Morgunblaðið - 05.10.2018, Page 2

Morgunblaðið - 05.10.2018, Page 2
FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrr- verandi landsliðsþjálfari, Ólafur Jó- hannesson, er meðal þeirra sem kall- að hafa eftir því að yngt verði upp í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Í dag mun Erik Hamrén velja sinn annan landsliðshóp frá því að hann tók við landsliðinu fyrir tveimur mán- uðum, og vert að velta því fyrir sér hvort og hve mikið pláss sé í hópnum fyrir unga leikmenn til að koma inn, fyrir komandi leiki við heimsmeistara Frakka og Svisslendinga. „Auðvitað þarf að yngja þetta upp, ég vil meina það. Ég var mjög ósáttur við margt sem var valið í þessa tvo leiki,“ sagði Ólafur við RÚV í vikunni, og vísaði til leikmannahópsins sem valinn var í leiki við Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni í september. Leiki sem töpuðust með samtals 9:0 markatölu. Í hópinn þá vantaði nokkra lykil- menn sem glímdu við meiðsli. Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason voru allir meiddir, og Emil Hall- freðsson og Hörður Björgvin Magn- ússon að jafna sig af meiðslum en þó með í seinni leiknum, gegn Belgíu. Nú ber hins vegar svo við að Jóhann hefur spilað afar vel undanfarið í ensku úrvalsdeildinni, Alfreð skoraði þrennu í fyrsta leik eftir meiðsli með Augsburg, Emil er fastamaður hjá Frosinone (sem gengur reyndar skelfilega í ítölsku A-deildinni), og Hörður er að jafna sig af meiðslum. Þá er staðan á Aroni betri með hverri viku og spurning hvort hann verði hreinlega með í landsleikjunum. Með innkomu lykilmanna þrengist smugan fyrir unga leikmenn að koma inn í 23ja leikmanna hóp Íslands. Og það er spurning hvort nýliðum sé greiði gerður með því að spila vin- áttulandsleik á móti heimsmeist- urunum í Frakklandi. Í leiknum við Sviss á Laugardalsvelli verður svo ekki hægt að vera með neina til- raunastarfsemi. Sá leikur hefur mikla þýðingu fyrir Ísland því þó að nú sé orðin lítil von um að halda sætinu í A- deild þá er hvert stig mikilvægt í bar- áttunni um sæti í efsta styrk- leikaflokki áður en dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM. Þjóða- deildin ræður styrkleikaröðun í þeirri undankeppni sem fer öll fram á næsta ári. Ekki væri slæmt að sleppa þar við að mæta albestu liðum álf- unnar. Þessir koma helst til greina En hvaða ungu leikmenn gætu komið inn núna? Ég sé ekki laust pláss í markmannahópnum. Þar eru tveir frekar ungir markmenn og svo sjálfur Hannes Þór Halldórsson, auk þess sem yngri markmenn en Rúnar Alex Rúnarsson og Frederik Schram hafa ekkert verið að banka á dyrnar. Í hópi varnarmanna banka nýliðar heldur ekki fast. Helst væri hægt að sjá fyrir sér að Alfons Sampsted fengi að koma inn sem hægri bak- vörður, eftir fína frammistöðu með U21-landsliðinu, en hann leikur þessa dagana í sænsku B-deildinni. Ísland á nóg af frambærilegum miðvörðum sem gerir strákum eins og Axel Ósk- ari Andréssyni erfiðara fyrir. Það er hins vegar í hópi miðju- og sóknarmanna sem meiri ástæða virð- ist til að taka inn unga leikmenn. Að- allega vegna þess að þar virðast efni- legri leikmenn bíða færis. Auk þess má benda á að þó að það hafi verið stefnan síðustu ár að leikmenn spili frekar með U21-landsliðinu en að þeir Hve mikið pláss er fyrir ung  Erik Hamrén velur annan landsliðshóp sinn í dag  Albert, Arnór og Jón Dagur gera tilk Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýliði? Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta U21-landsleik í síðasta mánuði og kemur til greina í A-landsliðið sem valið verður eftir hádegi í dag. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 Evrópudeild UEFA A-RIÐILL: Zürich – Ludogorets ............................... 1:0  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn fyrir Zürich og skoraði eina markið Leverkusen – AEK Larnaca................... 