfið ýmist af undrun eða
fyrirlitningu, ættu að fá tækifæri til fræðast um og
upplifa þá einstöku auðmýkt sem lotukerfið fram-
kallar þegar það er skoðað í heild sinni.
Því hin ókláraða saga sem Azoulay vísaði til
er sannarlega mikilfengleg. Frásögnin, eins og er
sögð í lotukerfi samtímans, segir okkur frá því
hvernig vetni, helíum og tiltölulega lítið af líþíni
mynduðust við þúsund milljarða gráðu hita,
örfáum sekúndum eftir Miklahvell; hvernig öll
frumefni léttari en járn myndast í kjarnasamruna
í hjarta sólstjarna, og dreifast um alheiminn þegar
dauðvona stjörnur þeyta ytri lögum sínum út í
svartnættið; hvernig öll þyngri frumefni verða
til í samruna í sprengistjörnum. Saga þessi er
endurskrifuð í sífellu. Efnasamsetning alheimsins
– skoðuð á nægilega löngum tímakvarða – er
síbreytileg.
Um leið er sagan sem lotukerfið segir okkur
ekki aðeins saga aðgreiningar og flokkunar. Í
lotukerfinu er að finna þá þekkingu sem þarf til að
sameina frumefnin, í göfugum jafnt sem skelfi-
legum tilgangi. Í lotukerfinu finnum við bæði
uppskriftina að lífsnauðsynlegum lyfjum og efna-
vopnum. Í þessari einföldu töflu endurspeglast
bæði eiginleiki mannskepnunnar til að láta gott
af sér leiða og sá ljótleiki sem oft virðist einkenna
tegundina okkar.
Breski heimspekingurinn Bertrand Russell
komst að þeirri vafasömu niðurstöðu eftir að hafa
kynnt sér eiginleika joðs og áhrif efnisins, eða
skort þess í líkamanum, á gáfnafar einstaklinga, að
ómögulegt væri að aðskilja sálina frá líkamlegum
ferlum. Þannig væri andlegt líf mannskepnunnar,
heilsa hennar og allur sá harmur sem hún upplifir
í raun ekkert nema lotukerfið.
Þrátt fyrir djúpstæða þekkingu á frumefnum
og efnasamsetningu heimsins, þá er augljóslega
margt sem við vitum ekki. Ekki er hægt að ímynda
sér heppilegri tímasetningu til að virkja forvitni
og kraft þeirra sem nú sitja á skólabekk til að finna
þessi svör en einmitt á ári lotukerfisins.
Ár lotukerfisins
Klapp á bakið
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, þingmaður og formaður
Miðflokksins, upplýsti í óundir-
búnum fyrirspurnatíma á þingi
í gær að hann hygðist leggja
fram þingsályktunartillögu þess
efnis að Alþingi fagnaði því að
hann og Gunnar Bragi Sveinsson
hefðu dregið aðildarumsókn
Íslands að ESB til baka. Einnig
að ekki yrði sótt um aftur án
þess að þjóðaratkvæðagreiðsla
færi fram um efnið. Þingsálykt-
unartillagan er óvanaleg enda
tæp fjögur ár liðin frá því að
Gunnar Bragi sendi „bréfið“ til
Brussel. Það skyldi þó ekki vera
að Miðflokkurinn þyrfti oggu-
lítið klapp á bakið til að rétta
egóið við eftir atburði síðustu
tveggja mánaða?
Grænt ljós
Til andsvara var vinstri græni
forsætisráðherrann Katrín
Jakobsdóttir og spurði forsætis-
ráðherrann fyrrverandi hvað
henni fyndist nú um þessa fínu
tillögu sína. Af samskiptum
þeirra mátti ráða að hugur
þeirra væri nokkurn veginn á
sömu bylgjulengd hvað aðild-
arumsókn varðar. Hitt er þó
annað mál að það verður að
teljast í hæsta máta undarlegt
að stjórn randstöðuflokkur fa i
þess á leit við forsætisráðherra
að hann leggi blessun sín yfir
þingsályktunartillögur þeirra
áður en þær eru lagðar fyrir
þingið. joli@frettabladid.is
5 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
5
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
C
-E
9
4
0
2
2
3
C
-E
8
0
4
2
2
3
C
-E
6
C
8
2
2
3
C
-E
5
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
4
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K