Morgunblaðið - 13.10.2018, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2018
Raðauglýsingar 569 1100
Tilboð/útboð
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Fífuhvammur 41 50% ehl.gþ., Kópavogur, fnr. 206-0532 , þingl. eig.
Sigfús Þór Nikulásson, gerðarbeiðendur Lánasjóður íslenskra
námsmanna og Tollstjóri, fimmtudaginn 18. október nk. kl. 10:30.
Austurkór 91, Kópavogur, fnr. 232-9200 , þingl. eig. Kjartan Hrafn
Loftsson og Tekla Hrund Karlsdóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf.,
fimmtudaginn 18. október nk. kl. 11:00.
Tungusel 5, 2% ehl.gþ. Reykjavík, fnr. 205-4703 , þingl. eig. Jón
Þórir Jónsson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga,
fimmtudaginn 18. október nk. kl. 11:30.
Miðvangur 107, Hafnarfjörður, fnr. 207-8108 , þingl. eig. Eignar-
haldsfélagið Barðinn ehf, gerðarbeiðandi Hafnarfjarðarkaupstaður,
fimmtudaginn 18. október nk. kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
12. október 2018
Nauðungarsala
Stapaskóli - Útboð nr. 20827
Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í nýja skólabyggingu í sveitarfélaginu. Verkið felur í sér að reisa nýjan
grunnskóla að Dalbraut 11-13, Reykjanesbæ.
Heildarstærð skólabyggingar/grunnskólans er brúttó um 7.700 m². Skólalóð verður boðin út í sérútboði.
Skólinn er á 2 hæðum auk tæknikjallara og tæknirýmis sem telst til 3. hæðar. Skólinn er byggður upp sem
fjórar kennslutvenndir á tveimur hæðum auk stoðrýma, almenn svæði, matsalur, fjölnotasalur, bókasafn
og gangar deila upp þessum tvenndum langsum eftir byggingunni og mynda „lífæð“ skólans. Búið er að
koma þjöppuðum púða undir bygginguna í rétta hæð og því er hægt að hefja framkvæmdir um leið og
tilboðsferli lýkur með samningum. Verklok er 15. júní 2020.
Útboðsgögn má nálgast á útboðsvef Ríkiskaupa laugardaginn 20. október næstkomandi.
ÚTBOÐ
20844 – Útleiga námu- og efnistöku-
réttinda.
Ríkiskaup fyrir hönd Ríkiseigna óskar eftir tilboð-
um í Námu- og efnistökuréttindi í landi ríkisins,
Stapafell, lnr. 129981, fnr. 209-4387 og Stapafell,
lnr. 129216, fnr. 209-2862, á Reykjanesi, nefnt
Stapafellsnáma. Stærð hins leigða lands er talið
vera um 110 ha.
Skila skal tilboðum í samræmi við meðfylgjandi
leigusamning.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja tilboðinu:
1. Vottorð um skuldleysi við ríkissjóð.
2. Vottorð um skuldleysi við lífeyrissjóði.
3. Útfyllt og undirritað tilboðsblað.
4. Endurskoðaðar ársreikningur síðasta árs
Nánari upplýsingar eru aðgengilegar á vef
Ríkiskaupa www.rikiskaup.is
Fyrirspurnir varðandi verkefni nr. 20844 skulu
sendar á netfangið www.utbod@rikiskaup.is og
verða svör birt á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is
Áhugasamir skulu skila inn tilboðum sínum í
lokuðu umslagi í afgreiðslu Ríkiskaupa fyrir
klukkan 11:00 þann 26. október 2018, merkt: 20844
Stapafellsnáma.
ÓSKAST TIL LEIGU
Reykja vík ur borg
Innkaupadeild
Borg artún 12-14, 105 Reykja vík
Sími 411 1042 / 411 1043
Bréfsími 411 1048
Netfang: utbod@reykjavik.is
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Klór fyrir ÍTR, útboð nr. 14341.
• Baðsápa fyrir ÍTR, útboð nr. 14342.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
ÚTBOÐ
Fulltrúar Félags kvenna í at-
vinnulífinu hefur skrifað undir
samstarfssamning við Pipar/
TBWA um aðstoð við gerð á
heildarútliti á markaðsefni
hreyfiaflsverkefnisins Jafn-
vægisvogarinnar. FKA hóf
vinnu við Jafnvægisvogina í
upphafi árs ásamt samstarfs-
aðilum úr velferðarráðuneyt-
inu. Aðrir samstarfsaðilar eru
Deloitte, Sjóvá og Morg-
unblaðið. Markmið Jafnvæg-
isvogarinnar er að árið 2027
verði hlutfallið á milli kynja 40/
60 í framkvæmdastjórnum
fyrirtækja á Íslandi.
„Það er mikill fengur fyrir
okkur að fá jafn sterka sam-
starfsaðila og Pipar til þess að
aðstoða okkur við að hreyfa
við fólki um jafnréttismálin.
Pipar er eitt þeirra fyrirtækja
sem eru til fyrirmyndar í jafn-
réttismálum með jafnt kynja-
hlutfall í stjórnendastöðum.
