Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 6

Morgunblaðið - 01.09.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 NÁMSLEYFI GRUNNSKÓLAKENNARA OG SKÓLASTJÓRNENDA SKÓLAÁRIÐ 2019–2020 Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2019–2020. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að við úthlutun verði sett í forgang nám sem tengist: • skóla framtíðarinnar, fjórðu iðnbyltingunni • starfstengdri leiðsögn og ráðgjöf í kennslu í grunnskóla Skal allt að 1/3 námsleyfa úthlutað vegna þessa. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is. Umsóknir á öðru formi verða ekki teknar gildar. Ekki er tekið við viðbótargögnum og því verða allar upplýsingar að koma fram í umsókninni. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018. Umsækjandi sem æskir námsleyfis skal að lágmarki fullnægja eftirfarandi skilyrðum, sbr. reglur um Námsleyfasjóð: a) Hafa, þegar sótt er um námsleyfi, gegnt starfi í 10 ár samtals við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í grunnskóla á Íslandi, í eigi minna en hálfu starfi, og verið samfellt í starfi sl. fjögur ár, enda hafi verið greitt fyrir umsækjanda í sjóðinn. b) Vera fastráðinn starfsmaður sveitarfélags eða aðila sem stofnað er til með samstarfi sveitarfélaga og taka laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólans. c) Ljúka á námstímanum 60 ECTS eininga háskólanámi, eða jafngildu háskólanámi, miðað við 1/1 námsleyfi, og skal námið miða að því að nýtast viðkomandi í því starfi sem hann er ráðinn til að sinna. Með umsókn þarf að berast staðfesting sveitarfélags/skólastjóra, eða eftir atvikum rekstraraðila skóla, um að skilyrðum a) og b) liðar hér að ofan sé uppfyllt á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reglur um Námsleyfasjóð og viðmiðunarreglur um laun í námsleyfi er að finna á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér þær. Við mat á umsóknum er haft til hliðsjónar hversu vel hún er rökstudd, hversu skýr markmið hennar eru, hvernig námið nýtist umsækjanda í núverandi starfi og stofnuninni sem hann vinnur hjá eða skólakerfinu í heild. Stefnt er að því að svarbréf berist umsækjendum eigi síðar en um miðjan desember 2018. Nánari upplýsingar veitir Klara E. Finnbogadóttir í síma 515 4900 eða í tölvupósti á klara.e.finnbogadottir@samband.is Raðauglýsingar 569 1100 Kennsla Útboð 20827 Stapaskóli – Forauglýsing Grunnskóli, Dalsbraut 11-13, 260 Reykjanesbæ Ríkiskaup fyrir hönd Reykjanesbæjar vekja athygli á væntanlegu framkvæmdarútboði. Skólabyggingin er samtals brúttó um 7.700 m². Staðsett að Dalsbraut 11-13 í Reykjanesbæ. Gögn verða tilbúin í lok október 2018 og áætluð verklok eru 1.júní 2020 ÚTBOÐ Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Eldshöfði 7, Reykjavík, fnr. 224-6053 , þingl. eig. Guðmundur Ketill Guðfinnsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 5. september nk. kl. 13:30. Flétturimi 32, Reykjavík, fnr. 224-1672 , þingl. eig. Stefán Eyvindur Pálsson og Sigrún Lilja Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 5. september nk. kl. 11:00. Klukkurimi 51, Reykjavík, fnr. 203-9711 , þingl. eig. Davíð Steinþór Ólafsson, gerðarbeiðandi Tollstjóri, miðvikudaginn 5. september nk. kl. 11:30. Stórikriki 4, Mosfellsbær, fnr. 229-8026 , þingl. eig. Gunnlaugur B. Ólafsson, gerðarbeiðendur Lánasjóður íslenskra námsmanna, Húsasmiðjan ehf., Tollstjóri og Arion banki hf., miðvikudaginn 5. september nk. kl. 15:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 31. ágúst 2018 Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í október 2018, og verður námskeiðið í fjarkennslu. Opnað verður fyrir fyrirlestra mánudaginn 1. október og verða þeir opnir til 25. október. Námskeiðinu lýkur með staðbundnu rafrænu prófi laugar- daginn 3. nóvember 2018. Námskeiðsgjald er 95.000.- kr. og 60.000.- kr. fyrir þá sem sækja námskeiðið til endur- menntunar án prófs. Upplýsingar og umsóknareyðublað fást hjá IÐUNNI - fræðslusetri, Vatnagörðum 20, Reykjavík eða vefsetrinu www.idan.is. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað til IÐUNNAR eigi síðar en mánudaginn 17. september 2018. Fylgigögn eru: 1) afrit af prófskírteini umsækjanda, 2) vottorð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um réttindi til starfsheitis, 3) vottorð um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um mannvirki. Nánari upplýsingar í síma 590 6434. Mannvirkjastofnun, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Nauðungarsala Tilboð/útboð Núverandi skólabygging við Holtagerði 8 verður rifin og ný skólabygging byggð á sömu lóð. Verkefnið felst í að hanna nýja skólabyggingu sem verður samrekinn leik – og grunnskóli ásamt frístund. Skólinn er ætlaður börnum frá eins til níu ára aldurs. Stærð byggingar er áætluð 4.000 – 4.500 m² og er á tveimur og þremur hæðum. Hönnunarverki þessu lýkur með fullkláruðum útboðsgögnum fyrir framkvæmdaútboð 26. júlí 2019. Útboðsgögn eru afhent rafrænt og skulu þeir sem óska eftir útboðsgögnum um verk þetta senda tölvupóst á netfangið utboð@ kopavogur.is frá með 4. september nk. Í tölvupósti skal koma fram nafn tengiliðs vegna útboðs þessa, nafn fyrirtækis, símanúmer og netfang. Útboð þetta er auglýst á Evrópska Efnahagssvæðinu (EES). Tilboðum skal skila fyrir kl. 11:00 þriðjudag- inn 9. október 2018 í þjónustuver Kópavogs Digranesvegi 1, 200 Kópavogur. kopavogur.is Útboð Kársnesskóli Kópavogi - nýbygging Hönnunarútboð Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í heildarhönnun arkitekta og verk- fræðinga vegna nýbyggingar á Kársnesskóla í Kópavogi. Tilkynningar Reykjavíkurborg Innkaupadeild Borgartún 12-14, 105 Reykjavík Sími 411 1042 / 411 1043 Bréfsími 411 1048 Netfang: utbod@reykjavik.is Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Grófarhús viðbygging. Frágangur utanhúss Útboð nr. 14309. • Arnarhlíð, Valshlíð og Hlíðarendi - Gatnagerð og lagnir 2018 Útboð nr. 14310. • Cisco Umbrella hugbúnaðarleyfi Útboð nr. 14313. Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod ÚTBOÐ Útboð 20720 - Ljósleiðari fyrir Borgarbyggð. Ríkiskaup, fyrir hönd Ljósleiðara Borgarbyggðar, óska eftir tilboðum í lagningu ljósleiðararöra, niðursetningu brunna, uppsetningu tengiskápa, blástur og/eða ídrátt ljósleiðarastrengja ásamt tengingum blástursröra og ljósleiðara í Borgar- byggð. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum á www.rikiskaup.is. Opnun tilboða 9. október 2018 kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.