Morgunblaðið - 27.09.2018, Side 2
Helstu verkefni og ábyrgð
Mælingar og mat á starfsemi HH í samræmi við
árangursmælikvarða og gæðaviðmið
Þróun og innleiðing árangursmælinga
Úrvinnsla staðtalna og upplýsinga um starfsemi
stofnunarinnar
Skýrslugerð og framsetning talnaefnis
Nánari upplýsingar
Starfshlutfall er 100%
Upplýsingar veitir
Svava Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs
og nýliðunar - 513-5000
svava.kristin.thorkelsdottir@heilsugaeslan.is
Hæfnikröfur
Færni í meðferð, greiningu og úrvinnslu gagna
Þekking og reynsla af framsetningu talnaefnis
með rafrænum hætti
Færni í miðlun upplýsinga í ræðu og riti
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt
viðmót
Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt á
skipulagðan og agaðan hátt
Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun
Verkefnastjóri við greiningar og mælingar
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra
við greiningar og mælingar á starfsemi stofnunarinnar. Markmið Heilsugæslunnar
er meðal annars að veita hágæða heilbrigðisþjónustu sem byggir á skilgreindum
mælikvörðum er varðar þjónustu og árangur.
Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2018
Sjá nánar á www.heilsugaeslan.is. Sækja skal um á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (www.heilsugaeslan.is) undir laus
störf eða á Starfatorgi (www.starfatorg.is).
Hlutverk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða
heilsugæsluþjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins samanstendur af 15 heilsugæslustöðvum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi,
!
"#$
& ' "
* !*
+
+ "
+ Geðheilsuteymum, ásamt skrifstofu. Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 700 manns.
Upplýsingar veitir:
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 2. október.
MANNAUÐS- OG FRÆÐSLUSTJÓRI
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
Starfssvið
• Þróun mannauðsstefnu sjóðsins, innleiðing hennar
og eftirfylgni
• Yfirumsjón með jafnlaunakerfi
• Ráðgjöf til stjórnenda við innleiðingu árangurs-
og ánægjumælikvarða á sviði mannauðsmála
• Ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda við innleiðingu
breytinga innan sjóðsins
• Ábyrgð á gerð, kynningu og framkvæmd
fræðsluáætlunar
• Ráðgjöf til stjórnenda um fræðslu- og
endurmenntunaráætlun og til starfsmanna og
stjórnenda vegna þjálfunar- og starfsþróunarmála
• Yfirumsjón með þróun og framkvæmd reglubundins
frammistöðumats fyrir starfsmenn og stjórnendur
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Haldgóð reynsla af mannauðsstjórnun er skilyrði
• Reynsla af starfsþróunarverkefnum
og breytingastjórnun er kostur
• Mjög góð færni í mannlegum samskiptum
• Leiðtogahæfni, frumkvæði í vinnubrögðum
og árangursmiðuð nálgun verkefna
Íbúðalánasjóður óskar eftir að ráða mannauðs- og fræðslustjóra. Hlutverk mannauðs- og fræðslustjóra er
að efla og þróa mannauð Íbúðalánasjóðs, samskipti og starfsumhverfi starfsmanna og að stuðla að traustri
fyrirtækjamenningu sem byggir á gildum sjóðsins: frumkvæði – ábyrgð – samvinna.
Íbúðalánasjóður starfar skv. lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál
og ber ábyrgð á framkvæmd húsnæðisstefnu stjórnvalda.
Mannauðsstefna Íbúðalánasjóðs tekur mið af jafnréttisáætlun.
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018
Lýst er vonbrigðum með hlut
Austurlands í væntanlegri
samgönguáætlun í ályktun
frá Sambandi sveitarfélaga á
Austurlandi. Þar segir að við
blasi miklar tafir við sam-
göngubætur í fjórðungnum.
Það sé ámælisvert því undan-
farin ár hafa nýframkvæmdir
og viðhald vega á Austurlandi
verið í lágmarki.
Þess er krafist að hlutur
Austurlands í vegafram-
kvæmdum verði leiðréttur og
tekið tillit til þeirrar for-
gangsröðunar samgöngu-
framkvæmda sem samþykkt
hefur verið af sveitarfélög-
unum eystra. Í því samhengi
megi nefna Fjarðarheið-
argöng, nýjan veg yfir Öxi
auk viðhaldsverkefna.
„Stjórn SSA telur eðlilegt
að ráðherra og Alþingi fari
eftir þeim áherslum sem mót-
aðar hafa verið af hálfu lands-
hlutasamtaka sveitarfélaga. Í
ljósi skorts á samráði skorar
stjórnin á ráðherra að hefja
nú þegar samráð við lands-
hlutasamtökin áður en endan-
leg drög að samgönguáætlun
verða lögð fyrir Alþingi,“ seg-
ir í ályktun.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eskifjörður Margar stórframkvæmdir í vegamálum bíða á
Austurlandi sem sveitarstjórnarmenn vilja að verði flýtt.
Segja Austurland af-
skipt í samgönguáætlun
Leiðakerfi Strætó er nú að-
gengilegt í því kerfi Google
Maps sem heldur utan um
almenningssamgöngur.
Þetta kerfi Google inniheld-
ur gögn frá um 18.000
borgum um allan heim, þar
á meðal flestum stærri
borgum Evrópu. Upphaf-
lega var stefnt að því að
koma leiðakerfinu í Google
Maps á síðasta ári en fljótt
kom í ljós að aðlaga þurfti
gögn Strætó gögnum
Google. Síðasta ár fór því í
umfangsmikla hugbúnaðar-
vinnu sem lauk í síðustu
viku.
„Við fögnum því að þetta
sé loksins orðið að veru-
leika. Við teljum að þetta sé
afar mikilvægt skref til þess
að gera kerfið okkar að-
gengilegra fyrir alla, hvort
sem þeir eru fastir við-
skiptavinir, óvanir notendur
eða erlendir ferðamenn,“
segir Jóhannes Rúnarsson,
framkvæmdastjóri Strætó, í
tilkynningu frá fyrirtækinu.
Strætó er nú á kerfi Google Maps