Mosfellingur - 28.05.2010, Qupperneq 28
- Aðsendar greinar28
Í Mosfellsfréttum, mál
gagni Framsóknarfélags
Mosfellsbæjar, 2. tbl. maí
2010 , er byggingafyrirtæk
ið Alefli dregið inn í pólit
íska umræðu og gert tor
tryggilegt með óviðeigandi
og meiðandi hætti. Vissu
lega rennur framsóknamönn
um kapp í kinn svona í aðdraganda
kosninga og er fullur skilningur fyrir
þeirri örvæntingu sem endurspegl
ast í áður tilvitnuðum skrifum. Víst
má vera að sannleikurinn sé dýrast
ur dyggða og því sé búmannsdyggð
að fara sparlega með hann. Ef Fram
sóknarflokkurinn hefur einhvern
áhuga á að láta kjósendur taka sig
alvarlega þá er það ekki gert með
skrumskælingu á sannleikanum eins
og háttur grínframboða virðist vera
með tilheyrandi populisma.
Gefið er í skyn að Alefli hafi
óhreint mjöl í sínu pokahorni og
fléttur og samsæriskenningar eru
smíðaðar á grundvelli rangra og
skrumskældra staðhæfinga og hálfs
annleika. Þessi grein er fyrst og
fremst atlaga að bæjarstjóra Mosfells
bæjar. Alefli er í aukahlutverki. Har
aldur Sverrisson bæjarstjóri
er mikið meira en maður til
að glíma við þessa póltísku
andstæðinga sína og bera
af sér þennan áburð. Í grein
inni eru sjálfstæð og ótengd
atriði tengd saman og búinn
til lygavefur og samsæris
kenning. Allt er svo undir rós
í stíl Gróu á Leiti. Reynt er að beita
hæðni og svo agnarögn af húmor en
greinlegt er að greinarhöfundur var
fjarverandi þegar gráglettninni var
úthlutað af almættinu.
Öll viðskipti og samskipti Aleflis
við bæjarstjóra og Mosfellsbæ voru
lögleg, eðlileg, fagleg og heiðarleg,
og þola alla skoðun. Dylgjum um
annað er vísað til föðurhúsanna. Ekki
er ástæða til að elta ólar við einstök
atriði. Það er gamalt óhræsisbragð
að skella framan í andstæðinga röng
um staðhæfingum til að koma þeim
í varnarstöðu. Nixon, þekktur amer
ískur framsóknarmaður, orðaði það
svona: „Let them deny it“ (Látum
þá þræta fyrir það).
Þorsteinn Kröyer , framkvæmdastjóri
Alefli ehf. Byggingaverktakar
Vegna fréttar í Mosfells-
fréttum framsóknarmanna
Við Mosfellingar eigum því
láni að fagna að hér eru rekn
ir skólar sem hafa skipað sér
í fremstu röð hvað varðar þró
un og gæði. Bæjaryfirvöld í
Mosfellsbæ vita að það skipt
ir alla bæjarbúa máli að hér
séu skólar þar sem öllum líð
ur vel, bæði nemendum og
starfsfólki. Hér eru frábærir leikskól
ar sem hafa allir sína sérstöðu og
gríðarlegan metnað. Vert er að minn
ast sérstaklega á Krikaskóla sem er
nýjasta stolt okkar og sönnun þess
að við getum hugsað út fyrir ramm
ann og sýnt framsækni í skólamál
um. Við megum vera stolt af því að í
Mosfellsbæ hefur verið skrifaður nýr
kafli í sögu skólamála á Íslandi.
Jákvæð skólamenning
Á undanförnum árum hefur Mos
fellsbær laðað til sín barnafjölskyld
ur og segir það allt sem segja þarf
um ágæti þess að búa hér í bæ. Nú
til dags gera foreldrar mikla kröfur
til skólanna, því skólinn skiptir fjöl
skyldurnar máli. Skóli verður ekki
góður nema þar starfi gott fólk. Þess
vegna skiptir máli að hlúa að innvið
um skólanna, hlúa að starfsfólki og
nemendum, efla endurmenntun
og skapa með öllum mætti jákvæða
skólamenningu – en jákvæðni er eitt
af gildum Mosfellsbæjar sem skólar
og aðrar stofnanir starfa með að leið
arljósi.
