Morgunblaðið - 03.09.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.09.2018, Qupperneq 2
Í LAUGARDAL Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska kvennalandsliðinu í knatt- spyrnu tókst ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistarakeppn- innar, sem fram fer í Frakklandi næsta sumar, þegar liðið mætti Þýskalandi á laugardaginn. Fyrrver- andi heims- og Evrópumeistarar frá Þýskalandi reyndust of sterkar og sigruðu sanngjarnt 2:0. Þýskaland er því í lykilstöðu og hafnar í efsta sæti riðilsins takist því að vinna Færeyjar á morgun. Draumurinn um að kom- ast á HM er þó ekki úr sögunni hjá Íslandi. Sigur gegn Tékklandi í Laugardalnum á morgun myndi að líkindum duga til þess að komast í umspil. Sigur eða jafntefli gegn Tékkum tryggir Íslandi 2. sætið í riðlinum. Þjóðverjar sýndu hvað í þeim býr og tókst að kalla fram góða frammi- stöðu þótt pressan væri mikil á liðinu. Þegar Þjóðverjar skiptu um þjálfara í vetur var skynsamleg ákvörðun að fá reyndan mann (Horst Hrubesch) í starfið. Þótt til bráðabirgða sé þá tókst honum að halda nægilegri ró til að sigla þýska liðinu í gegnum brims- kaflinn. Liðið er að öllum líkindum á leið á HM en vinni liðið ekki riðilinn yrði það túlkað sem hneyksli í Þýska- landi. Þjóðverjar unnu heimavinnuna sína gagnvart íslenska liðinu. Liðið var ekki eins áhættusækið og í fyrri leik liðanna. Nú biðu fleiri leikmenn aftar á vellinum. Einnig gekk þeim betur að halda aftur af Söru Björk í löngum innköstum Sifjar. Betra liðið vann einfaldlega á laugardaginn. „Fólk var með á nótunum“ „Þessu fylgir pínu svekkelsi en við gáfum allt sem við gátum. Við þurf- um að læra af þessum leik og nýta það gegn Tékkum á þriðjudag (á morgun),“ sagði miðvörðurinn reyndi, Sif Atladóttir, þegar Morgun- blaðið spjallaði við hana. Sif komst vel frá leiknum á laugardaginn og átti einnig stórleik gegn Þjóðverjum í 3:2 sigrinum í Wiesbaden í fyrra. Hver fannst henni vera helsti mun- urinn á þýska liðinu þá og nú? „Þær höfðu miklu skýrari leiká- ætlun í þetta skiptið. Þessi þjálfari (Hrubesch) er nokkuð þekktur fyrir það. Hann þykir góður í því að þétta leikmannahópinn og láta leikmenn hafa fremur einfaldar leiðbeiningar til að fara eftir. Maður fann það úti á vellinum að þær vissu hvað þeir ætl- uðu að gera og hvaða leiðir þær vildu nota. Þar til þær skoruðu seint í fyrri hálfleik þá fannst mér okkur takast nokkuð vel að loka á þær. Þýskaland er gott lið og slík lið nýta tækifærin sem bjóðast,“ sagði Sif og bætti við. „Við töluðum um í hálfleik að halda okkur við leikskipulagið fyrst um Sanngjörn niðurstaða  Þjóðverjar voru betri í þetta skiptið  Efsta sætið fjarlægur möguleiki  Vonin um sæti á HM er þó enn til staðar  Tímamót þegar kvennalandsliðið spilaði fyrir framan fullar stúkur af fólki Morgunblaðið/Eggert Skallaeinvígi Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir lætur Alexöndru Popp finna fyrir sér í Laugardalnum á laugardaginn. sinn. En við þurftum að sækja og skora og þá opnaðist fyrir þær. Við vorum að spila á móti einu besta liði í heimi og gæðaleikmönnum. Þær voru betri en við,“ sagði Sif og var skiljanlega lítið farin að velta fyrir sér framhaldinu. „Tékkarnir eru með mjög gott lið. Við getum ekki gert neitt annað en að vinna Tékkland og sjá hvort það dugi til að komast í um- spilið. Maður veltir Þýskalands- leiknum fyrir sér í nokkra klukku- tíma en þá tekur næsta verkefni við.“ Tímamót urðu á laugardaginn þeg- ar seldist upp á leikinn í forsölu og kvennalandsliðið spilaði í fyrsta skipti fyrir framan fullar stúkur af fólki í Laugardalnum.„Það var geggj- að. Mér fannst ógeðslega gaman að sjá stúkurnar bláar á litinn og finna fyrir stuðningnum. Fólk var með á nótunum og ég vona innilega að fólk mæti aftur þegar við spilum við Tékkland og styðji okkur í því að komast áfram í umspilið,“ sagði Sif. