Morgunblaðið - 27.09.2018, Side 1

Morgunblaðið - 27.09.2018, Side 1
Lagerstarfsmaður óskast Starfmann vantar á lager í starfsstöð Ísfugls ehf. í Mosfellsbæ í fullt starf. Reynsla af lagerstörfum æskileg.                  Frekari upplýsingar fást hjá Þorsteini Þórhallssyni í 566 6103 eða steini@isfugl.is Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Við leitum að nýjum samstarfsmanni með brennandi áhuga á rafvæddri framtíð til að bætast í öflugan hóp starfsmanna á kerfisstjórnunarsviði Landsnets á Gylfaflöt. Stjórnstöðin er miðstöð fyrir stýringu og samhæfingu raforkukerfisins. Við bjóðum fjölbreytt starf, samskipti við viðskiptavini og þátttöku í þróunar- og nýsköpunarverkefnum sem stuðla að bættu afhendingaröryggi. Í stjórnstöðinni starfar reyndur hópur sérfræðinga sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, öfluga teymisvinnu og stöðugar umbætur. Starfið er unnið í dagvinnu og á vöktum. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2018. Nánari upplýsingar veita Ragnar Guðmannsson, forstöðumaður stjórnstöðvar, og Ólafur Kári Júlíusson mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Hjá Landsneti berum við umhyggju hvert fyrir öðru, sköpum góðan vinnustað með spennandi verkefnum, með gildin okkar – samvinnu, ábyrgð og virðingu – að leiðarljósi. VERK-/TÆKNIFRÆÐINGUR Hjá Landsneti leggjum við áherslu á gott starfsumhverfi með spennandi verkefnum þar sem starfsfólk okkar hefur áhrif, nýtur stuðnings og góðrar þjálfunar í starfi og hefur tækifæri til þróunar. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. verkfræði, tæknifræði eða menntun á sviði raungreina • Mjög góð greiningarhæfni og færni til að setja fram upplýsingar á skýran hátt • Samskiptahæfni og drifkraftur til að gera betur • Útsjónarsemi og geta til að starfa undir álagi Starfssvið • Stýring og vöktun raforkukerfisins • Aðgerðastjórnun og áætlanagerð um rekstur flutningskerfisins • Þátttaka í úrbótaverkefnum og straumlínulögun ferla • Þátttaka í nýsköpunarverkefnum og snjallnetsþróun Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir laust starf sálfræðings í leik- og grunnskólum Staða sálfræðings hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu er laus til umsóknar. Um er að ræða 80-100% stöðu í afleysingu, til eins árs. Starfsstöðin er á Hvolsvelli þar sem sálfræðingur vinnur í þverfaglegu samstarfi með öðrum sérfræð- ingum, leikskólaráðgjafa, kennsluráðgjafa grunnskóla og náms- og starfsráðgjafa. Á svæðinu eru fimm leik- skólar og fimm grunnskólar með u.þ.b. 780 börnum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf þann 1. desember nk., eða eftir samkomulagi. Starfssvið sálfræðings • Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla til foreldra barna og starfsfólks leik- og grunnskóla. • Þverfaglegt samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan stofnunarinnar og seta í teymum um einstök börn innan skólanna. • Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum, ráðgjöf í kjölfar greininga og eftirfylgd mála. • Þátttaka í fræðslufundum og námskeiðahaldi fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla. Menntunar- og hæfniskröfur • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur. • Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu samstarfi. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og Sambands ísl. Sveitar- félaga Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Umsóknir sendist í pósti á Skólaþjónusta Rang. og V-Skaft., Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli, eða í tölvupósti á netfangið edda@skolamal.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um menntun og fyrri störf. Frekari upplýsingar veitir Edda G. Antonsdóttir forstöðumaður Skólaþjónustu í netfanginu (edda@skolamal.is) eða í síma 487-8107 / 862-7522.        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.