Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018
Apótek
Starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa í
Árbæjapótek.
Reynsla æskileg. Umsækjendur hafi sam-
band í síma 567-4200 (Kristján) eða með
tölvupósti í arbapotek@internet.is”
Árskógum 2, Breiðholti/Mjódd
Hjúkrunarheimilið Skógarbær
Umsjónarmaður
fasteigna
Hjúkrunarheimilið Skógarbær í Reykjavík óskar
eftir að ráða umsjónarmann fasteigna í 100%
starf.
Umsjónarmaður fasteigna annast m.a. eftirlit
og viðhald húseigna að utan sem innan, hefur
umsjón með sorpmálum, heldur utan um umhirðu
lóðar, sér um viðhald tækja og búnaðar og sinnir
öryggismálum heimilisins.
Í Skógarbæ eru 6 deildir á þremur hæðum með
samtals 81 hjúkrunarrými.
Æskilegt er að umsækjandi sé með iðnmenntun
eða hafi þekkingu til að sinna minni háttar viðhaldi
húseigna og tækjabúnaðar.
Lögð er áhersla á hæfni í samskiptum og
samvinnu.
Umsóknir skal senda á netfangið
gudmundurj@skogar.is í síðasta lagi
10. september nk.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur
Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógarbæjar,
gudmundurj@skogar.is, sími 510 2100.
Skógarbær er hjúkrunarheimili
fyrir eldri og yngri einstaklinga sem þarfnast
umönnunar allan sólarhringinn.
Ræstingar/ kirkjuvarsla
Auglýst er eftir starfsmanni til að sinna
ræstingum og kirkjuvörslu í hlutastarfi.
Vinnutíminn er: þriðjudagar kl. 16 - 22
miðvikudagar kl. 16 - 22
Annar hver sunnudagur kl. 10 - 16.
Umsóknarfrestur er til og með 7. september.
Fyrirspurnir um starfið og umsóknir sendist
á seljakirkja@seljakirkja.is
Seljakirkja
Sjá nánar á kopavogur.is
www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf
Laus störf
hjá Kópavogsbæ
Fasteignasalar óskast
Lögheimili Eignamiðlun auglýsir eftir löggiltum fasteignasölum eða nema
í löggildingu fasteignasala til starfa. Mjög góð verkefni framundan bæði
á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Góð aðstaða og góðir
tekjumöguleikar fyrir heiðarlegt og duglegt fólk.
Reynsla af sölu fasteigna og hreint sakavottorð skilyrði.
Umsækjendur sendi ferilskrá á logheimili@logheimili.is.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur til 03.10.2018.
Vinlandsleið 14, Reykjavík - Skólabraut 26, Akranesi
Þú ert ráðin/n!
FAST
Ráðningar
Uppáhaldssetningin okkar hjá FAST ráðningum
www.fastradningar.is
Alls 1.200 starfsmenn Festi
geta nú verið fullvissir um að
sömu laun séu greidd fyrir
jafn verðmæt störf hjá fyrir-
tækjum félagsins. Festi hefur
fengið jafnlaunavottun og þar
með verða Krónan og Nóatún
fyrstu dagvöruverslanirnar
hér á landi þar sem jafnrétti í
launum er vottað. Auk þess
rekur Festi Elko og vöru-
húsið Bakkann.
Öll fyrirtæki með 250
starfsmenn eða fleiri eiga að
vera tilbúin með jafnlauna-
vottun í lok árs og er Festi
meðal fárra sem hafa lokið
ferlinu.
Greindu laun og störf
Jón Björnsson, forstjóri
Festi, segir í tilkynningu að
fyrirtækið hefði alltaf ráðist í
þessa vinnu óháð lögum um
jafnlaunavottun. „Vottunin
hjálpar fyrirtækjum að hafa
yfirsýn yfir verðmæti starfa.
Þá veitir hún ákveðið gegnsæi
og sýnir fólki hvað er í vænd-
um þiggi það störf hjá félag-
inu,“ segir Jón. Fjögur ár eru
frá því að Festi hóf undirbún-
ing að jafnsetningu launa.
