Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018
Meistaradeild kvenna
32ja liða úrslit, fyrri leikir:
Lilleström – Zvezda Perm...................... 3:0
Sigríður Lára Garðarsdóttir sat á vara-
mannabekk Lilleström.
Gintra – Slavia Prag................................. 0:3
Atlético Madrid – Manch. City................ 1:1
Erfiður vetur hjá bá
STJARNAN
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Hvers vænta má af liði Stjörnunnar á
leiktíðinni er erfitt að segja um. Ár-
angurinn á síðasta keppnistímabili olli
vonbrigðum. Stjarnan hafnaði í
fimmta sæti og komst ekki í úr-
slitakeppnina. Árið áður hafði Stjarn-
an orðið deildarmeistari, unnið bik-
arkeppnina og leikið til úrslita um
Íslandsmeistaratitilinn, reyndar
fimmta árið í röð. Í fyrra átti liðið að
fara alla leið. Sú áætlun breyttist í
andhverfu sína.
Af þessu leiddi að skipt var um
þjálfara í vor. Sebastían Alexnd-
ersson og Rakel Dögg Bragadóttir
voru ráðin til að taka við af Halldóri
Harra Kristjánssyni. Sebastían náði
góðum árangri á Selfossi og Rakel
Dögg er þrautreynd handknattleiks-
kona. Hún var annar þjálfari liðsins
veturinn 2014/2015.
Einnig hefur orðið talsverð breyt-
ing á leikmannahópnum. Meðal þeirra
sem eru komnar eru Elísabet Gunn-
arsdóttir línumaður frá Fram, Laufey
Ásta Guðmundsdóttir úr Gróttu, Elín
Anna Baldursdóttir úr Haukum, Auð-
ur Brynja Sölvadóttir úr KA/Þór,
Auður Ómarsdóttir úr Gróttu og Guð-
rún Ósk Maríasdóttir, markvörður
Fram. Guðrún er hvalreki fyrir liðið
þar sem markvarslan var einn helsti
höfuðverkur liðsins á síðasta vetri.
Þótt vel valinn hópur sé kominn til
Stjörnunnar þá hefur liðið einnig séð
á bak leikmönnum. Þar má nefnda
Ramune Pekarskyte sem fór í Hauka,
Elena Elísabet Birgisdóttir gekk til
liðs við Förde í Noregi, Aníta Theo-
dórsdóttir gekk til liðs við FH. Þess
utan er ekki reiknað með að Nataly
Sæunn Valencia, Esther Viktoría
Ragnarsdóttir, Sólveig Lára Kjærne-
sted, Hanna Guðrún Stefánsdóttir og
Ástríður Þóra Viðarsdóttir verði með
Stjörnunni á keppnistímabilinu. Til
viðbótar hefur Þorgerður Anna Atla-
dóttir lýst því yfir að hún sé hætt í
handbolta eftir þyrnum stráðan feril
um árabil vegna meiðsla.
Frá í vor hefur verið uppi orðrómur
um að Stjarnan væri með erlendan
leikmann í sigtinu til að styrkja liðið.
Í ljósi mikilla breytinga er erfitt að
sjá að Stjarnan verði með lið í fremstu
röð á komandi leiktíð. Veturinn fari í
uppbyggingu. Nokkuð sem Sebastían
þjálfari er snjall við. Það sýndi hann í
starfi sínu á Selfossi. Hvort sama þol-
inmæðin er fyrir hendi í Garðabæ er
síðan annað mál.
Morgunblaðið/Eggert
Fimm Guðrún Ósk Maríasdóttir er komin í markið hjá
Stjörnunni og það er gríðarlegur liðsstyrkur.
Uppstokkun innan
vallar sem utan
Þjálfaraskipti eftir vonbrigði í fyrra
SELFOSS
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Selfoss hefur fest sig í sessi í efstu
deild kvenna í handknattleik á síðustu
árum. Fyrir fáeinum árum stefndi í að
liðið yrði í allra fremstu röð en af því
varð ekki. Reyndar komst Selfoss-
liðið í undanúrslit í bikarkeppninni
snemma árs 2017. Lengra fór liðið
ekki. Efniviðurinn hefur verið fyrir
hendi enda hefur um árabil verið vel
haldið utan um þjálfun barna og ung-
linga hjá félaginu. Örn Þrastarson er
þjálfari Selfoss nú eins og í fyrra.
