Morgunblaðið - 14.09.2018, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Það dylst engum sem fylgst
hefur með karlalandsliðinu í
knattspyrnu að það er í niður-
sveiflu. Níu leikir án sigurs í röð
bera vott um það og fjórir tap-
leikir í röð í mótsleikjum þar sem
Íslendingar hafa aðeins skorað
eitt mark á móti þrettán.
Svíinn Erik Hamrén hefur
ekki átt sjö dagana sæla frá því
hann tók við þjálfun landsliðsins
af Heimi Hallgrímssyni í síðasta
mánuði. Ég vil ekki nota jafn
sterk lýsingarorð og kollegar
mínir í SvíÞjóð en eftir tapið á
móti Belgum í vikunni sá maður
fyrirsagnir í sænsku blöðunum
þar sem stóð: martröð Hamréns
með Ísland heldur áfram.
Vissulega má líkja fyrsta leik
landsliðsins undir stjórn Hamr-
éns við martröð en í 90 mínútur
var íslenska liðið sundurspilað og
mátti teljast heppið að tapa ekki
stærra en 6:0. Batamerki sáust í
leiknum við Belgana en ljóst er
að Svíans bíður krefjandi verk-
efni að rífa liðið upp úr lægðinni.
Hamrén verður ekki dæmd-
ur af þessum leikjum. Hans
handbragð er ekki farið að sjást
og það skiljanlega enda mað-
urinn nýtekinn við og rétt byrj-
aður að kynnast leikmönnum,
landi og þjóð. Þess utan var ís-
lenska liðið án Arons Einars
Gunnarssonar, Jóhanns Bergs
Guðmundssonar og Alfreðs Finn-
bogasonar, Emils Hallfreðssonar
naut ekki við í leiknum gegn
Sviss en Emil hefur verið jafn-
besti leikmaður landsliðsins í
undanförnum leikjum.
Maður hefur skynjað að hjá
sumum ríkir ekki mikil bjartsýni í
garð landsliðsins og þeir telji að
partíið sé hreinlega búið. En eig-
um við ekki að sýna landsliðinu
þolinmæði og skilning eins og
Guðni Bergsson, formaður KSÍ,
komst að orði í vikunni? Ég ætla í
það minnsta að gera það.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
Íshokkídeild Skautafélagsins Bjarn-
arins í Reykjavík hefur ákveðið að
jafna alfarið aðstöðu leikmanna í
meistaraflokkum karla og kvenna
hjá félaginu.
Frá og með nýhöfnu keppnis-
tímabili, 2018-2019, munu sömu
reglur gilda um meistaraflokkslið
félagsins og leikmenn kvennaliðsins
þurfa ekki lengur að greiða æfinga-
gjöld eða ferðakostnað, og fá lík-
amsræktarkort í World Class eins
og leikmenn karlaliðsins.
Stefán Þórisson, stjórnarmaður í
Birninum, sagði við Morgunblaðið
að á undanförnum árum hefði hallað
verulega á meistaraflokk kvenna.
„Já, það hefur hallað á konurnar
og við erum ekki stolt af því. Það er
virkilega ósanngjarnt hversu erfitt
það hefur verið að fá fyrirtæki til að
styrkja kvennaíþróttir, ekki síst í
jaðaríþrótt eins og íshokkíinu þar
sem erfitt er að fá fjármagn inn í
starfið í heild sinni,“ sagði Stefán.
„Ég held að það sé sama hvar
gripið er niður í hópíþróttum, öll fé-
lög eru í vandræðum með að fjár-
magna reksturinn og vandinn er
klárlega mun meiri hjá kvennalið-
unum. Fyrirtæki hafa oft afsakað
sig með því að þeirra auglýsingar
sjáist ekki þar sem ekki horfi nægi-
lega margir á kvennaíþróttir.
En okkur hjá Birninum hefur á
síðustu árum tekist að koma rekstri
félagsins á traustan grunn og sá ár-
angur, sem við erum mjög ánægð
með, gerir okkur kleift að ná þessu
mikilvægasta markmiði sem við höf-
um stefnt að, að jafna út þann órétt-
láta mismun sem hefur verið á milli
meistaraflokka karla og kvenna,“
sagði Stefán og kvaðst vonast til
þess að sá áfangi sem nú hefði náðst
myndi vera lyftistöng fyrir iðkun
kvenna í íshokkíi hjá Birninum.
vs@mbl.is
Björninn jafnar aðstöðu
kvenna og karla
fór hamförum í marki Aftureldingar
og varði 20 skot. Lokatölur 27:22
fyrir Mosfellinga sem voru 11 mörk-
um yfir um miðjan síðari hálfleik.
Selfoss tók upp þráðinn frá síð-
asta tímabili og vann ÍR örugglega í
Austurbergi, 30:24. Selfyssingurinn
Einar Sverrisson átti stórleik og
skoraði níu mörk. Óhætt er að segja
að hann hafi hafið leiktíðina eins og
hann lauk þeirri síðustu, með flug-
eldasýningu.