„Við hugsuðum ekki aðeins
um launajafnrétti kynja held-
ur einnig að fólki sé á engan
hátt mismunað. Ekki eftir
kyni, aldri eða bakgrunni. Við
skoðuðum sérstaklega hvort
við mismunuðum milli þjóð-
erna og svo er ekki,“ segir
Guðríður Hjördís Baldurs-
dóttir, mannauðsstjóri Festi.
Guðríður hefur ásamt Svein-
borgu Hafliðadóttur, mann-
auðsstjóra Elko, leitt viða-
mikla vinnu að vottuninni.
Greina þurfti laun og störf
allra félaganna fimm innan
samstæðunnar. sbs@mbl.is
Laun Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., lengst
til vinstri, Guðríður Hjördís Baldursdóttir og Sveinborg Haf-
liðadóttir mannauðsstjórar og Jón Björnsson forstjóri Festi.
Krónan vottuð
Jafnlaunastefna hjá Festi
Alls 2.384 manns munu
stunda nám við Háskólann á
Akureyri nú á haustmisseri.
Nú í vikunni voru nýnema-
dagar í skólanum, en rúm-
lega 1.100 nýnemar hefja nú
nám við skólann; það er á
bakklár-, meistara- og dokt-
orsnámsstigi. Nýnemarnir
hafa aldrei verið fleiri enda
var sett met í umsóknum um
skólavist við HA, þegar rúm-
lega 2.000 umsóknir bárust.
„Ljóst var að við myndum
aldrei geta tekið á móti öllum
þessum fjölda og á sama tíma
viðhaldið gæðum námsins hjá
okkur. Því fór það svo að yfir
500 nemendum sem sóttu um
nám var hafnað. Annars veg-
ar vegna þess að þeir upp-
fylltu ekki inntökuskilyrði og
hins vegar skiluðu ekki full-
nægjandi gögnum,“ segir
Eyjólfur Guðmundsson, rekt-
or Háskólans á Akureyri, í til-
kynningu frá skólanum.
Samkeppnispróf þreytt
Flestir hefja nýtt nám við
félagsvísindadeild eða 405
manns. 135 munu stunda nám
í sálfræði og 188 nám í þrem-
ur námsleiðum lögreglu-
fræði. Þar er í boði BA-nám í
lögreglu- og löggæslufræði
og diplómanám fyrir verð-
andi og starfandi lög-
reglumenn. Þá muni nú í
haust 184 nema við kenn-
aradeild, og þar af hefja 99
manns nám til kennslurétt-
inda.
Auk samkeppnisprófa í
hjúkrunarfræði eru slík próf
þreytt í sálfræði og lögreglu-
fræði við lok misserisins. Í
hjúkrunarfræðinni og lög-
reglufræði fyrir verðandi
lögreglumenn er háskólanum
sniðinn rammi af ráðuneyt-
inu. Það þýðir að af 169 um-
sækjendum um nám í hjúkr-
unarfræði hefur skólinn
aðeins svigrúm til að hleypa
55 nemum áfram í náminu
eftir samkeppnispróf. Það
sama er uppi á teningnum í
lögreglufræði, þar setur
ráðuneytið viðmiðið við um
það bil 50 sem komast áfram í
starfsnámið.
Geta ekki fjölgað meira
Samkeppnisprófin í lög-
reglufræði til BA-gráðu og í
sálfræði eru fyrir tilstilli
skólans en til þeirra þótti
þurfa að grípa til að stemma
stigu við ásókninni. „Sem op-
inber háskóli sem þjónar
fólki á öllu landinu er stór
spurning hvort takmörkun á
aðgengi sé það sem stjórn-
völd vilja í raun. Hinsvegar
er það svo að HA getur ekki
fjölgað nemendum umfram
það sem orðið er nema að til
komi verulegir viðbótar-
fjármunir sem nýttir yrðu til
að ráða fleira starfsfólk á öll-
um sviðum svo unnt sé að
draga úr vinnuálagi og við-
halda gæðum náms og rann-
sókna,“ segir Eyjólfur Guð-
mundsson. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Menntun Háskólinn á Akureyri er fjölsóttur og margt í deiglu.
Nýnemar slá met
Flestir nýir í félagsvísindum
Lögreglunám vinsælt