Morgunblaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 6
EVRÓPULEIKUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Þetta var mjög góður leikur af okk-
ar hálfu. Við mættum mjög ákveðnir
til leiks og náðum strax góðum tök-
um á honum. Við stjórnuðum hrað-
anum mestallan tímann, að und-
anskildum nokkrum mínútum í
seinni hálfleik og þetta var fyrst og
fremst frábær liðssigur hjá okkur,“
sagði Halldór Jóhann Sigfússon,
þjálfari FH, í samtali við Morg-
unblaðið í gær eftir fjögurra marka
sigur liðsins gegn króatíska liðinu
Dubrav í EHF-bikarnum í hand-
knattleik í Zagreb í Króatíu í gær.
Leiknum lauk með 33-29-sigri
Hafnfirðinga en jafnræði var með
liðunum í upphafi leiks en FH var
með forystu þegar flautað var til
hálfleiks, 16:12. Króatarnir jöfnuðu
metin í 22:22 í síðari hálfleik en þá
tók Halldór leikhlé og sigldu hans
menn fram úr á lokakaflanum. Þeir
Birgir Már Birgisson og Einar Rafn
Eiðsson voru atkvæðamestir í liði
FH með sjö mörk hvor og þeir Bjarni
Ófeigur Valdimarsson og Ágúst
Birgisson skoruðu fimm mörk hvor.
Mikill hiti í Zagreb
„Í heild var þetta frábær sigur hjá
okkur við erfiðar aðstæður í Króatíu.
Það var mjög heitt í höllinni og þetta
voru öðruvísi aðstæður en menn eru
vanir. Við tókum leikhlé í stöðunni
22:22 og endurskipulögðum okkur
aðeins. Við vissum að þeir myndu
koma með áhlaup á okkur, líkt og
þeir gerðu í fyrri hálfleik og við gerð-
um nokkur klaufamistök í seinni
hálfleik og hleyptum þeim þannig inn
í leikinn aftur. Eftir leikhléið sigum
við fram úr þeim með klókindum og
Birkir varði að sama skapi mjög vel í
markinu. Við skoruðum auðveld
mörk á þá í lokin og það skildi liðin að
í leikslok. Það er komin góð reynsla í
hópinn og strákarnir héldu vel út all-
an leikinn og ég
er virkilega
ánægður með
hvernig nýju leik-
mennirnir komu
inn í þetta. Við er-
um búnir að vera
tiltölulega stutt
saman og spila-
mennskan var því
framar vonum.“
Síðari leikur
liðanna fer fram í Kaplakrika laug-
ardaginn 8. september og segir Hall-
dór að einvígið sé langt frá því að
vera búið. Dubrav er í þriðja sæti
króatísku úrvalsdeildarinnar og telur
þjálfari Hafnfirðinga að Króatarnir
hafi mætt með ákveðið vanmat inn í
fyrri leikinn í Zagreb.
Króatarnir fljótir að refsa
„Það halda allir að við séum að
fara klára seinni leikinn á þægilegan
hátt en það má ekki gleymast að
Króatarnir eru með hörkulið. Du-
brava er í þriðja sæti króatísku úr-
valsdeildarinnar og sú deild er mjög
sterk. Við munum undirbúa okkur
vel fyrir seinni leikinn og liðin þekkj-
ast betur núna. Það er bara hálf-
leikur í einvíginu og það er hellingur
eftir af þessu ennþá. Við þurfum að
vinna vel í þeim hlutum sem við gerð-
um vel úti í Króatíu og svo eru líka
hlutir sem við þurfum að laga. Við
sáum það í leiknum ytra að þeir eru
fljótir að refsa, þegar að menn tapa
boltanum, og þetta verður mjög
áhugaverð viðureign. Ég held að það
hafi komið þeim á óvart hversu
sterkir við vorum. Þeir vissu það fyr-
irfram að við vorum búnir að missa
fjóra leikmenn í atvinnumennsku og
kannski voru þeir með það á bak við
eyrað. Króatarnir munu mæta mjög
vel undirbúnir í leikinn í Hafnarfirði
og við þurfum að eiga algjöran topp-
leik til þess að klára dæmið,“ sagði
Halldór Jóhann Sigfússon enn-
fremur í samtali við Morgunblaðið í
gær.