Það skiptir máli að móta skýr
og eftirtektarverð skilaboð
sem hreyfa við forsvars-
mönnum fyrirtækja,“ segir í
tilkynningu, haft eftir Guð-
rúnu Ragnarsdóttur talskonu
Jafnvægisvogar FKA
Hannað hefur verið merki
Jafnvægisvogar og starfs-
menn Pipars munu vinna hug-
myndavinnu og heildarútlit á
markaðsefni auk þess að móta
skilaboð verkefnisins.
Virkja viðskiptalífið
Markmið Jafnvægisvog-
arinnar er að árið 2027 verði
hlutfallið á milli kynja 40/60 í
framkvæmdastjórnum fyr-
irtækja á Íslandi. Einnig er
fyrirhugað að virkja íslenskt
viðskiptalíf til að verða fyr-
irmynd jafnréttis fyrir aðrar
þjóðir. Dregin verða fram í
sviðsljósið fyrirtæki sem hafa
náð markmiðum Jafnvæg-
isvogarinnar. Þá verður í vetur
staðið fyrir viðburðum og
fræðslu til að vekja samfélagið
til hugsunar um virði fjöl-
breytileika og jafnvægis.
Fyrsti viðburðurinn er ráð-
stefna sem haldin verður þann
31. október nk. sbs@mbl.is
Samið Vigdís Jóhannsdóttir
frá Pipar/TBWA, til vinstri,
og Rakel Sveinsdóttir FKA.
Móta skilaboðin
Pipar\TBWA sér um útlits-
hönnun Jafnvægisvogar FKA
Félag háskólakvenna hefur val-
ið Önnu Þorvaldsdóttur, tón-
skáld, sem Háskólakonu ársins
2018. Við valið er horft til þess
að til viðbótar við að viðurkenn-
ingarhafi hafi háskólagráðu sé
framlag viðkomandi til sam-
félagsins framúrskarandi, sé
brautryðjandi á sínu fagsviði og
góð fyrirmynd annara háskóla-
kvenna. Fjöldi kvenna var á for-
valslista og var það samdóma
álit stjórnar Félags háskóla-
kvenna að Anna uppfyllti vel öll
þau skilyrði sem sett eru fyrir
valinu og að hún sýndi hverju
það skilaði að hafa góða mennt-
un samhliða því að leggja rækt
við hæfileika sína.
Tilgangur þess að velja Há-
skólakonu ársins er að vekja at-
hygli á fjölbreyttum starfsvett-
vangi háskólakvenna, beina
kastljósinu að störfum þeirra og
rannsóknum og undirstrika
framlag þeirra til samfélagsins.
Auk þess sem félagið vill hampa
framgangi þeirra, áræðni og
sérstökum árangri.
Virt tónskáld
Anna Þorvaldsdóttir lauk BA
gráðu í tónsmíðum frá Listahá-
skóla Íslands og meistara- og
doktorsgráðu í tónsmíðum frá
University of California í San
Diego. Hún gegnir í dag stöðu
staðartónskálds við Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Anna er eitt
virtasta tónskáld samtímans á
Norðurlöndunum og raunar
víðar. Verk hennar hafa hlotið
viðurkenningar og verðlaun,
eru flutt víða um heiminn og
hafa hljómað á tónleikastöðum
og hátíðum í Bandaríkjunum, í
Evrópu og Asíu.
Eftir Önnu liggja þrjár
hljómplötur og er sú fjórða
væntanleg í nóvember næst-
komandi. Hljómplöturnar hafa
hlotið góðar viðtökur og dóma.
Verk Önnu hafa hlotið ýmsar
viðurkenningar og verðlaun og
var hún til að mynda handhafi
Tónlistarverðlauna Norður-
landaráðs 2012. Þá eru verkin
flutt reglulega víðsvegar um
heiminn og hafa hljómað á tón-
leikastöðum og hátíðum í
Bandaríkjunum, í Evrópu og
Asíu.
90 ára félag
Félag háskólakvenna var
stofnað 1928 og því er 90 ára af-
mælis þess fagnað í ár. Á síð-
asta ári var í fyrsta skipti í sögu
félagsins efnt til vals á Háskóla-
konu ársins þegar dr. Unnur
Anna Valdimarsdóttir, prófess-
or við læknadeild Háskóla Ís-
lands, varð fyrir valinu, en hún
vinnur nú að stórri stærstu
rannsókn á samspili erfða og
því hvaða heilsufarslegar afleið-
ingar alvarleg sálræn áföll hafa
á fólk. sbs@mbl.is
Áræðin fyrirmynd
Heiður Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld, tók við viðurkenningu
Félags háskólakvenna. Á myndinni er Anna ásamt stjórn Fé-
lags háskólakvenna, talið f.v.: Halldóra Traustadóttir, Helga
Guðrún Johnson, Anna Þorvaldsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir
og Margrét Kristín Sigurðardóttir, sem er formaður félagsins.
Háskólakona ársins valin
Brautryðjanda er hampað