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 569 1100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 569 1111 , netfang augl@mbl. is , Bréfsími 569 1110 Prentun Landsprent ehf. Laugardalsvöllur, Undankeppni HM kvenna, laugardag 1. maí 2018. Skilyrði: 9 stiga hiti, vindur, rigning og sól til skiptis. Völlurinn góður. Skot: Ísland 4 (2) – Þýskaland 16 (9). Horn: Ísland 4 – Þýskaland 4. Ísland: (3-5-2) Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir. Vörn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir. Miðja: Rakel Hönnu- dóttir (Guðrún Arnardóttir 84), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir (Agla María Al- bertsdóttir 75), Sara Björk Gunn- arsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Sókn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 63), Fanndís Friðriksdóttir. Þýskaland: (4-3-3) Mark: Almuth Schult. Vörn: Leonie Maier, Sara Do- orsoun, Kristin Demann, Carolin Simon. Miðja: Sara Däbritz (Lena Goessling 86), Verena Schweers (Linda Dallmann 73), Melanie Leu- polz. Sókn: Svenja Huth (Lina Ma- gull 90), Alexandra Popp, Lea Schüller. Dómari: Pernilla Larsson, Svíþjóð. Áhorfendur: 9.636 – uppselt. Ísland – Þýskaland 0:2 0:1 Svenja Huth 42. fylgdi áeftir á markteignum vinstra megin og skoraði. Fast skot frá Þjóðverjum utan teigs sem Guð- björg varði en boltinn var laus í teignum og Huth nýtti sér það. 0:2 Svenja Huth 74. Simonkomst upp vinstra megin og sendi inn að vítapunkti þar sem Huth kom á ferðinni og afgreiddi boltann í netið. I Gul spjöld:Engin. I Rauð spjöld: Engin. MM Sif Atladóttir M Glódís Perla Viggósdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Undankeppni HM kvenna 5. riðill: Ísland – Þýskaland................................... 0:2 Staðan: Þýskaland 7 6 0 1 30:3 18 Ísland 7 5 1 1 21:5 16 Tékkland 7 4 1 2 19:7 13 Slóvenía 8 2 0 6 9:20 6 Færeyjar 7 0 0 7 1:45 0 KNATTSPYRNA Eftir tapið gegn Þýskalandi í und- ankeppni HM kvenna í knattspyrnu á laugardag er ljóst að örlög ís- lenska liðsins skýrast ekki fyrr en í lokaumferðinni á þriðjudag. Ísland mætir þá Tékklandi á Laugardals- velli kl. 15. Ísland á nánast enga möguleika lengur á að ná 1. sæti í sínum riðli, 5. riðli, og komast þar með beint á HM. Möguleikinn felst í að ná 2. sæti og fara í gegnum umspil í október og nóvember, þar sem fjórar þjóðir keppa um síðasta lausa sæti Evrópu á HM. Ísland getur aðeins náð 1. sæti riðilsins ef Þýskaland tapar gegn Færeyjum, og það verður að teljast útilokað miðað við gengi liðanna í keppn- inni. Með toppsætið í hendi sér En hvað þarf Ísland að gera á morgun? Tap gegn Tékklandi þýð- ir að HM-draumurinn er úti. Þá næði Tékkland 2. sæti riðilsins á betri innbyrðis úrslitum, en kæmist samt ekki í umspilið. Ísland myndi enda í 3. sæti. Ljóst er að Ísland þarf að minnsta kosti jafntefli til að halda 2. sætinu en ekki er þó öruggt að það dugi til umspils. Í umspilið fara fjögur lið með bestan árangur í 2. sæti, í undan- riðlunum sjö. Íslandi dugar jafn- tefli gegn Tékklandi ef Belgíu, sem er í 2. sæti sjötta riðils, tekst ekki að vinna topplið Ítalíu á heimavelli. Staðan í 1. og 7. riðli er nefnilega þannig að liðin í 2. sæti þar munu ekki ógna Íslandi. Möguleikinn er því ágætur á að jafntefli dugi til að fara í umspilið, en ekki öruggur. Það er aftur á móti enn líklegra, að sigur á Tékklandi dugi til að fara í umspilið. Til að hann dugi ekki þarf allt að falla á móti Íslandi í fjórum riðlum. Belgía þarf þá að vinna Ítalíu með meiri mun en Ís- land vinnur Tékkland, Danmörk og Svíþjóð að gera jafntefli í toppslag 4. riðils, Hollandi að mistakast að vinna Noreg í 3. riðli, og Skotland og Sviss að sleppa við töp gegn lakari andstæðingum í 2. riðli. Eitt er hins vegar að komast í umspilið. Þar þarf að slá út firna- sterkar þjóðir á borð við Dan- mörku eða Svíþjóð og Noreg eða Holland. sindris@mbl.is Ísland má ekki tapa gegn Tékklandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.