Selfoss kom á óvart í fyrstu umferð
Olís-deildarinnar í fyrra með sigri á
Stjörnunni á heimavelli. Stjörnunni
hafði nokkrum dögum áður verið spáð
meistaratitli. Selfoss-liðið var heldur
ekki í toppbaráttu. Meiðsli settu strik
í reikninginn. Markadrottning þriggja
áranna á undan, Hrafnhildur Hanna
Þrastardóttir, var nánast frá allt
keppnistímabilið eftir að hafa slitið
krossband í mars 2017. Þuríður Guð-
jónsdóttir var einnig frá vegna kross-
bandaslita og verður ekki með liðinu
framan af komandi leiktíð. Fleiri leik-
menn voru meiddir um lengri eða
skemmri tíma. Keppnistímabilið var
liðinu erfitt. Nú standa vonir til þess
að Hrafnhildur Hanna verði með af
krafti frá fyrsta leik. Ekki þarf að tí-
unda hversu mikill liðsauki það er.
Markvörðurinn Katrín Ósk Magn-
úsdóttir flutti heim frá Danmörku og
tekur stöðu Viviann Petersen sem
flutti á ný til Færeyja.
Daninn Sarah Boye hefur gengið til
liðs við Selfoss-liðið svo og Carmen
Palamariu sem hafði lagt skóna á hill-
una vegna meiðsla vorið 2017. Pala-
mariu er eini örvhenti leikmaður liðs-
ins.
Auk Viviann þá er Arna Kristín
Einarsdóttir í barnsburðarleyfi frá
handbolta og Elva Rún Óskarsdóttir
er hætt að æfa handbolta.
Eins og staðan er við upphaf leik-
tíðar hefur Selfoss aðeins einn mark-
vörð innan sinna raða. Verið er að
vinna í að fá annan enda útlokað að
treysta á einn markvörð þótt vafa-
laust eigi Katrín Ósk eftir að standa
fyrir sínu.
Selfoss-liðið mun vafalítið getað
strítt liðunum í efri hluta deild-
arinnar, ekki síst á heimavelli sínum.
Byrjunarliðið er ágætt en hinsvegar
er breiddin í leikmannahópnum e.t.v.
ekki nægjanleg til þess að liðið verði í
hópi fjögurra efstu þegar upp verður
staðið næsta vor.
Morgunblaðið/Golli
Sex Stórskyttan Hrafnhildur Hanna Þrast-
ardóttir er aftur komin á fulla ferð.
Geta strítt sterkari
liðum á heimavelli
Selfoss skortir breidd til að ná lengra
Meistarakeppni kvenna
Fram – Haukar..................................... 19:22
Grill 66 deild kvenna
Víkingur – ÍR........................................ 23:40
Þýskaland
Magdeburg – Kiel................................ 30:25
Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki í
leikmannahópi Kiel. Alfreð Gíslason þjálfar
liðið.
Füchse Berlín – H-Burgdorf .............. 29:28
Bjarki Már Elísson skoraði 2 mörk fyrir
Füchse.
Minden – Erlangen.............................. 29:22
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.
Flensburg – Ludwigshafen ................. 35:23
Wetzlar – Melsungen ........................... 26:34
Efstu lið: Flensburg 10 stig, Magdeburg
10, Löwen 8, Göppingen 6, Melsungen 6,
Hannover-Burgdorf 6.
Svíþjóð
Sävehof – Hammarby ..........................31:27
Ágúst Elí Björgvinsson ver mark Säve-
hof.
Heid – Boden ........................................ 25:25
Hafdís Renötudóttir ver mark Boden.
Danmörk
Ribe-Esbjerg – Aalborg ...................... 24:29
Rúnar Kárason skoraði 9 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg en Gunnar Steinn Jónsson
skoraði ekki.
Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk
fyrir Aalborg og Janus Daði Smárason 3.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Forkeppni EM karla 2021
A-riðill:
Hvíta-Rússland – Danmörk ................ 94:98
B-riðill:
Kósóvó – Makedónía ............................ 73:76
C-riðill:
Belgía – Portúgal.................................. 66:65
Ísland er þriðja liðið í riðlinum og mætir
Portúgal á útivelli á sunnudaginn.
