Velferð - 01.12.1995, Blaðsíða 8

Velferð - 01.12.1995, Blaðsíða 8
Leyst úr mörgum félagslegum vandamálum 11 fengu styrk úr Styrktarsjóði félagsins á árinu. Eins og áður hefur verið skýrt frá geta félagsmenn innan LHS leitað til skrifstofu félagsins til að fá félagslega aðstoð eða leiðbeiningar. Skrifstofan er opin alla virka daga, sími 562 5744 og 552 5744. Sigurður Helgason, formaður samtakanna, sagði að hann og skrif- stofan hefðu leyst úr ýmsum málum fyrir félagsmenn, t.a.m. nokkur skattamál, sem öll væru farsællega afgreidd. Einstaka mál hefðu farið dómstólaleið, eða verið afgreidd hjá Félagsmálastofnun. Helst væru þetta mál þar sem hlutaðeigendur ættu rétt á meiri bótum eða aðstoð en látið hefur verið í té. Eg var að ganga frá einu slíku máli fyrir Bæjarþingi í dag, sagði Sigurður, og þar er að nást sátt. Hjón höfðu fengið 83 þús. kr. á mánuði úr opin- berum sjóðum en áttu rétt á 96 þús. kr. sem þau munu fá framvegis. Enn- fremur hafði hússjóður þeirra hækkað þjónustugjöld sín upp úr öllu valdi og mér tókst að fá vexti og annan aukakostnað felldan niður. Málið semsagt allt afgreitt á félagslegum grundvelli. Annars finnst mér að þeir sem minna mega sín í þjóðfélaginu eigi í miklum erfiðleikum. Sigurður sagði að íbúð LHS og Rauða krossins við Lokastíg hefði verið vel nýtt undanfarna mánuði og vonandi yrði svo áfram. Eins og kemur fram á öðrum stað í blaðinu hafa samtökin og Reykjavíkur- félagið úthlutað náms- og farar- styrkjum á árinu, en þar að auki hefur um 450 þús. kr. verði úthlutað úr Sjúkrasjóðnum, en í sjóðinn hafa runnið um 900 þús. krónur á þessu ári. Uthlutað var m.a. til þeirra sjúklinga sem hafa fengið líffæraígræðslu á erlendri grund. Þarftu ekki að bæta þrekið ? Mundu HL stöðina Um þessar mundir njóta um 300 hjarta- og lungnasjúklingar endurhæfingar á HL stöðinni í Reykjavík. Að jafnaði eru átta hópar hjarta- sjúklinga að æfa, tveir hópar lungnasjúklinga og einn blandaður hópur. Þá eru starfandi tveir hópar sjúklinga á Stigi 2 en það er fólk nýkomið úr hjartaskurði eða blásningu og undir nánu eftirliti. Þó aðsókn sé jöfn og góð er oftast hægt að bæta við þátttakendum með litlum fyrirvara. Ástæða er til að benda mökum á að taka þátt í endurhæfing- unni. • Norska fréttastofan NTB skýrði nýlega frá því að milli 12-18 þúsund manns fái árlega heilablóðfall í Noregi og eru um 1500 á aldrinum 30-40 ára. Um þriðji hver sjúklingur deyr fjótlega af völdum skaðans, en um 30% þeirra, sem lifa heilablóðfallið af , verða svo hressir á ný að þeir geta aftur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Fréttastofan segir að bjarga megi fjölda fólks frá alvarlegum skaða og jafnvel dauða ef strax er tekið mark á þeim einkennum, sem boða að heilablóðfallið sé í nánd. Við minnstu lömunartilfinningu, og þótt þú sért orðinn jafngóður tveimur til þrem mínútum eftir einkennin, skaltu strax leita læknis. Alvarleg tíðindi kunna að vera framundan ef þú missir mátt í hendi, missir t.d. kaffibollann, getur ekki skrifað, ekki hreyft fætur eða sjónin hverfur á öðru auganu nokkrar mínútur. (Heimild Trygd og Arbeid) 8

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.