Morgunblaðið - 05.10.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.2018, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 ÍÞRÓTTIR Fótbolti Erik Hamrén kynnir í dag annan landsliðshóp sinn síðan hann tók við karlalandsliðinu í fótbolta. Kallað hefur verið eftir því að ungir leikmenn komi inn í hópinn en er pláss og hverjir koma til greina? 2 Íþróttir mbl.is EVRÓPUDEILDIN Ívar Benediktsson iben@mbl.is Guðlaugur Victor Pálsson, fyrirliði svissneska knattspyrnuliðsins Zü- rich og landsliðsmaður í knatt- spyrnu, reið baggamuninn fyrir lið sitt í gærkvöldi þegar hann skoraði eina markið í leik þess við Ludogo- rets frá Búlgaríu í annarri umferð A-riðils Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu. Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli steig Guð- laugur Victor fram í sviðsljósið svo um munaði og skoraði gott mark þegar sex mínútur voru til leiks- loka. Þar með hefur Zürich-liðið unnið tvær fyrstu viðureignir sínar í riðl- inu og er í efsta sæti ásamt Lever- kusen, sem vann AEK Larnaca, 4:2, á heimavelli. Annar Íslendingur fagnaði vel í gærkvöldi í sömu keppni þótt ekki hafi hann verið á skotskónum að þessu sinni. Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason og félagar í sænska meistaraliðinu Malmö unnu góðan sigur á Besiktas frá Tyrk- landi, 2:0, á heimavelli. Arnór Ingvi fór af leikvelli á 84. mínútu en þá var sigurinn í höfn. Fyrra mark Malmö skrifast að stórum hluta á reikning hins seinheppna markvarð- ar Besiktas, Þjóðverjans Loris Kar- ius, en fyrirgjöf að marki hans sveif yfir kappann eftir að boltinn hafði snert Caner Erkin, varnarmann og samherja Karius. Liðin fjögur í I- riðli hafa þrjú stig hvert eftir tvær umferðir, en auk Malmö og Besik- tas eiga Genk frá Belgíu og norska liðið Sarpsborg, sem vann ÍBV í undankeppninni í sumar, sæti í riðl- inum. Sarpsborg lagði Genk, 3:1, á heimavelli. Jón Guðni Fjóluson var allan leikinn á meðal varamanna Kras- nodar þegar liðið vann Sevilla, 2:1, á heimavelli. Krasnodar hefur unnið báða leiki sína til þessa í keppninni og er eitt liða í efsta sæti J-riðils. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson átti náðugan dag í Lundúnum í gær þegar lið hans Qarabag tapaði fyrir Arsenal, 3:0. Hannes Þór var á meðal varamanna Qarabag eins og í flestum síðustu leikjum liðsins. Qarabag rekur lest- ina í E-riðli ásamt Vorskla án stiga. Arsenal og Sporting hafa hins vegar sex stig hvort. AFP Gleði Guðlaugur Victor Pálsson fagnar með stuðningsmönnum Zürich eftir markið og sigurinn sæta á Ludogorets. Victor skoraði sigurmarkið á 84. mín. Victor sá um sigurinn  Fyrirliðin fór fyrir sínum mönnum í sætum sigri Zürich í annarri umferð Evr- ópudeildar UEFA  Lánið lék ekki við Loris Karius í heimsókn hans til Malmö Bjarki Már Elís- son var í stuði og skoraði 7 mörk úr sjö skotum fyr- ir Füchse Berlin í stórsigri liðsins á móti Bietigheim á útivelli 36:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Bjarki skoraði ekki mark úr vítakasti. Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer unnu góðan úti- sigur á móti Wetzlar 27:25. Arnór hefur verið veikur undanfarna daga og kom ekkert við sögu. Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyrir Löwen en Guðjón Valur Sigurðsson ekkert þegar Löwen vann Gummersbach, 30:24. Magdeburg er í efsta sæti deild- arinnar með 16 stig eftir 9 leiki, Flensburg er með 14 stig eftir 7 leiki og Löwen 13 stig eftir 7 leiki, Berg- ischer 12 eftir átta leiki, Kiel og Füchse 10 stig hvort að loknum sjö leikjum. iben@mbl.is Bjarki Már með fullkomna nýtingu Bjarki Már Elísson Haukur Helgi Pálsson og samherjar hans í franska liðinu Nanterre tryggðu sér í gær sæti í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik. Nanterre burstaði finnska liðið Kauhajoen Karhu 91:58 í síðari viðureign liðanna í um- spili sem fram fór á heimavelli Nanterre í kvöld en franska liðið vann einnig leikinn í Finnlandi 91:54, og lagði þar sem traustan grunn að sæti sínu í deild þeirra bestu. Haukur Helgi lék í 22 mínútur í gær og skoraði níu stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í Austurríki lék Dagur Kár Jónsson sinn fyrsta leik fyrir Flyers Wels í úrvalsdeildinni. Hann lék í liðlega 34 mínútur og skoraði 14 stig í stóru tapi liðsins, 89:64, fyrir Oberwart Gunn- ers. iben@mbl.is Auðvelt hjá Hauki Helga Haukur Helgi Pálsson Arnar Birkir Hálfdánsson átti góðan leik með liði SønderjyskE þegar liðið hafði betur á móti Nordsjælland 24:21 í dönsku úrvals- deildinni í handknattleik í kvöld. Arnar Birkir skoraði sex mörk úr níu skotum en vinstrihandarskyttan hefur farið vel af stað með SønderjyskE en hann gekk í raðir félagsins frá Fram í sumar. Sønder- jyskE er í sjötta sæti af 14 liðum í deildinni með tíu stig, aðeins tveimur stigum á eftir Aalborg Håndbold. Arnar Birkir hefur skoraði 20 mörk í deildinni, jafnmörg og Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skorað fyrir GOG. Ómar Ingi Magnússon, hjá Aalborg, er markahæsti Íslendingurinn í deildinni . Hann hefur skoraði 35 mörk. Næst- ur er Rúnar Kárason, Ribe Esbjerg, með 33 mörk. iben@mbl.is Arnar Birkir á skriði Arnar Birkir Hálfdánsson Skagfirðingurinn Svavar Atli Birgisson var í gærkvöld heiðraður fyrir feril sinn með Tindastóli í körfuboltanum sem spannaði meira en tvo áratugi. Tindastóll tók í gær á móti Þór frá Þor- lákshöfn þegar Dominos-deildin fór af stað. Við þetta tilefni var treyja Svavars, númer 10, hengd upp í rjáfur í íþróttahúsinu á Sauðárkróki að bandarískri fyrirmynd. Svavar lék á milli 300 og 400 leiki fyrir Tindastól í meistaraflokki. Hann var bæði í liði Tindastóls sem komst í úrslit Íslands- mótsins á móti Njarðvík árið 2001 og gegn KR 2015. Þá var Svavar í Tindastólsliðinu sem komst í úrslit bikarkeppninnar gegn Keflavík árið 2012. kris@mbl.is Svavar Atli heiðraður Svavar Atli Birgisson Atvinnukylfing- urinn Birgir Leifur Hafþórs- son náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum á Monaghan Irish Challenge- mótinu í golfi sem hófst á Ír- landi í gær. Hann lék hringinn á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari og er í 85.-92. sæti. Ljóst er að Skagamaðurinn þarf að gera miklu betur í dag ef honum á að takast að komast í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leif- ur fékk 3 fugla á hringnum í gær, 3 skolla og tvo skramba. sport@mbl.is Þarf að gera betur í dag Birgir Leifur Hafþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.