D-riðill:
Austurríki – Kýpur............................... 72:69
Undankeppni HM karla 2019
K-milliriðill:
Búlgaría – Frakkland........................... 74:68
Finnland – Bosnía ................................ 85:81
Tékkland – Rússland ........................... 80:78
Frakkland 13, Tékkland 13, Finnland 11,
Rússland 10, Búlgaría 10, Bosnía 9, (Ísland
missti naumlega af sæti í riðlinum).
L-milliriðill:
Eistland – Þýskaland ........................... 43:86
Ísrael – Georgía .................................... 80:85
Grikkland – Serbía ............................... 70:63
Þýskaland 14, Grikkland 14, Serbía 11,
Georgía 10, Ísrael 10, Eistland 9.
KNATTSPYRNA
1. deild kvenna, Inkasso-deildin:
Floridana-völlur: Fylkir – Fjölnir ...... 17.15
Ásvellir: Haukar – Keflavík...................... 18
Varmárv.: Aftureld/Fram – Sindri .......... 18
Hertz-völlur: ÍR – Þróttur R.................... 18
Boginn: Hamrarnir – ÍA........................... 18
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66 deildin:
Kaplakriki: FH – HK U ....................... 19.30
Fylkishöll: Fylkir – Fjölnir ................. 20.15
Framhús: Fram U – Grótta................. 20.30
Í KVÖLD!
Keppni í Olísdeild kvenna í handknattleik 2018-
2019 hefst á morgun, laugardaginn 15. sept-
ember, með tveimur leikjum í fyrstu umferð.
umspil en neðsta liðið fell
sem á komandi tímabili h
deildin.
Átta lið skipa deildina eins og undanfarin ár,
fjögur efstu liðin leika til úrslita um Íslands-
meistaratitilinn næsta vor, næstneðsta liðið fer í
Finnur Freyr Stefánsson, sem gerði KR að Íslands-
meistara karla í körfubolta fimm ár í röð en ákvað að
hætta í vor, er kominn í tvö ný störf sem körfubolta-
þjálfari. Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í
gær að það hefði ráðið Finn sem yfirþjálfara yngri
landsliða Íslands. Mun Finnur næstu þrjú ár í sam-
starfi við afreksstjóra KKÍ skipuleggja allt afreks-
starf, frá úrvalsbúðum og afreksbúðum upp í U15,
U16, U18 og U20-landsliðin. Finnur tekur við af Ein-
ari Árna Jóhannssyni sem hefur sinnt starfinu
undanfarin ár. Áður hafði Finnur verið ráðinn þjálf-
ari drengjaflokks Vals. sindris@mbl.is
Finnur yfirþjálfari landsliða
Finnur Freyr
Stefánsson
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað knatt-
spyrnudeild Vals um 75 þúsund krónur vegna um-
mæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara karlaliðs félags-
ins, í garð Einars Inga Jóhannssonar dómara eftir
leik Vals gegn KA á Akureyri á dögunum. „Dóm-
arinn er náttúrlega Stjörnumaður, hann er fæddur
og uppalinn í Stjörnunni, nánast í Stjörnuheimilinu,
og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur,
það gaf augaleið. Það er engin spurning í mínum
huga að það var náttúrlega klárt víti,“ sagði Ólafur í
viðtali við Vísi eftir leik og vísaði þar til umdeilds at-
viks í umræddum leik.
Sektaðir vegna Ólafs
Ólafur
Jóhannesson
Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsi
leik, var á leik Belgíu og Portúgals í forkeppni EM 2021
kvöldi. Þessi lið eru með Íslandi í riðli í forkeppninni og Fi
ur til að taka út lið Portúgals sem Ísland mætir á sunnudag
66:65 og tók þar með forystuna í riðlinum.
Leikið var í milliriðlum í undankeppni HM í gær. Riðill
inni, sem lauk í júní, var greinilega sterkur því liðin þr
áfram úr þeim riðli unnu öll sterkar þjóðir í gær. Búlgara
lendinga tvisvar í spennuleik komu gríðarlega á óvart og s
74:68. Finnar unnu Bosníu 85:81 og Tékkar unnu Rússa
vann bæði Finnland og Tékkland á heimavelli en það dugð
gegn Búlgaríu reyndust dýr en Búlgaría heldur áfram að k
Finnur njósnaði í Belg