Litli Bergþór - 01.12.2013, Side 24

Litli Bergþór - 01.12.2013, Side 24
24 Litli-Bergþór Lionsklúbburinn Geysir var stofnaður 8. apríl 1984. Í dag eru starfandi 25 félagar í klúbbnum. Segja má að starfið sé tvíþætt, annars vegar til að styðja við heimabyggð og hins vegar á alþjóðavettvangi. Verkefni sem Geysir hefur starfað að í heimabyggð eru m.a. gróðursetning í Rótarmannatorfum og umhverfisvernd, tækjakaup fyrir heilsugæslu, kaup á öryggismyndavélum í íþróttamannvirki, bruna- varnakerfi í Aratungu og húsgögnum í grunnskóla. Einnig hafa verið veittir styrkir til fjölskyldna í sveitarfélaginu. Á alþjóðasviði er alþjóðarhjálparsjóður sem Geysir leggur fé í. Sjóðurinn er notaður til að styrkja góð og þörf málefni hvar sem þau koma fyrir í heiminum. Vetrarstarfsemi Lionsklúbbsins Geysis felur í sér félagafundi sem haldnir eru hálfsmánaðarlega, á miðvikudögum oftast í Kistuholti 3. Félagar fara einnig í heimsóknir, halda opna fundi og skipuleggja samkomur. Í haust fóru félagsmenn ásamt mökum í heimsókn til Lionsfélaga í Grímsnesi. Þar nutu þeir leiðsagnar og fræðslu um Grímsnesið. Deginum lauk með Gleðileg jól og farsælt komandi ár Lionsklúbburinn Geysir Lionsmenn á félagsfundi í Bergholti. Stjórn Lionsklúbbsins Geysis, þeir Örn Erlendsson for- maður, Hallgrímur Magnússon ritari og Sveinn Sæland gjaldkeri. kvöldverði í Kiðjabergslandi í boði Meistarafélags húsasmiða. Almenn ánægja var með ferð þessa enda mikil gestrisni af hálfu heimamanna. Þann 11. október brugðu klúbbfélagar sér í veglega sviðaveislu til Grindavíkur hjá vinaklúbbnum Lionsklúbbi Grinda- víkur, má segja að menn sæki vatnið yfir lækinn með því að fara í útgerðarkausptað til að snæða svið. Í Úthlíð mættust Lionsmenn og fóru í messu hjá Birni bónda og þáðu síðan veitingar. Þar mættu einnig konur úr Lionsklúbbnum Emblu á Selfossi og karlar úr Lionsklúbbi Laugdæla. 20. nóvember var Kristófer Tómasson sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi heimsóttur í Árnes. Hann hafði skipulagt heimsókn í minkabúið Mön þar sem félagar nutu fræðslu um minnkaeldi. Í ljós kom að Lionsfélagar Geysis vissu lítið um minkaeldi og fóru öllu fróðari heim.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.