Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 3
Þjónustufulltrúi
Óskum eftir að ráða þjónustufulltrúa fyrir
Eignaumsjón hf.
Helstu verkefni eru:
Upplýsingagjöf og samskipti við viðskiptavini
Umsjón og vinnsla innheimtu húsgjalda og annarrar innheimtu
fyrir hönd viðskiptavina
Undirbúningur vegna húsfunda
Skráningar á gögnum
Undirbúningur og uppsetning á innheimtuáætlunum
Samskipti við þjónustuaðila f.h. viðskiptavina
Auk annarra fjölbreytilegra daglegra starfa í þjónustuveri
Eignaumsjónar hf.
Æskilegt er að umsækjandi sé að lágmarki með stúdentspróf eða
sambærilega menntun. Marktæk starfsreynsla af sambærilegu starfi
er kostur. Tölugleggni og góð þekking á helstu tölvuforritum s.s.
excel og word ásamt almennri tölvukunnáttu. Áhersla er lögð á
áhugasemi, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og
eftirfylgni, auk lipurðar í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf
að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi.
Hópstjóri
Óskum eftir að ráða hópstjóra í þjónustuver fyrir
Eignaumsjón hf.
Þjónustuver Eignaumsjónar annast samskipti við viðskiptavini,
ráðgjöf, undirbúning funda o.m.fl.
Helstu verkefni hópstjóra eru:
Verkstjórn daglegra verkefna þjónustuvers
Upplýsingagjöf, ráðgjöf og samskipti við viðskiptavini
Samskipti við þjónustuaðila og verktaka
Auk annarra fjölbreytilegra starfa í þjónustuveri
Eignaumsjónar hf.
Æskilegt er að umsækjandi sé að lágmarki með stúdentspróf eða
sambærilega menntun. Marktæk starfsreynsla af sambærilegu starfi
er mikill kostur. Tölugleggni og góð þekking á helstu tölvuforritum
s.s. outlook, excel og word ásamt almennri tölvukunnáttu. Áhersla
er lögð á samskiptahæfni, ríka þjónustulund, skipulagshæfileika,
lipurð í mannlegum samskiptum, fagmennsku og nákvæm
vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til og með 9. september nk., gengið verður frá ráðningu sem fyrst.
Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símatími er alla virka daga
frá kl. 13-15. Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.
STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031 - stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is.
Eignaumsjón er 17 ára gamalt
fyrirtæki og er leiðandi í
þjónustu við húsfélög og
rekstrarfélög og býður
heildarlausnir í rekstri
fjöleignarhúsa bæði
íbúðarhúsnæðis og
atvinnuhúsnæðis. Félagið
hefur umsjón með daglegum
rekstri fjölmargra hús- og
rekstrarfélaga og kemur
faglega að lausn mála sem
koma upp í fjölbýlum og
fjöleignarhúsum. Markmið
félagsins er að gera rekstur
húsfélaga markvissari og
ódýrari, auðvelda störf stjórna
og spara tíma þeirra sem að
húsfélaginu standa.
Gegnsæi og hlutleysi í öllum
rekstri og aðgengilegar
upplýsingar um rekstur og
ákvarðanir auka skilvirkni og
bætir samskipti.
Rafkaup leitar að starfsfólki
Einungis reyklausir einstaklingar, eldri en 25 ára, koma til greina og þarf viðkomandi að hafa hreint sakarvottorð.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstörf er að ræða.
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda til atvinna@rafkaup.is fyrir 5. september 2018.
Sölumaður í verslun
Í starfinu felast öll almenn verslunarstörf s.s. sölumennska, vöru-
framsetning, innkaup, áfylling og fleira. Um hlutastarf er að ræða
og er vinnutími virka daga frá kl. 12:00 –18:00 og einn til tveir
laugardagar í mánuði frá kl. 11:00 –16:00.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af verslunarstörfum
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Góð þjónustulund
Starfsmaður á lager
Í starfinu felast öll almenn lagerstörf s.s. afgreiðsla pantana,
vörumóttaka, áfyllingar ofl. Vinnutími er alla virka daga frá
kl. 8:00 –17:00.
Hæfniskröfur:
• Reynsla sem nýtist í starfi
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Góð þjónustulund
Rafkaup er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á lömpum, lampabúnaði og ljósaperum.
Markmið félagsins er að vera ávallt í fremstu línu varðandi þjónustu til viðskiptavina sinna og markaðssetningu
á þeirri vöru sem fyrirtækið selur.
• Stundvísi
• Gott skipulag
• Góð íslenskukunnátta
• Stundvísi
• Gott skipulag