Morgunblaðið - 13.10.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
Embætti forstöðumanns Stofnunar
Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum
Auglýst er laust til umsóknar embætti
forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum.
Nánari upplýsingar er að finna á vef
ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is.
Umsóknarfrestur er til og með
5. nóvember 2018
Frekari upplýsingar um störfin
Um er að ræða tvö 100% störf, annars vegar yfirlæknis
við heilsugæsluna í Vestmannaeyjum og hins vegar
sérfræðings í heimilislækningum við sömu heilsugæslu.
Viðkomendur þurfa að geta hafið störf frá 1. febrúar
2019 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem
fjármálaráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef HSU www.hsu.is
undir flipanum “lausar stöður”.
Umsóknum þarf að fylgja staðfestar upplýsingar um
menntun, starfsleyfi og fyrri störf.
Umsóknarfrestur í störfin er til og með 15.11.2018.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigurjón Kristinsson, settur framkvæmdastjóri
lækninga HSU, sigurjon.kristinsson@hsu.is
Sími: 432-2000.
Yfirlæknir
og sérfræðingur
í heimilislækningum
óskast á heilsugæsluna
í Vestmannaeyjum
• Skipulag og stjórnun lækninga við heilsugæslu
• Almennar heilsugæslulækningar og heilsuvernd
• Fræðsla til skjólstæðinga og aðstandenda
• Vaktþjónusta
• Leiðandi hlutverk í mótun og framkvæmd
teymisvinnu starfsfólks á heilsugæslu
• Þátttaka í gæðaverkefnum innan stofnunarinnar
s.s. þátttaka í kennslu og starfsþjálfun kandídata
og sérnámslækna í heimilislækninum auk fræðslu
til samstarfsmanna
Hæfniskröfur í bæði störf
• Sérfræðiréttindi í heimilislækningum
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni í tjáningu í ræðu og riti
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf
Helstu verkefni og ábyrgð sérfræðings í heimilis-
lækningum
• Almennar heilsugæslulækningar og heilsuvernd
• Fræðsla til skjólstæðinga og aðstandenda
• Vaktþjónusta
• Þátttaka í teymisvinnu og gæða- og
nýsköpunarverkefnum innan stofnunarinnar
Bókari á skrifstofu rekstrar
og innri þjónustu
Velferðarráðuneytið leitar að öflugum og metnaðar-
fullum einstaklingi í fullt starf bókara á skrifstofu
rekstrar og innri þjónustu.
Helstu verkefni:
og leiðréttinga.
!
"
"
##$
%
&
Menntunar- og hæfniskröfur:
%
menntun/reynsla.
'
! $"
()*
' +
!
#
!,
0
#
"
1 "
$ 2
"
3&
0
4 -
1 ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
"
0
Umsóknarfrestur er til og með 18. október 2018.
5
" "
"
"$
3
##,
"
6$" 7&
"
8"
%
!&
"
"
8"
9
4
"
1 )
"1
-
: ;<;=>??<
,
$ 1
-
um.
Velferðarráðuneytinu, 29. september 2018.
1. vélstjóri
óskast á Ottó N. Þorláksson VE.
Vélastærð 1619 kW.
Skipið stundar bolfiskveiðar og er gert
út frá Vestmannaeyjum.
Upplýsingar gefur Eyþór Harðarson í
síma 861 2287. Umsókn skal senda á
eh@isfelag.is
Stjórn Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni (FEB)
lýsir í ályktun stjórnar yfir sár-
um vonbrigðum með áform
ríkisstjórnar Katrínar Jak-
obsdóttur að grunnupphæðir
lífeyris almannatrygginga eigi
aðeins að hækka um 3,4% á
næsta ári, samanber fjárlaga-
frumvarp 2019. Stjórnin telur
að þetta feli í sér bæði van-
efndir á viljayfirlýsingum og
loforðum ráðamanna á und-
anförnum misserum um að
bæta kjör eldri borgara, og
brot á 69. grein laga um al-
mannatryggingar.
FEB segir að í fyrrnefndri
lagagrein sé kveðið á um að
upphæðir lífeyris og bóta al-
mannatrygginga skuli breyt-
ast til samræmis við launaþró-
un. Hins vegar hafi
grunnupphæð ellilífeyris dreg-
ist jafnt og þétt aftur úr laun-
um á undanförnum árum.
Samanburður á þróun launa-
vísitölu og ellilífeyris sýni að
frá 2010 hafi launin hækkað
11,4% meira en ellilífeyririnn.