Reynslan sýnir að þar sem
góð skólamenning ríkir hef
ur kennurum og öðru starfs
fólki skólans tekist að smita
nemendur af jákvæðni og
krafti. Í slíku umhverfi er al
menn líðan barnanna betri
og þar er minna um nei
kvæða hegðun á borð við
einelti. Jákvæð skólamenning skilar
jákvæðum nemendum sem eru já
kvæðir í garð skólans og verða jafn
framt mun móttækilegri fyrir námi
sínu. Það skiptir máli fyrir framtíð
barnanna.
Góðir skólar í Mosfellsbæ
Kjarninn í skólastefnu Mosfells
bæjar er meðal annars að bera virð
ingu fyrir einstaklingnum þar sem
allt skólastarf tekur mið af þörfum
hans, félagslegum aðstæðum og um
hverfi með umhyggju að leiðarljósi.
Þannig má stuðla að góðri líðan nem
enda og kennara sem jafnframt ýtir
undir jákvæða skólamenningu.
Skólum í Mosfellsbæ hefur tek
ist að skapa góða umgjörð utan um
einstaklingana sem í þeim starfa og
hefur sveitarfélagið sótt fram á sviði
skólaþróunar svo tekið er eftir. Í erf
iðu efnahagsumhverfi skiptir máli að
hlúa að grunnþjónustunni og sjá til
þess að hér verði áfram reknir skólar
í fremstu röð á Íslandi.
Kolbrún Þorsteinsdóttir
Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins.
Skólar í sókn – jákvæðni
og framsækni í skólastarfi
Næstkomandi laugardag
munt þú bæjarbúi góður
ganga að kjörborðinu og
kjósa þér nýja bæjarstjórn.
Þitt atkvæði hefur áhrif á
hvernig samfélagið þróast
næstu fjögur árin.
Sveitarstjórnarmál snúast
um nærsamfélag
Í því samhengi er ágætt að spyrja
sig þeirrar spurningar hvað skiptir
mestu máli? Er það fjölskyldan, vel
ferð ættingja og vina, atvinnan, um
hverfið, fellihýsið, jeppinn eða eitt
hvað allt annað? Það skiptir máli að
næg atvinna sé til staðar því öflugt
atvinnulíf er undirstaða velferðarinn
ar. Það skiptir máli að í skólum og
leikskólum séu gæði tryggð með því
að leggja meiri áherslu á mannauð
en steypu. Það skiptir máli hvernig
stuðning þeir fá sem að glíma við at
vinnuleysi eða aðrar afleiðingar þess
hruns sem orðið hefur. Það skiptir
máli að vandlega verði staðið að yfir
færslu málefna fatlaðs fólks og aldr
aðra. Það skiptir máli að öryggismál
séu í lagi í bæjarfélaginu þannig að
börnum stafi til dæmis ekki hætta af
opnum byggingagrunnum sem eru
minnisvarðar um samfélag sem fór
fram úr sér og græðgishyggju. Það
skiptir máli að umhverfið sé fallegt
og að hver íbúi eigi sama aðgengi að
þjónustu bæjarins.
