Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.08.2015, Blaðsíða 27
Litli-Bergþór 27 Unglingaflokkur Karitas Ármann og Blökk frá Þjóðólfshaga Sigríður Magnea Kjartansdóttir og Fróði frá Bræðra- tungu Ungmennaflokkur Jón Óskar Jóhannesson og Óðinn frá Áskoti Finnur Jóhannesson og Sproti frá Sauðholti 2 B-flokkur Sólon Morthens og Ymur frá Reynisvatni A-flokkur Valdimar Bergstað og Krapi frá Selfossi Bjarni Sveinsson og Baugur frá Bræðatungu Hestamannafélagið Logi fékk Sylvíu Sigurbjörnsdótt- ur til að kenna yngstu knöpunum og fara yfir helstu reglur og önnur atriði sem þarf að hafa í huga fyrir Landsmót. Árangur Logafélaga var til fyrirmyndar og sérstaklega verður að geta um yngstu knapana sem lentu í efstu sætum í sínum flokki, Sölvi Freyr Freydísarson lenti í 10. sæti og Rósa Krístín Jóhannesdóttir í 14. sæti. Sannarlega frábær árangur hjá yngstu keppendum lítils félags. Hestaþing Loga Hestaþing Loga fór fram um versl- unarmannahelgina 2014 í Hrísholti í blíðskaparveðri. Forkeppni í gæð- ingakeppni og kappreiðar fóru fram á laugardaginn og tölt og úrslit í öllum greinum á sunnudaginn. Glæsilegasti hestur mótsins var valin Kolbrá frá Kjarnholtum I í eigu Magnúsar Einarssonar sem Daníel Jónsson sat en Kolbrá og Daníel sigruðu í A-flokki gæðinga. Finnur Jóhannesson frá Brekku var valinn knapi mótsins. Uppskeruhátíð æskunnar var haldin í reiðhöllinni að Flúðum þann 9. október og þar fékk Sölvi Freyr Freydísarson Feykisskjöldinn fyrir góðan árangur á árinu og miklar framfarir. Skipt var um stjórn að hluta í reiðhöllinni á Flúðum á aðalfundi í maí 2014. Einar Á.E. Sæmundsen hætti sem formaður stjórnar reiðhallarinnar og Bjarni H. Ásbjörnsson tók við formennsku. Fulltrúi Loga var valinn Hólmfríður Ingólfsdóttir og hefur hún ásamt fleirum staðið að því góða starfi sem Hollvinir reiðhallarinnar standa að. Reiðhöllin hefur sannað sig sem mikilvægur hlekkur í starfi hestamannafélaganna og eru félagar hvattir til að standa með og styðja við starfið í höllinni á allan hátt. Firmakeppni var haldin að venju í byrjun júní og var ágæt þátttaka. Þessi fjáröflun er mikilvæg félaginu og nauðsynlegt að halda vel utan um þetta mót. Logafélagar fjölmenntu í kirkjureið í Skálholt í ágúst 2014 og var gerður góður rómur að þeirri ferð. Góðar veitingar voru í boði í Skálholti eftir messu. Sameiginleg árshátíð Loga, Trausta og Smára var hald- in í Aratungu undir lok október og var þokkalega sótt og góður rómur gerður að mat. Skemmtu hestamenn sér ágætlega saman. Árshátíð 2015 verður í umsjón Loga og verður stefnt að mikilli skemmtan í október. Landsþing hestamanna var haldið á Selfossi í byrjun nóvember og fóru þrír fulltrúar Loga á þingið Einar Á.E. Sæmundsen, Sólon Morthens og Líney Kristinsdóttir. Landsþingið varð sögulegt þegar tekist var á um tillögu Skagfirðinga um að halda skyldi til streitu viðræðum við Gullhyl um samninga um landsmót í Skagafirði. Boðað var til framhaldsaðalfundar þann 8. nóvember þar sem ný stjórn var kjörin. Stjórn Loga þakkar öllum þeim sem lögðu starfi félagsins lið á árinu 2014 fyrir vel unnin störf. Logafélagar fagna góðum árangri. Rósa Kristín Jóhannesdóttir, Sigríður Magnea Kjartansdóttir, Karitas Ármann, Sölvi Freyr Freydísarson, Eva María Larsen og Þórhildur Júlía E. Sæmundsen.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.