Hann eigi samkvæmt öllu eðli-
legu að vera nú kr. 266.800 á
mánuði í stað 239.500, það er
fyrir skatt.
Hækkun á lífeyri næsta árs
verði 3,4% segir að miðist spá
Hagstofu Íslands um þróun
vísitölu neysluverðs um 2,9%
að viðbættri 0,5% kaupmátt-
araukningu. Í ljósi umræðu nú
í aðdraganda kjarasamninga
sé næsta víst að launþega-
hreyfingin mun ekki una því að
lægstu laun hækki ekki meira
en sem þessu nemur. Verði
áform fjárlagafrumvarpsins að
veruleika muni því kaupmáttur
lífeyris frá TR halda áfram að
dragast aftur úr kaupmætti
launa á næsta ári. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Grund Bryddað er upp á ýmsu í starfi á heimilum aldraðra.
Áformin vonbrigði
Ellilífeyririnn hækki meira
Félagsráðgjafafélag Íslands
vekur í tilkynningu athygli á
skeytingarleysi stjórnvalda í
garð einstaklinga og hópa
sem búa við fátækt og eru
jaðarsettir. Afskiptaleysi
gagnvart þessu fólki birtist
með of litlum fjárveitingum
til mikilvægrar velferð-
arþjónustu svo fólk sem hef-
ur lítið handa á milli er í
læsti stöðu.
„Félagsráðgjafar þekkja
vel til hvar skórinn kreppir í
íslensku samfélagi og hvaða
einstaklingar og hópar eru í
hættu á að festast í fátækt
og vanvirkni. Markmið fé-
lagsráðgjafar er að vinna að
lausn félagslegra og per-
sónulegra vandamála,
sporna við félagslegu rang-
læti, vinna gegn mannrétt-
indabrotum hvar svo sem
þau eiga sér stað og efla
umræðu um siðferði í ís-
lensku samfélagi. Við skor-
um á íslensk stjórnvöld að
taka þetta til sín og standa
við gefin loforð í þágu jað-
arsettra hópa á Íslandi,“
segir í tilkynningu.
Næstkomandi miðviku-
dagur, 17. október, er al-
þjóðlegur baráttudagur
gegn fátækt og í tilefni hans
stendur Félagsráðgjafafélag
Íslands fyrir tvíþættum við-
burði gegn skeytingarleysi,
en gegn því verður hlaupið
og lesið.
Haupið hefst við Útvarps-
húsið í Efstaleiti kl. 16 og
endar í Fógetagarðinum kl.
17 þar sem upplestur hefst
og stendur til kl. 18. Hlaup-
ið verður framhjá Klambrat-
úni, Hlemmi og niður
Laugaveg þar sem hægt
verður að koma inn í
hlaupahópinn við Þjónustu-
miðstöð Vesturbæjar, Mið-
borgar og Hlíða, sem er að
Laugavegi 77, og er fólk
hvatt til að að hlaupa eða
ganga með félagsráðgjöfum
síðasta spottann.
Festast í fátækt
Morgunblaðið/Valli
Sumardagur Allir fái tæki-
færi að njóta sín í lífinu.
Ganga og lesa Félagsráð-
gjafar þekkja hvar kreppir
Skorað er á ríkisstjórn Íslands, velferðarráðuneyti og Alþingi
að bæta og jafna stöðu erlends vinnuafls á Íslandi, í ályktun
aðalfundar Félags íslenskra heimilislækna en aðalfundur þess
var haldinn um síðustu helgi.
„Í daglegu starfi heimilislækna er áberandi hvernig brotið
er endurtekið á réttindum erlends vinnuafls varðandi hús-
næði, laun, hvíldarrétt, öryggi á vinnustað, slysabætur, veik-
indarétt og aðgang að heilbrigðisþjónustu,“ segir í ályktun.
Þar er tiltekið að þessi hópur sé í viðkvæmri stöðu gagnvart
vinnuveitanda og algengt sé að fólkið sem hann myndar þekki
ekki réttindi sín. „Það er mikilvægt að upplýsingagjöf til
innflytjenda verði bætt, lög um starfsmannaleigur hert og
viðurlögum verði beitt við brotum með þeim hætti að
varnaðaráhrif þeirra verði virk,“ segir heimilislæknar í
ályktun þessa fundar síns. sbs@mbl.is
Innflytjendur fái betri upplýsingar