4:2  Leverkusen 6 stig, Zürich 6, Ludogorets 0, Larnaca 0. B-RIÐILL: Rosenborg – RB Leipzig......................... 1:3  Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður hjá Rosenborg á 77. mín. RB Salzburg – Celtic................................ 3:1  Salzburg 6 stig, Leipzig 3, Celtic 3, Ros- enborg 0. C-RIÐILL: Bordeaux – Köbenhavn ........................... 1:2 Zenit – Slavia Prag................................... 1:0  Zenit 4, Köbenhavn 4, Slavia Prag 3, Bor- deaux 0. D-RIÐILL: Anderlecht – Dinamo Zagreb ................. 0:2 Fenerbahce – Spartak Trnava................ 2:0  Zagreb 6, Fenerbahce 3, Trnava 3, And- erlecht 0. E-RIÐILL: Qarabag – Arsenal .................................. 0:3  Hannes Þór Halldórsson var á meðal varamanna Qarabag allan leikinn. Vorskla – Sporting Lissabon................... 1:2  Arsenal 6, Sporting 6, Vorskla 0, Qara- bag 0. F-RIÐILL: AC Milan – Olympiakos........................... 3:1 Real Betis – Dudelange ........................... 3:0  AC Milan 6, Real Betis 4, Olympiakos 1, Dudelange 0. G-RIÐILL: Rangers – Rapid Vín................................ 3:1 Spartak Moskva – Villarreal ................... 3:3  Rangers 4, Rapid Vín 3, Villarreal 2, Spartak Moskva 1. H-RIÐILL: Apollon Limassol – Marseille.................. 2:2 Frankfurt – Lazio..................................... 4:1  Frankfurt 6, Lazio 3, Apollon Limassol 1, Marseille 1. I-RIÐILL: Malmö – Besiktas..................................... 2:0  Arnór Ingvi Traustason var í liði Malmö fram á 85. mínútu. Sarpsborg – Genk.................................... 3:1  Orri Sigurður Ómarsson var ekki í leik- mannahópi Sarpsborg.  Sarpsborg 3, Besiktas 3, Genk 3, Malmö 3. J-RIÐILL: Krasnodar – Sevilla................................. 2:1  Jón Guðni Fjóluson var á varamanna- bekk Krasnodar. Standard Liege – Akhisar Belediye ....... 2:1  Krasnodar 6, Sevilla 3, Standard Liege 3, Akhisar Belediye 0. K-RIÐILL: Astana – Rennes....................................... 2:0 Jablonec – Dynamo Kiev ......................... 2:2  Astana 4, Rennes 3, Dynamo Kiev 2, Jablonec 1. L-RIÐILL: Chelsea – Vidi ........................................... 1:0 BATE Borisov – PAOK ........................... 1:4  Chelsea 6, PAOK 3, BATE 3, Vidi 0. Vináttulandsleikir kvenna Svíþjóð – Noregur .................................... 2:1 Tékkland – Slóvakía................................. 2:0 Eistland – Pólland .................................... 0:3 Taíland – Finnland....................................1:0 KNATTSPYRNA og ávallt og á hann nóg eftir á tank- inum. Orri Hilmarsson kom með mjög góðar körfur inn á milli og Dino Stipcic varð betri eftir því sem leið á leikinn. Leikmannahópur KR-inga er ekki eins sterkur og síðustu ár og verður for- vitnilegt að sjá hvernig gengur gegn hærra skrifuðum liðum á komandi vik- um. Skallagrímsmenn spiluðu í heild þokkalega og gáfu þeir KR-ingum lítið eftir í fyrri hálfleiknum. Um leið og KR náði tíu stiga forskoti í upphafi síð- ari hálfleiks var hins vegar engin leið til baka. Matej Bouvac og Aundre Jackson komust vel frá sínu í fyrsta leik og Eyjólfur Ásberg Halldórsson var sterkur. Vopnabúr og gæði heima- manna reyndust hins vegar of stór og mikil. Skallagrími var spáð falli af þjálfurum, forráðamönnum og fyr- irliðum deildarinnar, en taki liðið frammistöðuna úr fyrri hálfleiknum með sér í næstu verkefni fær enginn auðveld tvö stig gegn nýliðunum. Öruggt hjá Tindastólsmönnum Silfurlið síðasta keppnistímabils, Tindastóll, hóf keppnistímabilið með stórsigri á heimavelli á Þór úr Þor- lákshöfn, 85:68, eftir að hafa verið 11 stigum yfir að loknum fyrri hálfleik, 44:33. Urald King var atkvæðamestur leikmanna Tindastóls. Hann skoraði 25 stig, tók 13 fráköst og vann boltann Í VESTURBÆ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is KR hóf sjöttu titilvörn sína í