FH sló Króatana út af laginu
Einvígið langt frá því að vera búið Mæta dýrvitlausir til leiks í Hafnarfjörðinn
Halldór Jóhann
Sigfússon
6 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
Á SELFOSSI
Guðmundur Karl
sport@mbl.is
Selfyssingar eru í nokkuð góðri
stöðu eftir fyrri leik sinn gegn
Dragunas frá Litháen í 1. umferð
EHF-bikarsins í handbolta. Liðin
mættust í Iðu á Selfossi á laug-
ardagskvöld þar sem Selfoss hafði
sex marka sigur, 34:28, en þeir vín-
rauðu leiddu af öruggi allan tím-
ann.
Nýr heimavöllur
Þetta var fyrsti opinberi leikur
Selfoss á sínum nýja heimavelli í
Iðu og er óhætt að segja að stemn-
ingin hafi verið mjög góð, þó að
áhorfendapallarnir hafi ekki verið
fullskipaðir. Fyrsti Evrópuleikur
Selfyssinga í 24 ár vakti margar
skemmtilegar minningar frá gull-
aldarliði Selfoss en nú voru það
synirnir sem höfðu tekið við kefl-
inu. Þeir áttu líka góðan leik, bæði
Einar Sverrisson og Hergeir
Grímsson, sem báðir hafa alist upp
við reynslusögur feðra sinna.
Nýr markvörður Selfyssinga, Pa-
wel Kiepulski, átti stórleik í fyrri
hálfleik og varði samtals 16/1 skot í
leiknum. Hann átti margar góðar
markvörslur og stöðvaði Litháana á
lykilaugnablikum. Haldi hann sínu
striki í vetur mun hann lækna
hausverkinn sem Selfyssingar
höfðu yfir markvörslunni á síðasta
tímabili.
Þurfa að hafa varann á
Selfoss hafði góð tök á leiknum
allan tímann og ef gestirnir gerðu
áhlaup náðu heimamennirnir alltaf
að svara fyrir sig. Staðan í leikhléi
var 17:13 en munurinn varð mestur
níu mörk í seinni hálfleik, 28:19.
Dragunas minnkaði muninn niður í
fjögur mörk í kjölfarið en Selfyss-
ingar héldu haus og náðu að auka
forskotið á lokamínútunum. Góður
sigur hjá Selfyssingum en óvíst að
sex marka munur dugi til því sagan
sýnir að sveiflan getur verið mikil á
milli Evrópuleikja. Dragunas spil-
aði fínan handbolta á köflum og
Selfyssingar þurfa að hafa varann á
í seinni leiknum í hafnarborginni
Klaipeda næstkomandi laugardag.
Litháarnir eru líkamlega sterkir og
með snögga hornamenn en mark-
verðir liðsins náðu sér ekki á strik
framan af leiknum. Um leið og
markvarslan small og þeir fengu
stöðvanir í vörninni áttu þeir
nokkrar leiftursóknir fram sem
skiluðu mörkum.
Morgunblaðið/Eggert
Öflugur Pawel Kiepulski, hinn nýi markvörður Selfyssinga, lokar hér markinu fyrir einum Litháanum og stóð sig mjög vel í leiknum.
Minningarnar streymdu fram
Selfoss, EHF bikar karla, fyrri leikur,
laugardaginn 1. september 2018.
Gangur leiksins: 4:2, 7:4, 10:8, 12:8,
15:10, 17:13, 20:15, 24:17, 26:19,
30:22, 30:26, 34:28.
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 8,
Árni Steinn Steinþórsson 7, Hergeir
Grímsson 6, Haukur Þrastarson 5,
Atli Ævar Ingólfsson 5, Guðni Ingv-
arsson 2, Elvar Örn Jónsson 1.
Varin skot: Pawel Kiepulski 16/1,
Helgi Hlynsson 1/1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Dragunas: Gabrielus Virbaus-
kas 5, Lukas Juskenas 4, Modestas
Vaitekunas 4, Arvydas Bucius 3, Kar-
olis Bliuvas 3/2, Karolis Stropus 3,
Eyebe Romeo 2, Laurynas Simon-
avicius 2, Gintaras Cibulskis 1, Deivi-
das Virbauskas 1.
Varin skot: Maxym Voliuvach 11/2,
Benediktas Pakalniskis 1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Florian Hofer og Andreas
Schmidhuber, Austurríki.
Áhorfendur: 309.
