Morgunblaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 Persónuvernd hefur eftirlit með allri vinnslu persónupplýsinga hérlendis. Öll fyrirtæki, stofnanir og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar, hvort heldur um eigið starfsfólk, viðskiptavini, notendur eða aðra, verða að fylgja persónuverndarlögum. Verkefni Persónu- verndar eru því umfangsmikil og spanna flesta geira samfélagsins auk þess sem verkefni tengd tæknibyltingunni koma á borð stofnunarinnar. Vegna þessa eru nú auglýstar til umsóknar fimm lausar stöður hjá Persónuvernd. Leitað er að framúrskarandi einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni með samhentu teymi hjá Persónuvernd. Lausar eru fjórar stöður lögfræðinga: HELSTU VERKEFNI: • Hefðbundin lögfræðistörf, m.a. vinna að úrskurðum í ágreiningsmálum og álitum • Afgreiðsla fyrirspurna • Önnur verkefni sem forstjóri kann að fela starfsmanni, m.a. vegna nýrra verkefna hjá Persónuvernd MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði • Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku, auk færni til að tjá sig í ræðu og riti • Góð kunnátta í ensku og þekking á Norðurlandamáli • Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnu- brögðum • Góð samskiptahæfni og lipurð í mann- legum samskiptum er skilyrði Laus er staða skjalastjóra. HELSTU VERKEFNI: • Móttaka gagna, bókun og frágangur skjala, pökkun gagna, þjónusta við starfs- menn og skráning á bókasafni. • Verkefni á sviði rafrænnar skjalavörslu auk móttökuafgreiðslu og annarra tilfall- andi verkefna. MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Próf í bókasafns- og upplýsingafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Góð almenn tölvukunnátta • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu • Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnu- brögðum • Lögð er áhersla á gott vald á íslensku, auk góðrar kunnáttu í ensku og þekkingu á Norðurlandamáli • Góð samskiptahæfni og lipurð í mann- legum samskiptum er skilyrði PERSÓNUVERND FIMM LAUSAR STÖÐUR! Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018. Umsóknir um starfið skulu berast á netfangið postur@personuvernd.is, merktar „Umsóknir um starf hjá Persónuvernd“, og skulu þeim fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil, ásamt prófskírteinum. Launakjör eru samkvæmt gild- andi kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um störf lögfræðinga veita Þórður Sveinsson og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjórar hjá Persónuvernd, í síma 510-9600. Nánari upplýsingar um störf skjalastjóra veitir Svava Björg Kristjánsdóttir, í síma 510-9600. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um þessi störf. Umsóknir munu gilda í sex mánuði frá móttöku þeirra. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Persónuvernd, Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík | www.personuvernd.is Persónuvernd er sjálfstætt stjórnvald sem annast eftirlit með framkvæmd laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglna settra samkvæmt þeim. Eitt af helstu verkefnum Persónuverndar er að ráðleggja og leiðbeina þeim sem vinna með persónuupplýsingar. Persónuvernd er fjölskylduvænn og samhentur vinnustaður. Síðastliðin tvö ár hefur Persónuvernd verið „Stofnun ársins“ í könnun SFR. Helstu verkefni og ábyrgð Mælingar og mat á starfsemi HH í samræmi við árangursmælikvarða og gæðaviðmið Þróun og innleiðing árangursmælinga Úrvinnsla staðtalna og upplýsinga um starfsemi stofnunarinnar Skýrslugerð og framsetning talnaefnis Nánari upplýsingar Starfshlutfall er 100% Upplýsingar veitir Svava Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar - 513-5000 svava.kristin.thorkelsdottir@heilsugaeslan.is Hæfnikröfur        Færni í meðferð, greiningu og úrvinnslu gagna Þekking og reynsla af framsetningu talnaefnis með rafrænum hætti Færni í miðlun upplýsinga í ræðu og riti Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt á skipulagðan og agaðan hátt Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun Verkefnastjóri við greiningar og mælingar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra við greiningar og mælingar á starfsemi stofnunarinnar. Markmið Heilsugæslunnar er meðal annars að veita hágæða heilbrigðisþjónustu sem byggir á skilgreindum mælikvörðum er varðar þjónustu og árangur. Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2018 Sjá nánar á www.heilsugaeslan.is. Sækja skal um á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (www.heilsugaeslan.is) undir laus störf eða á Starfatorgi (www.starfatorg.is). Hlutverk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og            Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins samanstendur af 15 heilsugæslustöðvum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi,  !         "#$  & '  "    * !*  + +     "  + Geðheilsuteymum, ásamt skrifstofu. Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 700 manns. Heimilum sem eru í van- skilum hefur fækkað mikið en ríflega þriðjungur heimila átti erfitt með að ná endum saman árið 2016 sem er mikil fækkun frá 2011 þegar um helmingur heimila átti erfitt með að ná endum saman. Þetta er meðal þess sem kemur í lífskjararannsókn Hagstofu Íslands fyrir árið 2016. Barnlaus standa best Þar kemur fram að sjö af hverjum hundrað heimilum höfðu ekki getað greitt hús- næðislán eða húsaleigu á réttum tíma einhvern tímann á síðastliðnum tólf mánuðum (2016) vegna fjárhagserfið- leika. Höfðu 8% heimila með börn verið í vanskilum með húsnæðiskostnað, um 7% með aðra. Um 13% heimila voru í einhvers konar vanskilum árið 2016 sem er töluverð fækkun frá árinu 2010 þegar þetta hlutfall var um 19%. Þegar íbúar heimila eru skoðaðir kemur í ljós að í heild hefur hlutfall lands- manna í einhvers konar van- skilum minnkað úr 20% árið 2010 í 13% árið 2016. Þar sem heimili með börn eru hlutfallslega líklegri til að vera í einhvers konar van- skilum er hlutfallið hærra á meðal heimila barna en þeirra sem eru 18 ára og eldri. Vanskil mikil eftir hrun Árið 2016 reyndust 19% barna búa á heimilum í ein- hvers konar vanskilum á móti 12% fullorðinna. Það er töluverð breyting frá ár- unum eftir efnahagshrun þar sem hlutfall barna sem bjuggu á heimilum í einhvers konar vanskilum fór hæst í 28% árið 2011 á móti 18% fullorðinna. Morgunblaðið/Eggert Bryggjuhverfið Fjárhagur heimilanna er óðum að skána. 13% í vanskilum  Fjárhagur heimilanna batnar Nú í vikunni var skrifað undir 6. framlengingu þjón- ustusamnings Sjúkratrygg- inga Íslands við Krabba- meinsfélag Íslands um skipulagða leit að krabba- meinum í leghálsi og brjóst- um. Með undirrituninni varð Krabbameinsfélagið við ósk velferðarráðuneytis um framlengingu samnings til loka næsta árs. Erfitt rekstrarumhverfi Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi í áratugi og kost- að miklu til. Rekstr- arumhverfið hefur hins veg- ar lengi verið erfitt einkum vegna skammtímasamninga. Hafa fjárveitingar ríkisins ekki dugað til. Á aukaað- alfundi Krabbameinsfélags Íslands hinn 16. september lá fyrir yfirlýsing velferð- arráðuneytisins um að styrkja félagið um 50 millj- ónir á þessu ári vegna upp- safnaðs halla á leitarstarfinu og aðgerða til að auka þátt- töku kvenna. Styrkurinn kom með þeim skilyrðum að félagið samþykkti að sinna leitarstarfinu með óbreytt- um hætti út árið 2019. Á fundinum var ákveðið að félagið samþykkti umrædda framlengingu. Til að tryggja áframhaldandi gæði skimun- arinnar og aðgengi almenn- ings að þessari mikilvægu þjónustu samþykkti félagið einnig að veita til hennar allt að 75 milljónum á þessu ári og því næsta, til viðbótar við styrk ráðuneytisins. For- sendur þess að halda þessari starfsemi áfram eru hins vegar að samið verði um verkefnið til lengri tíma í einu og að yfirvöld fjármagni verkefnið að fullu. Skimunarmiðstöð verði stofnuð Krabbameinsfélagið mun, að því er segir í tilkynningu, á næstunni óska eftir við- ræðum við stjórnvöld um hugmyndir sínar að fyrir- komulagi skimana fyrir krabbameinum til framtíðar. Hugmyndirnar byggjast á því að við skipulag skimunar verði hagsmunir almennings í forgrunni og að frá boðun til uppgjörs sé eitt ferli. Tillaga Krabbameinsfélag Íslands á því sem að framan greindi er að stofnuð verði Skimunarmiðstöð Íslands; þekkingarsetur um alla skimun fyrir krabbameinum á Íslandi og fari með um- sjón, skipulag, stjórnun, framkvæmd og uppgjör skimunar fyrir krabbamein- um í landinu. Samið um skimun Ljósm/Aðsend Samið Guðfinna Halla Þor- valdsdóttir frá Krabbameins- félaginu, til vinstri, og Guð- laug Björnsdóttir og Ingi- björg Þorsteinsdóttir frá Sjúkratryggingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.