Velferð - 01.12.1998, Síða 7

Velferð - 01.12.1998, Síða 7
Um líðan sjúklinga fyrir og eftir hjartaaðgerðir Hk Þórunn Kjartansdóttir, skurdhjúknmarfræðingur, hefur skrifad fræðilega ritgerð undir heitinu * r „Vettvangsheimsóknir tengdar hugmynduin um LL stuðning við sjúklinga sem hafa farið í hjarta- togans í slíkum hópum er mjög mikils- verður. Hún bendir á að makar hjarta- sjúklinga upplifi gjarnan erfiðleika og vitað er um minni kvíða í hópi aðstandenda sjúklinga með hjartadrep eftir stuðnings- hópameðferð. Eftirspurn eftir stuðningi raunveruleg Þórunn segir í útdrætti skýrslunnar að „rannsóknir sýna að andlegt og líkamlegt ástand hjartasjúklinga er bágborið á bið- tíma fyrir og eftir aðgerð. Sjálfstyrktarhópar og/eða stuðningshópar geta hjálpað einstaklingum að takast á við vandamál sem fylgja því að vera með ákveðinn sjúkdóm. Sjálfsstyrktarhópar eru starf- ræktir hjá ýmsum sjúklingasamtökum, oft með góðum árangri. Fjöldi sjálfsstyrktar- hópa hefur aukist verulega frá áttunda áratugnum. Ber þar mest á samtökum sjúklinga með langvinna sjúkdóma. 1 viðtali við Ingólf Viktorsson (Lands- samtök hjartasjúklinga 1997), starfsmann Landssamtaka hjartasjúklinga, kom í ljós að eftirspurn eftir stuðningi er raunveruleg og starfsmenn samtakanna veita persónu- legan stuðning einstaklingum sem bíða eftir aðgerð og þeim sem bíða vegna þess að aðgerð þeirra hefur verið seinkað. Rannsóknir á störfum sjálfstyrktarhópa sýna að hægt er að bæta lífsgæði einstak- linga sem taka þátt í slíku starfi. Nær allir eru kvíðafullir I rannsókn, sem Helga Jónsdóttir og Lovísa Baldursdóttir gerðu á þessu ári kom fram að 94,4% hjartasjúklinga sem biðu eftir aðgerð fundu fyrir andlegum og likam- legum vandamálum á biðtímanum. I þeirri rannsókn kom einnig fram að 40% einstaklinganna töldu að heilbrigðisstéttir gætu gert eitthvað til þess að gera biðina léttbærari. Aðstandendur þurfa að vera vel upplýstir Þórunn ræddi því næst um rannsókn sem gerð var fyrir tveimur árum í Bandaríkj- unum. Fylgikvillar ákveðins sjúklingahóps voru skoðaðir og reynt að fyrirbyggja þá eftir fremsta megni. Þættir eins og kennsla fyrir aðgerð var aukin. Samtöl voru við sjúklinga fyrir aðgerð. Endurhæfing hófst strax eftir aðgerð með sjúkraþjálfara. Síðast en ekki síst var mikil áhersla lögð á að aðstandendur væru vel upplýstir og þeir væru með í allri kennslu og ráðgjöf. Reynsla af þessu nýja kerfi var sú að hægt var að útskrifa sjúklingana á 4.-7. degi eftir aðgerð án þess að það hefði neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Það er aldrei of seint að byrja að œfa - í sjálfstyrktarhópum verður lífið skemmtilegra og innihaldsríkara. Kransæðasjúkdómar eru helsta dánar- orsök hjá Bandaríkjamönnum, talið er að einn af hverjum fimm fái kransæðasjúkdóm fyrir sextugt. Þórunn gerði einnig að umtalsefni sjálfsstyrktar- og stuðningshópa og rekur erlend og innlend dæmi. en hlutverk leið- Veita hver öðrum stuðning Þórunn segir um starfsemi Landssamtaka hjartasjúklinga orðrétl: „Félagslegur stuðningur er örugglega til staðar í samtökum Landssambands hjarta- sjúklinga. Félagsmenn hittast í endur- hæfingu, á HL stöðinni, á skrifstofunni, í skipulögðum gönguferðum og á |)ingi félagsins. Félagsmenn eiga sameiginleg verk að vinna og veita hver öðrum stuðn- ing. Þeir vinna ötulir að hagsmunamálum félagsmanna. Það má til sanns vegar færa að einstaklingar innan samtakanna tengjast þannig sem hópur. Samkennd einkennir störf þeirra, sem sýndi sig með því að ef þörf var fyrir stuðning, svöruðu þeir jafnvel þótt þeir hefðu ekki skilgreint slíkan stuðning sem eitt af störfum sínum.“ Hjúkrunarfræðingar geta stutt sjúklingasamtök I lokaorðum segir Þórunn að andlegt og líkamlegt ástand eflir hjartaaðgerð sé kvíðvænlegt fyrir sjúkling og aðstandendur hans. Heilbrigði fjölskyldunnar veltur á heilbrigði einstaklinganna í henni. Þörf fyrir stuðning getur verið margskonar. Fjársvelli til heilbrigðismála hefur sett svip á þjónustu heilbrigðisstétta. Rannsóknirog kannanir í tengslum við þarfir sjúklinga er vettvangur hjúkrunarrannsókna. Hjúkr- unarfræðingar sem málsvarar sjúklinga geta í krafti hjúkrunarrannsókna gert kröfur um bætta þjónustu og stutt sjúk- lingasamtök í vinnu sem leiðir af sér bætta líðan fjölskyldunnar. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 Velferð 7

x

Velferð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.