Selfoss – Dragunas 34:28
Nýi maðurinn í markinu átti stórleik Seinni leikurinn ytra gæti reynst erfiður
EHF-bikar karla
1. umferð, fyrri leikir:
Dubrava – FH....................................... 29:33
Selfoss – Klaipeda Dragunas .............. 34:28
West Wien – Limburg ......................... 26:25
Viggó Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir
West Wien, Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 og
Guðmundur Hólmar Helgason 1. Hannes
Jón Jónsson þjálfar liðið.
Þýskaland
Ludwigshafen – Kiel........................... 19:26
Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki í
leikmannahópi Kiel. Alfreð Gíslason þjálfar
liðið.
H-Burgdorf – Bergischer .................. 29:26
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 8 mörk
fyrir Bergischer.
Erlangen – Gummersbach ................. 30:22
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.
B-deild:
Ferndorf – Lübeck-Schwartau.......... 27:17
Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 3
mörk fyrir Lübeck-Schwartau.
Nordhorn – Hüttenberg .................... 34:27
Ragnar Jóhannsson skoraði 3 mörk fyrir
Hüttenberg.
Danmörk
Mors-Thy – Ribe-Esbjerg ................... 29:31
Rúnar Kárason skoraði 5 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson
skoraði ekki fyrir Ribe-Esbjerg.
Tvis Holstebro – Skanderborg .......... 37:30
Vignir Svavarsson var ekki í leikmanna-
hópi Holstebro.
GOG – Skjern ....................................... 35:34
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 4 mörk
fyrir GOG.
Tandri Már Konráðsson var ekki í leik-
mannahópi Skjern. Björgvin Páll Gústavs-
son varði mark Skjern.varði X skot í marki
liðsins.
Esbjerg – Herning-Ikast .................... 25:23
Rut Jónsdóttir var ekki í leikmannahóp
Esbjerg.
Ajax – Randers .................................... 17:18
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 1 mark fyr-
ir Ajax.
Ungverjaland
Pick Szeged – Budakalász ................. 29:20
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 3
mörk fyrir Pick Szeged.
Frakkland
Toulon – Bourg de Peage................... 28:25
Mariam Eradze skoraði ekki fyrir Tou-
lon.
Belgía
Lokeren – Waasland-Beveren ............... 1:0
Ari Freyr Skúlason sat allan tímann á
varamannabekk Lokeren.
Sviss
Luzern – Grasshoppers .......................... 2:1
Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik-
mannahópi Grasshoppers.
Lugano – Zürich ..................................... 1:0
Guðlaugur Victor Pálsson fór af velli á
71. mínútu hjá Zürich.
Ungverjaland
Ferencváros – Vidi .................................. 2:2
Kjartan Henry Finnbogason kom inn á
sem varamaður hjá Ferenváros á 81. mín.
Grikkland
Aris Saloniki – Larissa............................ 2:0
Ögmundur Kristinsson lék allan leikinn í
marki Larissa.
Danmörk
AGF – Vendsyssel.....................................1:1
Björn Daníel Sverrisson sat allan tímann
á varamannabekk AGF.
Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á sem
varamaður hjá Vendyssel á 79. mínútu.
Bröndby – Midtjylland ............................ 2:2
Hjörtur Hermannsson sat allan tímann á
varamannabekk Bröndby.
SönderjyskE – Hobro.............................. 1:1
Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leik-
mannahópi SönderjyskE.
Staða efstu liða:
Köbenhavn 8 6 1 1 18:6 19
Midtjylland 8 4 3 1 16:7 15
Bröndby 8 4 2 2 12:9 14
AaB 8 4 2 2 7:8 14
B-deild:
Næstved – Roskilde................................. 3:1
Frederik Schram lék allan leikinn í
marki Roskilde.
Lyngby – Viborg...................................... 0:5
Ingvar Jónsson lék allan leikinn í marki
Viborg.
Svíþjóð
AIK – Häcken........................................... 3:0
Haukur Heiðar Hauksson sat allan tím-
ann á varamannabekk AIK.
Brommapojkarna – Malmö .................... 0:3
Kristján Flóki Finnbogason lék allan
leikinn í liði Brommapojkarna.
Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn
í liði Malmö.
Staða efstu liða:
AIK 20 14 6 0 38:11 48
Hammarby 20 13 4 3 40:23 43
Norrköping 20 11 6 3 31:19 39
Malmö 20 11 4 5 36:21 37
KNATTSPYRNA