Fyrsti leikur Akureyrarliðanna
KA og Akureyri mættust í fyrsta
skipti í kappleik í efstu deild karla í
handknattleik á mánudagskvöldið.
KA var sterkara lengst af og stefndi
í öruggan sigur. Akureyri sneri hins-
vegar taflinu við og komst yfir einu
sinni á síðustu mínútunum. KA tókst
hinsvegar að merja eins marks sigur
í hörkugóðri stemningu í KA-
heimilinu að viðstöddum á annað
þúsund áhorfendum, 28:27.
Morgunblaðið velur á keppnis-
tímabilinu lið umferðarinnar að lok-
inni hverri umferð. Fyrsta liðið birt-
ist á síðunni með þessari umfjöllun.
Valdir eru 12 leikmenn, sjö í byrj-
unarlið og fimm varamenn.
Einnig er birtur listi yfir marka-
hæstu leikmenn.
Morgunblaðið og mbl.is fylgjast
grannt með keppni í Olís-deildum
karla og kvenna eins og gert hefur
verið í gegnum tíðina.
1. umferð í Olís-deild karla 2018-2019
Markahæstir Lið umferðarinnar
Atli Már Báruson, Haukum 10
Ásbjörn Friðriksson, FH 9
Einar Sverrisson, Selfossi 9
Ihor Kopyshynskyi, Akureyri 9
Jóhann Birgir Ingvarsson, FH 9
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV 9
Áki Egilsnes, KA 8
Daníel Þór Ingason, Haukum 8
Anton Rúnarsson, Val 7
Kristján Orri Jóhannsson, ÍR 7
Vignir Stefánsson, Val 7
Aron Dagur Pálsson, Stjörnunni 6
Elías Bóasson, ÍR 6
Júlíus Þ. Stefánsson, Aftureldingu 6
Sigurbergur Sveinsson, ÍBV 6
Starri Friðriksson, Stjörnunni 6
Arnór Freyr Stefánsson
Aftureldingu
Varamenn:
Arnar Þór Fylkisson, Akureyri
Gellir Michaelsson, Gróttu
Anton Rúnarsson, Val
Elvar Örn Jónsson, Selfossi
Einar Sverrisson, Selfossi
Valdimar Sigurðsson
Fram
Atli Már Báruson
Haukum
Jóhann Birgir
Ingvarsson
FH
Áki Egilsnes
KA
Theodór
Sigur-
björnsson
ÍBV
Júlíus Þórir
Stefánsson
Aftureldingu
Markvarslan verður
höfuðverkur Eyjamanna
Valur slapp með stig úr Safamýri Einar tók upp þráðinn og raðaði inn mörkum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tugur Atli Már Báruson varð fyrstur til að skora tíu mörk í leik á þessu
tímabili en það gerði hann fyrir Hauka í slagnum við FH í fyrrakvöld.
1. UMFERÐ
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Þrefaldir meistararar síðasta keppn-
istímabils, ÍBV, fóru illa af stað á Ís-
landsmótinu og töldust góðir að
krækja í jafntefli við Gróttu sem
flestir reikna með að ríði ekki feitum
hesti frá keppni í Olís-deildinni á
leiktíðinni. Lokatölur í Eyjum voru,
30:30, eftir að heimamenn höfðu ver-
ið sjö mörkum undir í hálfleik, 18:11.
ÍBV-liðið saknaði Magnúsar Stef-
ánssonar úr vörninni og sennilega
einnig Andra Heimis Friðrikssonar.
Magnús er væntanlegur til leiks með
ÍBV fyrr en síðar.
Vissulega er keppnistímabilið rétt
að byrja en engu að síður er ljóst að
forráðmenn ÍBV þurfa að setjast yf-
ir markvarðarmál sín ætli þeir liðinu
að vera í allra fremstu röð þegar upp
verður staðið í mótslok.
Valur lagði talsvert undir fyrir
leiktíðina og uppskar ekki í sam-
ræmi við það í fyrsta leik. Jafntefli
við baráttuglaða leikmenn Fram,
25:25, í Safamýri var ekki gott.
Magnús Óli Magnússon og Róbert
Aron Hostert fóru af leikvelli í liði
Vals, sá fyrrnefndi strax í upphafi,
eftir að hafa fengið högg á andlitið.
Hann stimplaði sig inn í leikinn á ný
undir lokin.
Stórleikur umferðarinnar var í
Schenkerhöllinni þar sem Hafnar-
fjarðarliðin Haukar og FH skildu
jöfn, 29:29, í hörkugóðum handbolta-
leik þar sem Haukar fóru illa að ráði
sínu í síðustu sókn leiksins.
Jóhann Birgir Ingvarsson fór
hamförum og skoraði níu mörk.
Haukamaðurinn Atli Már Báruson
var fyrstur á leiktíðinni til að skora
10 mörk.
Stjarnan var kjöldregin af Aftur-
eldingu á heimavelli þar sem mark-
vörðurinn Arnór Freyr Stefánsson