Fagleg stjórnsýsla sem hefur hags
muni heildarinnar að leiðarljósi
Það eru sérstakir tímar og sérstak
ar kosningar. Það er tími forgangsröð
unar og sparnaðar. Núna eru tímar
ferskra vinda, breytinga og tækifæri
til þess að hugsa samfélagið okkar
upp á nýtt. Eitt af því sem þarf að
taka í gegn er hvernig stjórnsýslan
virkar. Með því að ráða ópól
itískan bæjarstjóra er strax
stigið stórt skref að mínu
mati í átt að faglegri og
betri stjórnsýslu. Það þarf
að aðgreina á milli valds
kjörinna fulltrúa og fram
kvæmdarvaldsins. Einnig
er mikilvægt að vinna þau
samfélagslegu verkefni sem vinna
þarf með samvinnuna að leiðar
ljósi. Bæta þarf aðkomu bæjarbúa að
ákvörðunum. Leiðir að því markmiði
eru til dæmis að auka upplýsinga
flæðið með skýrum, aðgengilegum
fundargerðum, með því að 25% íbúa
bæjarins geti kallað eftir kosningu
um hitamál og með því að kanna af
stöðu bæjarbúa til stórra ákvarðana
með reglulegum könnunum. Stjórn
sýslan þarf að vinna faglega sem felst
meðal annars í því að vinnan sé gagn
sæ, skilvirk, leitað sé til viðeigandi
sérfræðinga hverju sinni, virkt eftirlit
sé, gott verklag, siðferði og hagsmun
ir heildarinnar ávallt hafðir að leið
arljósi. Framsóknarflokkurinn hefur
fyrstu stjórnmálaflokka lagt drög að
siðareglum sem flokksmönnum ber
að fara eftir í störfum sínum.
Við viljum vinna fyrir þig! Fram
bjóðendur hafa víðtæka reynslu af
ólíkum málaflokkum sem munu nýt
ast stjórnsýslu bæjarins vel en við
leggjum einnig mikla áherslu á að
þú getir haft áhrif á hvernig við vinn
um og einnig að leitað verði til við
eigandi sérfræðinga þegar þörf er á
til þess að skattfé þínu verði vel varið
og Mosfellsbær samfélag sem öllum
bæjarbúum líður vel í.
Ég hvet þig til þess að setja X við B
á laugardag og kjósa Breytingar!
Kristbjörg Þórisdóttir,
skipar 12. sæti á lista Framsóknar
Hvað skiptir þig mestu máli?
Skiptir máli að við vinstri
græn höfðum ekkert með
hrunið að gera?
Skiptir máli að þingflokkur
vinstri grænna varaði ítrek
að við því að útrásarfylliríið
gengi ekki upp?
Skiptir máli að vinstri græn
vilja að stofnanir sveitarfé
laga séu í þeirra eigu?
Skiptir máli að þjónusta við bæjar
búa sé sem mest á ábyrgð sveitarfé
lagsins?
Skiptir máli að hægt sé að kalla
bæjarfulltrúa til ábyrgðar ef rekstur
bæjarins og stofnana hans er ekki
í lagi?
Skiptir máli að heildarhagsmunir
Mosfellinga ráði för en ekki hags
munir þrýstihópa?
Skiptir grænt bókhald bæjarins
máli, svo og vistvæn umhverfis
stefna?
Skiptir það máli að á samdrátt
artímum sé sérstaklega hugað að
þeim sem standa höllum
fæti í samfélaginu?
Núna, þegar mörgum
finnst stjórnmál leiðinleg
og vilja helst ekki koma ná
lægt þeim, er eðlilegt að
ýmsar spurningar vakni.
Mér finnst að allar spurning
arnar hér að ofan skipti máli. Margt
af því snýst um það hvernig farið er
með þá fjármuni sem við greiðum í
bæjarsjóð, hvernig við hugsum um
börnin okkar og hvernig við fylgjum
unglingunum eftir á þeirra þroska
braut. Varðveita þarf okkar nánasta
umhverfi sem best og sjálfbær þróun
er verkefni sem þarf að takast á við.
Það er gaman að taka þátt í stjórn
málum þegar eitthvað af því sem
maður hefur áhuga á þokast í rétta
átt. Sveitarstjórnarmál skipta máli.
Ólafur Gunnarsson,
formaður VG í Mosfellsbæ
Hvað skiptir máli
við kjörborðið?