Dominos- deild karla í körfubolta í gærkvöldi með öruggum 109:93-sigri á nýliðum Skallagríms á heimavelli sínum. Leik- urinn var í járnum í fyrri hálfleik en sterkur þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum sem aldrei var í hættu í fjórða og síðasta leikhlutanum. KR-liðið er nokkuð breytt frá því á síðustu leiktíð ásamt því að Ingi Þór Steinþórsson er búinn að taka við kefl- inu af Finni Frey Stefánssyni í þjálf- arastólnum. Það tók meistarana nokk- urn tíma að finna taktinn gegn gröðum Borgnesingum sem köstuðu sér í alla lausa bolta og létu finna fyrir sér. Eftir því sem leið á leikinn komu gæði heimamanna betur í ljós og verðskuld- aður sigur varð raunin. Einn af þeim sem komu inn í lið KR var Bandaríkja- maðurinn Julian Boyd. Frumraun hans í íslenskum körfubolta var afar góð og skoraði hann 37 stig og tók auk þess tólf fráköst. Stigin skoraði hann í öllum litum regnbogans. Á milli þess sem hann skoraði þriggja stiga körfur, tróð hann með mögnuðum tilþrifum og man undirritaður ekki eftir öðrum eins stökkkrafti hjá íþróttamanni hér á landi, nema þá kannski í hástökki. Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu eins fimm sinnum. Brynjar Þór Björnsson sem gekk til liðs við Tindastól frá KR í sumar skoraði 14 stig. Kinu Rochford var stigahæstur há Þór með 21 stig. Gintautas Matulis skoraði 15 stig. Nýliðar Breiðabliks stóðu hressi- lega í Grindavík. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútunum sem Grindavík- ingar náðu að komast fram úr og tryggja sér sigur á heimavelli, 95:86. Breiðablik var til að mynda með fjög- urra stiga forskot þegar síðasta leik- hlutinn hófst, 72:68. Jordy Kuiper skoraði 24 stig fyrir Grindavík og Christian Covile var með 18 stig fyrir Breiðablik. Hinir nýliðar deildarinnar, Vals- menn, töpuðu fyrir Haukum, 95:88, á heimavelli. Boyd fór hamförum í fyrsta leik  Lék Skallagrímsmenn oft grátt þegar Íslandsmeistararnir hófu titilvörnina Sterkur Julian Boyd fór af kostum í fyrsta leik sínum á Íslandi og átti stærstan hl Origo-höllin, Dominos-deild karla, fimmtudag 4. október 2018. Gangur leiksins: 5:5, 12:11, 18:14, 20:20, 27:23, 37:25, 40:34, 51:43, 54:53, 60:59, 65:63, 70:66, 70:74, 72:80, 77:87, 88:95. Valur: Oddur Rúnar Kristjánsson 19, Aleks Simeonov 18/7 fráköst, Miles Wright 17/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 14/4 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 9/9 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 8, Illugi Steingrímsson 3/5 fráköst. Valur – Hau Olís-deild kvenna KA/Þór – ÍBV ........................................26:34 Staðan: ÍBV 3 2 0 1 82:73 4 Fram 2 2 0 0 55:47 4 Haukar 2 1 0 1 50:42 2 Valur 2 1 0 1 48:44 2 KA/Þór 3 1 0 2 69:82 2 HK 2 1 0 1 40:48 2 Stjarnan 2 0 1 1 59:61 1 Selfoss 2 0 1 1 58:64 1 Þýskaland RN Löwen – Gummersbach................ 30:24  Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyr- ir Löwen. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ekki mark fyrir liðið. Bietigheim – Füchse Berlín ............... 28:36  Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk í 7 skotum fyrir Füchse, ekkert úr vítakasti. Wetzlar – Bergischer.......................... 25:27  Arnór Þór Gunnarsson skoraði aldrei slíku vant ekki mark fyrir Bergischer. Magdeburg – Hannover-Burgdorf......34:23 Stuttgart – Ludwigshafen....................26:26 Staða efstu liða: Magdeburg 16, Flensburg 14, RN Löwen 13, Bergischer 12, Kiel 10, Füchse Berlín 10, Hannover-Burgdorf 8, Melsungen 8, Göppingen 8, Minden 6, Lemgo 6. Danmörk SönderjyskE – Nordsjælland............. 24:21  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 6 mörk fyrir SönderjyskE. Frakkland Cesson-Rennes – St. Raphaël............. 21:30  Geir Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir Cesson-Rennes. HANDBOLTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.