Mosfellingur - 28.05.2010, Page 8

Mosfellingur - 28.05.2010, Page 8
 - Kosningar í Mosfellsbæ 20108 Kjósum nýja forystu! Nú er tími nýrra hug­ mynda og nýrrar nálgunar. Það er mikilvægt að skilja á milli framkvæmdavalds og kjörinna fulltrúa í bæjar­ stjórn Mosfellsbæjar. Þess vegna munum við í B­ listanum leggja mikla áherslu á faglega ráðningu á ópólitískum bæjarstjóra komumst við til áhrifa. Stjórnsýslan á að vera fag­ leg og jöfn gagnvart öllum þeim sem þjónustu hennar njóta og laus undan dagleg­ um pólitískum áhrifum. All­ ar ákvarðanir skulu byggðar á jafnræði og meðalhófi. Það verður forgangsatriði að tryggja rekstur grunn­ þjónustu og greiða niður skuldir bæjarfélagsins á næstu árum. Breyta þarf forgangsröðun með því að lækka kostnað í yfirstjórn og hlúa betur að málefnum skóla og fjölskyldunnar. Við í B­listanum höfum mikla trúa á framtíðinni og að við getum öll haft það gott hér í bæ. Við viljum auka upplýsingamiðlun til bæjarbúa og tryggja íbúa­ lýðræði. Mikilvægt er að Mosfellsbær hafi góða og jafna þjónustu fyrir alla svo lífsgæði íbúanna verið sem mest á hverju tíma. Það skiptir máli hverjir stjórna Á laugardaginn gefst þér tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið þitt. Við sjálf­ stæðismenn höfum verið við stjórn í Mosfellsbæ und­ anfarin átta ár. Við getum með stolti sagt að á þessum tíma hafa bæjarbú­ ar fengið að njóta þeirrar uppsveiflu sem var í íslensku efnahags­ lífi með ábyrgri meðferð al­ mannafjár. Við höfum byggt upp þjónustu við bæjarbúa á markvissan hátt í takt við þá miklu íbúaaukningu sem hér hefur verið. Jafnframt höfum við sýnt fyrirhyggju og greitt niður skuldir bæj­ arins. Við ætlum að standa vörð um grunnþjónustuna, tryggja það að þjónusta hér í bæ verðir áfram leiðandi á landsvísu, álögur á íbúa verði áfram lágar og að til verði 1000 ný störf í bæjar­ félaginu. Mosfellingar njóta þess nú, þökk sé ábyrgri stjórnun sveitarfélagsins, að hér ríkir jákvæðni og bjartsýni. Í Mos­ fellsbæ er framtíðin björt, fjárhagurinn traustur, um­ hverfið fagurt og mannlífið blómlegt. Viljir þú tryggja að svo verði áfram, nýttu atkvæðisrétt þinn og settu X við D á kjördag. Það skiptir máli hverjir stjórna. Tími aðhalds er framundan Kæri íbúi, á laugardaginn hefur þú val, þú getur kosið Íbúahreyfinguna í Mosfells­ bæ og tekið í taumana á alræði fjórflokksins sem á ekki erindi í bæjarmálin. Styrmir Gunnars­ son fyrr­ verandi ritsjóri Morgun­ blaðsins er í upp­ gjöri við fortíðina og byrjar bók sína svo: „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifæris­ mennska, valdabarátta.“ Það er okkar, íbúanna í Mosfellsbæ að koma í veg fyrir að sérhagsmunagæsla fái þrifist í bænum okkar. Íbúahreyfingin mun berjast fyrir gegnsæi og að vald bæjarbúa komi fram í beinu íbúalýðræði. Íbúahreyfingin vill slíta pólitísk tengsl bæjarstjóra og bæjarstjórnarfulltrúa með ráðningu bæjarstjóra og skipa í nefndir á fagleg­ um forsendum. Tími aðhalds er framund­ an, tryggjum að sérhags­ munir hafi ekki áhrif á for­ gangsröðunina. Nýtt Ísland hefst í heimabyggð, x­M Traust – Heiðar- leiki – Velferð Ágæti bæjarbúi. Nú stendur þú frami fyrir því vali að kjósa fólk til setu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar næstu 4 árin. Við bjóðum við fram traust og heiðar­ legt fólk. Fólk sem hefur þekkingu, reynslu og getu til að takast á við þau erfiðu verkefni sem bíða bæjar­ stjórnar Mosfellsbæjar. Fólk sem hefur velferð og hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Verulega þrengir að fjárhag bæjarfélagsins á komandi árum. Því er mikilvægt að forgangsröðun bæjarins í verkefnum og þjónustu sé með réttum hætti, að forgangsraðað sé með hagsmuni fjölskyld­ unnar í huga með áherslu á aðstæður barna og ungmenna, aldraða, fatl­ aða og sjúka. Það er líka mikilvægt að stjórnsýsla bæjarins sé opin, gagnsæ og lýðræðisleg. Að bæjar­ yfirvöld vinni með bæjar­ búum að mótun samfélags okkar en láti þar ekki séhagsmuni ráða ferð. Spor núverandi meirihluta hræða í þessum efnum. Með því að tryggja Sam­ fylkingunni þrjá fulltrúa í bæjarstjórn tryggir þú framgang þessara áherslna. Áhrif VG hafa reynst vel Mosfellsbær er fyrirmynd­ arsamfélag að flestu leyti og í stöðugri sókn. Á þessu kjörtímabili hefur margt gott áunnist. Nýr, glæsilegur Krikaskóli og nýstofnaður framhalds­ skóli eru mikil og góð viðbót við okkar öfluga skólastarf. Íþrótta­ og útivistarað­ staða er til fyrirmyndar. Lyft var grettistaki í umhverfis­ málum, bæjarfélagið var fyrst til að samþykkja Evr­ ópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla og síðast en ekki síst hefst brátt bygging hjúkrunarheimilis. Það er aldrei svo að ekki megi sumstaðar bæta í og gera betur. Til að góður ár­ angur náist og framfarir eigi sér stað er lykilatriði að við stjórnvölinn sé áhugasamt fólk sem hefur bæði vilja og getu til að stjórna í samráði við íbúa bæjarins. Innan vébanda vinstri grænna í Mosfellsbæ eru einstakling­ ar sem hafa lengi unnið saman og eru með fjölþætta reynslu og víðtæka þekk­ ingu á innviðum samfélags­ ins. Mosfellingar. Tryggjum áfram áhrif vinstri­grænna í bæjar­ stjórn Mosfellsbæjar á næsta kjörtímabili. Þverholti 2 • Mosfellsbæ Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Viltuselja... E .B A C K M A N HVað ætlar þú að Kjósa? Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvuMarteinn Magnússon Haraldur Sverrisson Jón Jósef Bjarnason Jónas Sigurðsson Karl Tómasson www.mosfellsfrettir.is www.mos.xd.is www.ibuahreyfingin.is www.xs.is/mos www.vgmos.is 2010 xd logo XD lógóið er annað hvort niðri í horni hægra megin eða í neðra hægra horni texta- eða fyrirsagnarkassa. XD lógóið er alltaf staðsett ofan á texta- eða fyrirsagnarkössum eins og hér er sýnt. Staðsetningin er skilgreind með dálkabili í hnitakerfinu. Mosfellingur fékk nokkur lokaorð frá oddvitum flokkanna í Mosfellsbæ fyrir kosningarnar á morgun Betu-Bátur Nýtt! Betu-Bátur með krispý kjúkliNgaBriNgu, jalepeNo, BeikoNi, papriku, osti og sweet BBQ-sósu. Nýtt!

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.